Ekkert að öfunda Agnar Tómas Möller skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum „krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“ – við værum með öðrum orðum öfundsverð af okkar vaxtastigi. Í dag eru stýrivextir víða við núllprósentið og jafnvel neikvæðir í einhverjum tilfellum. Þótt svo lágir stýrivextir séu sjúkdómseinkenni þeirra hagkerfa sem slíka vexti bera, hefur Seðlabanki Íslands lítinn áhuga á að ræða sjúkdómseinkenni íslenskrar hávaxtastefnu, innflæðishöftin. Setning innflæðishaftanna sumarið 2016 er sorgarsaga um hvernig embættismenn taka sér vald sem þeir láta seint af hendi, hvernig sem vindar blása. Rökstuðningur fyrir þeim var heimasmíðuð kenning bankans um að innflæði erlends fjármagns inn á hinn innlenda skuldabréfamarkað væri að hamla eðlilegum framgangi peningastefnunnar. Tíminn hefur leitt í ljós að rökstuðningurinn var veikur frá upphafi. Í fyrsta lagi voru verðbólguvæntingar markaðsaðila meira í línu við þá verðbólgu sem varð, á meðan Seðlabankinn kerfisbundið ofspáði verðbólgu. Í öðru lagi þá nam flæði erlendra aðila í skuldabréf einungis um 3% af veltu á skuldabréfamarkaði mánuðina fyrir setningu haftanna. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að hlutfall eignarhalds erlendra aðila í skuldabréfum á Íslandi er með því allra minnsta sem þekkist alþjóðlega.Áhrif innflæðishafta á vaxtastig heimila og fyrirtækja Hvergi er að finna greiningar frá Seðlabankanum um hvaða áhrif innflæðishöftin hafa á vaxtastig til heimila og fyrirtækja. Ef rýnt er í nýútgefin Peningamál kemur þó fram að að verðtryggðir húsnæðisvextir bankanna hafa nær ekkert breyst frá því að Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli í ágúst á seinasta ári og hefur síðan þá lækkað stýrivexti um 1,5 prósentur. Íslensk heimili þurfa sem fyrr að greiða 3,5% verðtryggða vexti á ný húsnæðislán í bönkunum, sem samsvarar um 6,5% óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma, miðað við verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði. Í alþjóðlegum samanburði eru það ótrúlega háir vextir á jafntrygg lán, einkum í ljósi stöðu íslenska hagkerfisins um þessar mundir. Innflæðishöftin koma að mestu í veg fyrir að erlendir aðilar fjármagni íslensk fyrirtæki og fjármálastofnanir sem og opinbera aðila og ýta þannig bæði upp grunnvaxtastiginu á skuldabréfamarkaði, sem og skuldaraálagi á aðra aðila en ríkið, til dæmis á sértryggðum skuldabréfum bankanna, sem ákvarða vexti húsnæðislána. Á sama tíma hefur afnám útflæðishafta og aukin sjóðsfélagalán lífeyrissjóða dregið mjög úr getu innlendra aðila til að fjármagna heimili og fyrirtæki með skuldabréfum. Lýsandi um mun á innlendri og erlendri fjármögnun íslenskra fyrirtækja, er að bankarnir fjármagna sig á hærra vaxtaálagi á sértryggðum skuldabréfum (um 0,7%) en með óvörðum skuldabréfaútgáfum erlendis (0,5% álag Íslandsbanka á útgáfu sinni í haust). Á Norðurlöndunum er vaxtaálag sértryggðra skuldabréfa nálægt núlli og því hlutfallsleg kjör lántaka þeim mun betri. Annað dæmi er að fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem jafnan eru talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, hefur þrefaldast frá árslokum 2015, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Sá kostnaður veltur að sjálfsögðu yfir á verslanir og þjónustufyrirtæki, sem eru leigutakar fasteignafélaganna.Döpur framtíðarsýn Það er dapurlegt að á umræddum fundi Viðskiptaráðs skyldi seðlabankastjórinn tilkynna að líklega myndu innflæðishöft bankans vara til ársins 2020. Seðlabankinn hefur ekki fært nein rök fyrir innflæðishöftunum sem standast skoðun en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega sagt skýrt að innflæðishöftin séu óþörf hér á landi. Samt þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að lifa við háa raunvexti ásamt lamandi innflæðishöftum sem ýta fjármögnunarkostnaði þeirra enn frekar upp, um ókomin ár. Við erum lítil þjóð sem þarf á frjálsum viðskiptum að halda og opnir en ekki lokaðir fjármagnsmarkaðir munu stuðla að lægra raunvaxtastigi, auka framleiðslugetu og skjóta styrkari stoðum undir innlenda verðmætasköpun. Staðreyndin er einfaldlega sú að það er enginn sem öfundar íslensk heimili og fyrirtæki af því vaxtastigi sem þau búa við í dag, nema kannski örfáir kollegar Más Guðmundssonar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum „krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“ – við værum með öðrum orðum öfundsverð af okkar vaxtastigi. Í dag eru stýrivextir víða við núllprósentið og jafnvel neikvæðir í einhverjum tilfellum. Þótt svo lágir stýrivextir séu sjúkdómseinkenni þeirra hagkerfa sem slíka vexti bera, hefur Seðlabanki Íslands lítinn áhuga á að ræða sjúkdómseinkenni íslenskrar hávaxtastefnu, innflæðishöftin. Setning innflæðishaftanna sumarið 2016 er sorgarsaga um hvernig embættismenn taka sér vald sem þeir láta seint af hendi, hvernig sem vindar blása. Rökstuðningur fyrir þeim var heimasmíðuð kenning bankans um að innflæði erlends fjármagns inn á hinn innlenda skuldabréfamarkað væri að hamla eðlilegum framgangi peningastefnunnar. Tíminn hefur leitt í ljós að rökstuðningurinn var veikur frá upphafi. Í fyrsta lagi voru verðbólguvæntingar markaðsaðila meira í línu við þá verðbólgu sem varð, á meðan Seðlabankinn kerfisbundið ofspáði verðbólgu. Í öðru lagi þá nam flæði erlendra aðila í skuldabréf einungis um 3% af veltu á skuldabréfamarkaði mánuðina fyrir setningu haftanna. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að hlutfall eignarhalds erlendra aðila í skuldabréfum á Íslandi er með því allra minnsta sem þekkist alþjóðlega.Áhrif innflæðishafta á vaxtastig heimila og fyrirtækja Hvergi er að finna greiningar frá Seðlabankanum um hvaða áhrif innflæðishöftin hafa á vaxtastig til heimila og fyrirtækja. Ef rýnt er í nýútgefin Peningamál kemur þó fram að að verðtryggðir húsnæðisvextir bankanna hafa nær ekkert breyst frá því að Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli í ágúst á seinasta ári og hefur síðan þá lækkað stýrivexti um 1,5 prósentur. Íslensk heimili þurfa sem fyrr að greiða 3,5% verðtryggða vexti á ný húsnæðislán í bönkunum, sem samsvarar um 6,5% óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma, miðað við verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði. Í alþjóðlegum samanburði eru það ótrúlega háir vextir á jafntrygg lán, einkum í ljósi stöðu íslenska hagkerfisins um þessar mundir. Innflæðishöftin koma að mestu í veg fyrir að erlendir aðilar fjármagni íslensk fyrirtæki og fjármálastofnanir sem og opinbera aðila og ýta þannig bæði upp grunnvaxtastiginu á skuldabréfamarkaði, sem og skuldaraálagi á aðra aðila en ríkið, til dæmis á sértryggðum skuldabréfum bankanna, sem ákvarða vexti húsnæðislána. Á sama tíma hefur afnám útflæðishafta og aukin sjóðsfélagalán lífeyrissjóða dregið mjög úr getu innlendra aðila til að fjármagna heimili og fyrirtæki með skuldabréfum. Lýsandi um mun á innlendri og erlendri fjármögnun íslenskra fyrirtækja, er að bankarnir fjármagna sig á hærra vaxtaálagi á sértryggðum skuldabréfum (um 0,7%) en með óvörðum skuldabréfaútgáfum erlendis (0,5% álag Íslandsbanka á útgáfu sinni í haust). Á Norðurlöndunum er vaxtaálag sértryggðra skuldabréfa nálægt núlli og því hlutfallsleg kjör lántaka þeim mun betri. Annað dæmi er að fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem jafnan eru talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, hefur þrefaldast frá árslokum 2015, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Sá kostnaður veltur að sjálfsögðu yfir á verslanir og þjónustufyrirtæki, sem eru leigutakar fasteignafélaganna.Döpur framtíðarsýn Það er dapurlegt að á umræddum fundi Viðskiptaráðs skyldi seðlabankastjórinn tilkynna að líklega myndu innflæðishöft bankans vara til ársins 2020. Seðlabankinn hefur ekki fært nein rök fyrir innflæðishöftunum sem standast skoðun en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega sagt skýrt að innflæðishöftin séu óþörf hér á landi. Samt þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að lifa við háa raunvexti ásamt lamandi innflæðishöftum sem ýta fjármögnunarkostnaði þeirra enn frekar upp, um ókomin ár. Við erum lítil þjóð sem þarf á frjálsum viðskiptum að halda og opnir en ekki lokaðir fjármagnsmarkaðir munu stuðla að lægra raunvaxtastigi, auka framleiðslugetu og skjóta styrkari stoðum undir innlenda verðmætasköpun. Staðreyndin er einfaldlega sú að það er enginn sem öfundar íslensk heimili og fyrirtæki af því vaxtastigi sem þau búa við í dag, nema kannski örfáir kollegar Más Guðmundssonar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun