Nágranni óttast kínverskan áhuga Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 08:19 Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Kínverjar hefðu augastað á jörðinni og væru reiðubúnir að greiða 1.2 milljarða fyrir kaupin. Jörð Neðri-dals er 1.200 hektarar að stærð og er sú næsta við Geysissvæðið í Haukadal. Snæbjörn sagði það sorglegt í samtali við Bítið í morgun hvernig umræðan um kaup kínverskra auðmanna virðist vera að skjóta upp kollinum aftur - og það að hún skuli vera koma fólki á óvart. Þó svo að hann sé almennt á móti kaupum útlendinga á íslenskum jörðum segir hann stöðuna sérstaklega varhugaverða þegar Kínverjar eiga í hlut. „Við þurfum nú ekki annað en að átta okkur á því hveru stórt samfélagið er þarna úti,“ segir Snæbjörn og nefnir í því samhengi að Kínverjar séu nú rúmlega einn og hálfur milljarður talsins.Sjá einnig: Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Upphæðirnar sem þeir geti boðið, í krafti tengsla sinna við þarlend stjórnvöld, séu stjarnfræðilegar og því mjög erfitt fyrir „venjulegt fólk“ að keppa við tilboð frá kínverskum auðmönnum. Þó svo að Snæbjörn óttist ekkert sérstaklega hvað nýir eigendur kunna að gera við jörðina segir hann landsvæði og vatnsupptaka sé sífellt að verða verðmætari. Á jörð Neðri-dals má til að mynda finna nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni sem og kaldavatnslind og á með silungi og laxi. Því vilji hann ekki gera komandi kynslóðir að leiguliðum Kínverja hér á landi. Hann vill grípa til aðgerða. „Við verðum að fara að verja það að Íslendingar geti unnið á landinu sínu,“ segir Snæbjörn. „Ef við viljum endurnýja ábúð á jörðum þarna þá verðum við að gera eitthvað.“ Spjall hans við Bítið má heyra hér að ofan. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum.Fréttablaðið greindi frá því í gær að Kínverjar hefðu augastað á jörðinni og væru reiðubúnir að greiða 1.2 milljarða fyrir kaupin. Jörð Neðri-dals er 1.200 hektarar að stærð og er sú næsta við Geysissvæðið í Haukadal. Snæbjörn sagði það sorglegt í samtali við Bítið í morgun hvernig umræðan um kaup kínverskra auðmanna virðist vera að skjóta upp kollinum aftur - og það að hún skuli vera koma fólki á óvart. Þó svo að hann sé almennt á móti kaupum útlendinga á íslenskum jörðum segir hann stöðuna sérstaklega varhugaverða þegar Kínverjar eiga í hlut. „Við þurfum nú ekki annað en að átta okkur á því hveru stórt samfélagið er þarna úti,“ segir Snæbjörn og nefnir í því samhengi að Kínverjar séu nú rúmlega einn og hálfur milljarður talsins.Sjá einnig: Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Upphæðirnar sem þeir geti boðið, í krafti tengsla sinna við þarlend stjórnvöld, séu stjarnfræðilegar og því mjög erfitt fyrir „venjulegt fólk“ að keppa við tilboð frá kínverskum auðmönnum. Þó svo að Snæbjörn óttist ekkert sérstaklega hvað nýir eigendur kunna að gera við jörðina segir hann landsvæði og vatnsupptaka sé sífellt að verða verðmætari. Á jörð Neðri-dals má til að mynda finna nokkurt magn af nýtanlegu heitu vatni sem og kaldavatnslind og á með silungi og laxi. Því vilji hann ekki gera komandi kynslóðir að leiguliðum Kínverja hér á landi. Hann vill grípa til aðgerða. „Við verðum að fara að verja það að Íslendingar geti unnið á landinu sínu,“ segir Snæbjörn. „Ef við viljum endurnýja ábúð á jörðum þarna þá verðum við að gera eitthvað.“ Spjall hans við Bítið má heyra hér að ofan.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira