„Eðlilegt að kona borgi hálfa milljón fyrir Big Mac“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 12:30 Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni. Í ár hefur gengið öllu betur; fjárhagurinn er kominn í betra lag og Kristianstad situr í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Elísabet þykir hafa náð mjög góðum árangri með Kristianstad, svo góðum að hún er tilnefnd sem þjálfari ársins. „Það hefur breyst ótrúlega mikið á einu og hálfu ári. Fyrir nákvæmlega ári síðan redduðum við okkur frá falli á síðustu sekúndu og björguðum fjárhagnum,“ sagði Elísabet í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. Kristianstad er sem áður sagði í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigri í lokaumferðinni getur liðið komist upp í 5. sætið. Elísabet segir að það hafi gengið framar vonum í ár. „Jú, við áttum möguleika á 3. sætinu fyrir síðustu umferð. Það var svekkjandi að gera jafntefli við Hammarby. Þetta er langt fyrir ofan allar væntingar sem voru gerðar til okkar. Markmiðið var að vera um miðja deild og við erum alveg á pari þar,“ sagði Elísabet sem skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Kristianstad.Elísabet náði frábærum árangri með Val á sínum tíma.vísir/stefánHún hefur verið lengi hjá félaginu og hlakkar til komandi tíma. „Það hefur verið gaman að ganga í gegnum ýmsa hluti með félaginu og allt það. Við erum að fara á nýjan völl. Næsta ár verður mitt tíunda og þá verður félagið 20 ára,“ sagði Elísabet. Mikla athygli vakti þegar engin sænsk sjónvarpsstöð vildi sýna leik Rosengård í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Elísabet segir að kvennaboltinn búi við annan veruleika en karlaboltinn. „Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet. „Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira