Boðskapur Keith Urban skýr á CMA-verðlaunahátíðinni Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2017 13:46 Keith Urban á sviði í gær. Vísir/AFP Boðskapur ástralska kántrísöngvarans Keith Urban var skýr þegar hann flutti nýtt lag sitt á CMA-verðlaunahátíðinni (Country Music Association Awards) í Nashville í gærkvöldi. Flutningur Urban á nýju lagi sínu, Female, var mest í umræðunni eftir verðlaunahátíðina, en lagið samdi hann fyrir um þremur vikum og var þetta fyrsti opinberi flutningur hans á langinu. Urban segist hafa sótt innblástur í hneykslismálin sem skekið hafa skemmtanaiðnaðinn síðustu vikurnar. Fjöldi kvenna og karla hafa þar sakað valdamikla menn innan geirans – Harvey Weinstein, Kevin Spacey, Dustin Hoffman þeirra á meðal – um nauðgun og kynferðislega áreitni. What a powerful performance! We just love @KeithUrban's new song #Female. #CMAawards pic.twitter.com/Ek1LG8M2gI— CMA Country Music (@CountryMusic) November 9, 2017 Urban segir í samtali við Billboard að hann hafi hljóðritað Female þann 31. október síðastliðinn. „Sem eiginmaður og faðir tveggja stúlkna, þá snertir þetta mál mig mjög mikið. Einnig sem sonur – móðir mín er enn á lífi,“ segir Urban sem giftur er leikkonunni Nicole Kidman. Kidman á einnig að hafa verið með í bakröddum við upptökur, en hún var þó ekki viðstödd verðlaunahátíðina í gær. Eitt erindi lagsins hljómar á þessa leið: „When somebody laughs and implies that she asked for it / Just cause she was wearing a skirt/ Now is that how it works?/ When somebody talks about how it was Adam first/ Does that make you second best?/ Or did he save the best for last? Hlusta má á lagið í heild sinni að neðan. MeToo Tónlist Hollywood Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Boðskapur ástralska kántrísöngvarans Keith Urban var skýr þegar hann flutti nýtt lag sitt á CMA-verðlaunahátíðinni (Country Music Association Awards) í Nashville í gærkvöldi. Flutningur Urban á nýju lagi sínu, Female, var mest í umræðunni eftir verðlaunahátíðina, en lagið samdi hann fyrir um þremur vikum og var þetta fyrsti opinberi flutningur hans á langinu. Urban segist hafa sótt innblástur í hneykslismálin sem skekið hafa skemmtanaiðnaðinn síðustu vikurnar. Fjöldi kvenna og karla hafa þar sakað valdamikla menn innan geirans – Harvey Weinstein, Kevin Spacey, Dustin Hoffman þeirra á meðal – um nauðgun og kynferðislega áreitni. What a powerful performance! We just love @KeithUrban's new song #Female. #CMAawards pic.twitter.com/Ek1LG8M2gI— CMA Country Music (@CountryMusic) November 9, 2017 Urban segir í samtali við Billboard að hann hafi hljóðritað Female þann 31. október síðastliðinn. „Sem eiginmaður og faðir tveggja stúlkna, þá snertir þetta mál mig mjög mikið. Einnig sem sonur – móðir mín er enn á lífi,“ segir Urban sem giftur er leikkonunni Nicole Kidman. Kidman á einnig að hafa verið með í bakröddum við upptökur, en hún var þó ekki viðstödd verðlaunahátíðina í gær. Eitt erindi lagsins hljómar á þessa leið: „When somebody laughs and implies that she asked for it / Just cause she was wearing a skirt/ Now is that how it works?/ When somebody talks about how it was Adam first/ Does that make you second best?/ Or did he save the best for last? Hlusta má á lagið í heild sinni að neðan.
MeToo Tónlist Hollywood Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira