Innlent

Segjast ekki geta gert upp á milli fjölmargra fátækra og úthluta því ekki pelsum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands.
Fjölskylduhjálp Íslands hefur ákveðið að hætta við að úthluta pelsum frá PETA í dag því ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra fjölmörgu sem búa við fátækt á Íslandi. Þetta segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, í tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins. Pelsarnir eru 200 talsins en Ásgerður Jóna segir skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar skipta þúsundum.

„Heimilislausir hafa nú þegar fengið pelsa til að halda á sér hita í óupphituðum húsakynnum og hriplekum kofum,“ segir Ásgerður Jóna í tilkynningunni.

Pelsarnir verða gefnir í þau dýraathvörf sem starfandi eru hér á landi.

Pelsarnir voru gjöf frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA og höfðu verið merktir með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir yrðu seldir. 

Uppátækið var afar umdeilt og sagði Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, það vera siðferðislega rangt að merkja fátæka með þessum hætti.


Tengdar fréttir

Tryggvi þáði fjóra pelsa og er slétt sama um gagnrýnina

Gagnrýnendur segja útdeilingu Fjölskylduhjálpar Íslands á pelsum frá dýraverndunarsamtökunum PETA vera brennimerkingu á heimilislausum. Þeir sem fíla þetta ekki sleppa því bara að fá sér pels, segir útilegumaðurinn Tryggvi Hansen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×