Innlent

Fyndnasta kvikmyndahátíð landsins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stillur úr myndum sem verða sýndar á Gamanmhyndahátíð Flateyrar í ár.
Stillur úr myndum sem verða sýndar á Gamanmhyndahátíð Flateyrar í ár.
Gamanmyndahátíð Flateyrar sem fer fram um næstu helgi, dagana 31.ágúst til 3.september. Á hátíðinni sem fer fram á Flateyri verður lögð áhersla á íslenskar gamanmyndir. Hátíðin fer að mestu fram í gömlum bræðslutanki sem stendur á Flateyri.

Á hátíðinni verður lögð áhersla á íslenskar gamanmyndir. Meðal leikstjóra mynda í ár má nefna Jón Gnarr, Grím Hákonarson, Benedikt Erlingsson og fleiri. Verða sýndar alls 23 íslenskar gamanmyndir, þar af eru sjö frumsýningar.

Heiðurssýningin í ár er Nýtt Líf, ein ástsælasta íslenska gamanmynd fyrr og síðar. Þráinn Bertelsson leikstjóri myndarinnar verður viðstaddur sýninguna og ræðir við gesti. Á meðal annarra viðburða verður fyrirlestrargjörningurinn Snitsel með þeim Mugison og Janusi Braga.

Kvikmyndahátíðin fer fram í gömlum bræðslutanki sem er sennilega eina hringlaga kvikmyndahús landsins.Gamanmyndahátíð Flateyrar
Á hátíðinni verða veitt áhorfendaverðlaun en heimildarmyndin Landsliðið eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut þau á síðustu hátíð. Hátíðin endar á veglegu lokahófi og sveitaballi.

Dagskrá helgarinnar má finna á Facebook síðu hátíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×