Allt að þrjátíu þúsund gætu þurft að hafast við í neyðarskýlum og það versta virðist ekki yfirstaðið.
Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna og eru heilu hverfin á floti.
Ástandið í Houston er skelfilegt og hefur eitt myndband vakið gríðarlega mikla athygli en þar má sjá mann veiða fisk inni í stofunni hjá sér.
Það var Viviana Saldana sem tók myndbandið upp af eiginmanni sínum og sýnir það við hvaða aðstæður fólk þarf að lifa við eftir hitabeltisstorminn Harvey.