Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. Vísir/Pjetur Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum en ekki þess að jarðhitavatn streymi í ána úr Bárðarbungu. Þetta segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Ármann reiknar með því að reynt verði að fljúga yfir svæðið í dag. Þá segir hann einnig eðlilegt að sýnum verði safnað úr ám á svæðinu til að ganga úr skugga um hvaðan jarðhitavatnið kemur. „Eins og stendur gefa gervihnattarmyndirnar til kynna að vatnið komi úr Kverkfjöllum og ef svo er er þetta bara hefðbundin vatnslosun úr þessu svokallaða Gengissigi,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingurLeiði mælingar og skoðun úr lofti í ljós að jarðhitavatnið komi úr Gengissiginu segir Ármann að menn muni róast í bili. „Ef það er að koma úr Bárðarbungu vitum við ekki framhaldið. Skjálftarnir sem eru búnir að vera frá því hún lauk sér af úti á sandi benda til þess að hún sé ekki búin að klára sig. Það er mjög ólíklegt annað en að hún komi með annað gos,“ segir Ármann. Þá segir eldfjallafræðingurinn enn fremur að allur viðbúnaður sé í gangi. „Svæðið er vaktað mjög vel. Menn munu setja sig í meiri viðbragðsstöðu ef þetta reynist vera úr Bárðarbungu, en þetta er mjög líklega úr Kverkfjöllum. Breytingar á yfirborði jökuls segir Ármann að þurfi ekki endilega að sjást strax þar sem ekki er um stórhlaup að ræða. „Vatnsmagnið er ekki að aukast neitt svakalega í ánni en ef við erum að mæla aukna leiðni gæti þetta verið fyrirboði þess að það komi einhversstaðar hlaup. Þá þurfum við samt að vita hvaðan vatnið kemur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum en ekki þess að jarðhitavatn streymi í ána úr Bárðarbungu. Þetta segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Ármann reiknar með því að reynt verði að fljúga yfir svæðið í dag. Þá segir hann einnig eðlilegt að sýnum verði safnað úr ám á svæðinu til að ganga úr skugga um hvaðan jarðhitavatnið kemur. „Eins og stendur gefa gervihnattarmyndirnar til kynna að vatnið komi úr Kverkfjöllum og ef svo er er þetta bara hefðbundin vatnslosun úr þessu svokallaða Gengissigi,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingurLeiði mælingar og skoðun úr lofti í ljós að jarðhitavatnið komi úr Gengissiginu segir Ármann að menn muni róast í bili. „Ef það er að koma úr Bárðarbungu vitum við ekki framhaldið. Skjálftarnir sem eru búnir að vera frá því hún lauk sér af úti á sandi benda til þess að hún sé ekki búin að klára sig. Það er mjög ólíklegt annað en að hún komi með annað gos,“ segir Ármann. Þá segir eldfjallafræðingurinn enn fremur að allur viðbúnaður sé í gangi. „Svæðið er vaktað mjög vel. Menn munu setja sig í meiri viðbragðsstöðu ef þetta reynist vera úr Bárðarbungu, en þetta er mjög líklega úr Kverkfjöllum. Breytingar á yfirborði jökuls segir Ármann að þurfi ekki endilega að sjást strax þar sem ekki er um stórhlaup að ræða. „Vatnsmagnið er ekki að aukast neitt svakalega í ánni en ef við erum að mæla aukna leiðni gæti þetta verið fyrirboði þess að það komi einhversstaðar hlaup. Þá þurfum við samt að vita hvaðan vatnið kemur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira