Ráðleggur ferðamönnum að sleppa Bláa lóninu og fara frekar í sund Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 14:46 Rick Steves ráðleggur ferðamönnum að sleppa því að heimsækja Bláa lónið og fara frekar í eina af sundlaugum landsins. Vísir Rick Steves ferðabókahöfundur ráðleggur ferðamönnum að sleppa því alfarið að fara í Bláa Lónið ef markmiðið er að eyða litlu á ferðalagi sínu hér á landi. Þetta kemur fram í grein sem hann birti á heimasíðu sinni en Steves er höfundur bókarinnar Rick Steves Iceland sem kemur út í mars á næsta ári. Í greininni gefur hann ferðamönnum 10 ráð til þess að spara á Íslandi, sem hann lýsir sem einum vinsælasta en dýrasta áfangastað Evrópu. Steves mælir með því að fólk fari frekar í sundlaugar landsins heldur en Bláa lónið og bendir á að þannig sé hægt að spara háar fjárhæðir. Hann hvetur fólk líka til þess að kaupa sér afsláttarkort ef það ætlar í margar laugar á ferð sinni um Ísland. Þess má geta að hægt er að bóka aðgang að Bláa Lóninu fyrir 6.100 til 53.000 krónur, en verðið fer eftir tímasetningu heimsóknarinnar og því sem er innifalið. Oftast þarf að bóka heimsóknina með nokkurra daga fyrirvara. Á lista Steves er einnig mælt með því að íhuga að leigja bílaleigubíl og íbúð í gegnum Airbnb. Hann hvetur fólk til þess að leigja herbergi sem deilir baðherbergi með öðrum, því þau séu mun ódýrari en herbergi með einkabaðherbergi á gistiheimilum. Þegar kemur að mat þá mælir Steves með því að ferðamenn borði stóra máltíð í hádeginu því það sé á hagstæðara verði. Á kvöldin væri þá sniðugt að kaupa ódýran skyndibita og nefnir hann þar pitsustaði, pylsuvagna og veitingastað IKEA. Steves hvetur fólk til þess að versla áfengi í fríhöfninni í Leifstöð og í Vínbúðinni. Ef drekka eigi á veitingastað eða bar sé sniðugt að fylgjast með því hvenær sé hægt að fá drykki á „Happy hour“ tilboðum. Einnig bendir hann fólki að vera mjög meðvitað um það hvað sé innifalið á veitingastöðum eins og vatn, kaffi og fleira. Tekur þar fram sérstaklega að ekki sé gerð krafa um þjórfé. Ferðamönnum er ráðlagt að vanda valið þegar kemur að heimsóknum á söfn og útsýnisferðum enda sé verðmiðinn oft mjög hár. „Þegar þú ákveður að eyða, veldu upplifun sem þú munt aldrei gleyma.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Rick Steves ferðabókahöfundur ráðleggur ferðamönnum að sleppa því alfarið að fara í Bláa Lónið ef markmiðið er að eyða litlu á ferðalagi sínu hér á landi. Þetta kemur fram í grein sem hann birti á heimasíðu sinni en Steves er höfundur bókarinnar Rick Steves Iceland sem kemur út í mars á næsta ári. Í greininni gefur hann ferðamönnum 10 ráð til þess að spara á Íslandi, sem hann lýsir sem einum vinsælasta en dýrasta áfangastað Evrópu. Steves mælir með því að fólk fari frekar í sundlaugar landsins heldur en Bláa lónið og bendir á að þannig sé hægt að spara háar fjárhæðir. Hann hvetur fólk líka til þess að kaupa sér afsláttarkort ef það ætlar í margar laugar á ferð sinni um Ísland. Þess má geta að hægt er að bóka aðgang að Bláa Lóninu fyrir 6.100 til 53.000 krónur, en verðið fer eftir tímasetningu heimsóknarinnar og því sem er innifalið. Oftast þarf að bóka heimsóknina með nokkurra daga fyrirvara. Á lista Steves er einnig mælt með því að íhuga að leigja bílaleigubíl og íbúð í gegnum Airbnb. Hann hvetur fólk til þess að leigja herbergi sem deilir baðherbergi með öðrum, því þau séu mun ódýrari en herbergi með einkabaðherbergi á gistiheimilum. Þegar kemur að mat þá mælir Steves með því að ferðamenn borði stóra máltíð í hádeginu því það sé á hagstæðara verði. Á kvöldin væri þá sniðugt að kaupa ódýran skyndibita og nefnir hann þar pitsustaði, pylsuvagna og veitingastað IKEA. Steves hvetur fólk til þess að versla áfengi í fríhöfninni í Leifstöð og í Vínbúðinni. Ef drekka eigi á veitingastað eða bar sé sniðugt að fylgjast með því hvenær sé hægt að fá drykki á „Happy hour“ tilboðum. Einnig bendir hann fólki að vera mjög meðvitað um það hvað sé innifalið á veitingastöðum eins og vatn, kaffi og fleira. Tekur þar fram sérstaklega að ekki sé gerð krafa um þjórfé. Ferðamönnum er ráðlagt að vanda valið þegar kemur að heimsóknum á söfn og útsýnisferðum enda sé verðmiðinn oft mjög hár. „Þegar þú ákveður að eyða, veldu upplifun sem þú munt aldrei gleyma.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira