„Ég er mjög ánægður með liðið og rosalega ánægður með það að vinna loksins titil,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld.
Afturelding vann meistarakeppni HSÍ þegar liðið hafði betur gegn Val, 24-21, í Valshöllinni.
„Þetta er fyrsti titilinn sem er í boði á þessu tímabili. Hann er kannski ekki sá stærsti en hann skiptir okkur máli. Það var gaman að taka þátt í þessum leik og Valsararnir mjög flottir og erfiðir við að eiga í kvöld.“
Einar segir að bæði lið hafi komið inn í þennan leik af fullum krafti.
„Við erum að fara spila Evrópuleiki næstu tvo laugardaga og því var þetta mikilvægur leikur í því sambandi.“
Hann segir að það hafi verið svolítill haustbragur á liðinu að undanförnu en hann hafi loksins séð alvöru spilamennsku í kvöld.
„Núna eru menn að stíga upp og við erum á réttri leið. Það eru allir að koma upp úr meiðslum og svona.“
Einar Andri: Þessi titill skiptir okkur máli

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 21-24 | Mosfellingar unnu Meistarakeppnina
Afturelding bar sigurorð af Val, 21-24, í Meistarakeppni karla í kvöld.