Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Hvort átti að velja Tómas eða Sigurð í landsliðið?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Talsverð umræða spannst um þá ákvörðun Craigs Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, um velja Stjörnumanninn Tómas Þórð Hilmarsson í landsliðið en ekki Grindvíkinn Sigurð Gunnar Þorsteinsson.

„Þetta eru áþekkir leikmenn. Tómas Þórður getur skotið fyrir utan en er ekki þessi þungavigtarmaður undir körfunni eins og Siggi. Svo er hann yngri og hann [Pedersen] horfir kannski í það,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Þeir Tómas og Sigurður áttust við þegar Stjarnan sótti Grindavík heim í Domino's deild karla á sunnudaginn.

Tómas átti mun betri leik; skoraði 11 stig gegn einu stigi Sigurðar, tók 15 fráköst á móti 11 og var með 20 í framlag á mót -1 hjá Sigurði.

Innslagið úr Domino's Körfuboltakvöldi má sjá í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir

Tómas Þórður og Axel inn í landsliðshópinn

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir leikina í undankeppni HM 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×