Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 09:00 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Hamborg í Þýskalandi í júlí síðastliðnum. vísir/getty Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. Þá ætla Trump og Abe að þrýsta enn meira á Norður-Kóreu að láta af eldflaugatilraunum sínum en japanski forsætisráðherrann segir að eldflaugaskotið nú sé „fordæmalaus og alvarleg ógn“ við öryggi Japans. Embættismenn í Suður-Kóreu segja að eldflauginni hafi verið skotið lengra en nokkurri annarri sem Norður-Kóreumenn hafa gert tilraunir með undanfarið. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hótaði að skjóta á eyjuna Guam í Kyrrahafi en eyjan er bandarískt yfirráðasvæði.Grefur undan friði og öryggi Abe greindi blaðamönnum í Tókýó frá símtali sem hann átti við Trump eftir eldflaugaskotið í gær. Sagði hann að Bandaríkjaforseti hefði tjáð honum að Bandaríkin stæðu heilshugar með Japönum. „Það er svívirðilegt að skjóta eldflaug yfir landið okkar og þetta er fordæmalaus og alvarleg ógn sem auk þess grefur undan friði og öryggi hér í þessum heimshluta,“ sagði Abe við blaðamenn í gær og bætti við að ríkisstjórnin hefði komið mótmælum sínum vegna eldflaugaskotsins á framfæri við yfirvöld í Pyongyang. Eldflaugin, sem talið er að sé af gerðinni Hwasong-12, flaug yfir Hokkaido og lenti í Kyrrahafinu um 1180 kílómetra austur af norðureyju Japans. Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. Þá ætla Trump og Abe að þrýsta enn meira á Norður-Kóreu að láta af eldflaugatilraunum sínum en japanski forsætisráðherrann segir að eldflaugaskotið nú sé „fordæmalaus og alvarleg ógn“ við öryggi Japans. Embættismenn í Suður-Kóreu segja að eldflauginni hafi verið skotið lengra en nokkurri annarri sem Norður-Kóreumenn hafa gert tilraunir með undanfarið. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hótaði að skjóta á eyjuna Guam í Kyrrahafi en eyjan er bandarískt yfirráðasvæði.Grefur undan friði og öryggi Abe greindi blaðamönnum í Tókýó frá símtali sem hann átti við Trump eftir eldflaugaskotið í gær. Sagði hann að Bandaríkjaforseti hefði tjáð honum að Bandaríkin stæðu heilshugar með Japönum. „Það er svívirðilegt að skjóta eldflaug yfir landið okkar og þetta er fordæmalaus og alvarleg ógn sem auk þess grefur undan friði og öryggi hér í þessum heimshluta,“ sagði Abe við blaðamenn í gær og bætti við að ríkisstjórnin hefði komið mótmælum sínum vegna eldflaugaskotsins á framfæri við yfirvöld í Pyongyang. Eldflaugin, sem talið er að sé af gerðinni Hwasong-12, flaug yfir Hokkaido og lenti í Kyrrahafinu um 1180 kílómetra austur af norðureyju Japans. Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir norðurhluta Japan. 28. ágúst 2017 23:30