Erlent

Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir hafa látið lífið í átökum í Jemen frá 2015.
Þúsundir hafa látið lífið í átökum í Jemen frá 2015. Vísir/AFP
Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum.

Þetta segir yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mark Lowcock, sem hvetur Sáda til að bregðast við hið snarasta en þeir lokuðu öllum aðkomuleiðum inn í landið á mánudag eftir að uppreisnarmenn í Jemen höfðu reynt að skjóta eldflaug á Riyadh, höfuðborg landsins.

Sádar segja herkvínna nauðsynlega til að stöðva vopnasendingar Írana til Jemen, en mannúðarsamtök segja að ástandið í Jemen á meðal almennings sé svo slæmt fyrir að lítið megi útaf bregða til að hungursneyð skelli á fljótt.

Íranir hafna því að þeir séu að vopna uppreisnarmenn sem hafa barist við bandalagsríki, undir stjórn Sáda, frá árinu 2015. Þúsundir hafa látið lífið í átökum í Jemen frá 2015.


Tengdar fréttir

Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba

Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×