Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2017 23:00 "Talað hefur verið fjálglega um að ekki sé hægt að koma á kerfi þar sem menn losna aldrei undan refsingu samfélagsins, fái aldrei tækifæri á nýjan leik. Þetta hefur verið prinsipp, menn hafa ríghaldið í þessa afstöðu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu um afstöðu Alþingismanna til eftirlits með hættulegum kynferðisbrotamönnum. Vísir/Valli Karlmaður á sextugsaldri, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað tveimur dætrum sínum, fékk tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir að hafa misnotað elstu dóttur sína, þá fimm til sex ára gamla, tíu til fimmtán sinnum árið 1988 og 1989. Maðurinn var þá nýskilinn en braut á dóttur sinni þegar hún dvaldi hjá honum, sem var reglulega. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir heimildir til eftirlits þegar komi að hættulegasta hópi kynferðisbrotamanna engar. Það prinsipp ríki á Alþingi að menn eigi að geta afplánað sinn dóm en ekki verið refsað til frambúðar. Bragi segir önnur ríki í auknum mæli gera undantekningu á þessari meginreglu, með eftirliti með hættulegum kynferðisbrotamönnum, til þess að vernda börnin.Dæturnar voru allar á mörkum leikskóla- og grunnskólaaldurs þegar brotin áttu sér stað.Vísir/GettyAllar dæturnar á svipuðum aldri við brot Í fyrra hóf lögregla rannsókn á meintu kynferðisbroti mannsins gagnvart næstelstu dóttur hans. Brotin eiga að hafa átt sér stað þegar hún var á bilinu fimm til sex ára. Rannsókn málsins lauk í sumar og barst embætti héraðssaksóknara í ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara er málið í meðferð hjá embættinu en ekki liggur fyrir ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu.Í gær var maðurinn úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart yngstu dótturinni. Félagsmálastjóri í sveitarfélagi á Suðurlandi tilkynnti manninn til lögreglu. Hann lægi undir grun um að hafa brotið á yngstu dótturinni, fyrir nokkrum árum, þegar hún var á aldrinum fimm til sex ára. Maðurinn hefur því hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn einni dótturinni og er grunaður um að hafa nauðgað tveimur til viðbótar. Allar voru á aldursbilinu fimm til sjö ára þegar brot og meint brot áttu sér stað.Faðirinn verður í gæsluvarðhaldi næstu þrjár vikurnar.Vísir/EyþórBraut 10 til 15 sinnum á yngstu dótturinni Elsta málið kom upp í lok árs árið 1989 þegar grunsemdir fóru að vakna um athæfi mannsins. Var hann kærður í júlí 1990 og féll dómur í desember 1991.Í umfjöllun DV um málið á sínum tíma kom fram að maðurinn játaði að hafa í tíu til fimmtán skipti brotið á dóttur sinni. Maðurinn var nýskilinn en hafði dóttur sína hjá sér reglulega. Sváfu þau í sama rúmi þar sem hann braut á henni. Ekki var þó um beint samræði að ræða og engir áverkar fundust á barninu. Maðurinn sagðist hafa orðið var við það, þegar hann var að vakna, að hann notaði dóttur sína í kynferðislegum tilgangi. Sannað var að honum hefði í tvö skipti orðið sáðfall við atlotin. „Ákærði hefur sagt að hann hafi snemma gert sér óljóst grein fyrir háttsemi sinni en ekki gert nægilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir það. Samkvæmt framburði ákærða og öðrum gögnum málsins telst sannað að ákærði hefur gerst sekur um háttsemi sem varðar refsingu,“ segir í dómnum. Dóttirin hafði ekki umgengist föður sinn misserin áður en dómur féll. Var hæfileg refsing í sakadómi Austur-Skaftafellssýslu metin tíu mánaða fangelsisvist.Spánverjinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/PjeturSjaldséð varðhald á grundvelli almannahagsmuna Athygli vekur að farið er fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna. Algengt er að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir grunuðum kynferðisbrotamönnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna á fyrstu stigum rannsókna. Til dæmis af ótta við að sönnunargögnum verði fargað eða reynt að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Hinn grunaði sat í gæsluvarðhaldi á síðasta ári á fyrstu stigum rannsóknar málsins sem nú er á borði héraðssaksóknara. Varðhaldið var á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Varðhald á grundvelli almannahagsmuna eru öllu óalgengari en koma þó upp, sérstaklega þegar um ítrekuð brot er að ræða. Þannig var Spánverji nokkur úrskurðaður í gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna fyrr á árinu grunaður um brot gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í sumar.Úr Barnahúsi þar sem dóttirin er skrifaður.vísir/valliSterkur rökstuddur grunur Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum yfir föðurnum kemur fram að sterkur rökstuddur grunur sé kominn fram að maðurinn hafi framið brot gagnvart systrunum. Framburður þeirra sé trúverðugur og ekkert athugavert við frásögn þeirra. Framburður föður í máli yngstu systurinnar styðji frásögn hennar. Þá sé ósamræmi í frásögn föður í máli eldri systurinnar en hann hafi meðal annars haft samband við eldri systurina og beðið hana að segja yngri systur sinni ekki frá. „Sé kærði því í tveimur aðskildum málum undir sterkum rökstuddum grun um að hafa nauðgað tveimur dætrum sínum ítrekað þegar þær hafi verið barnungar. Auk þess liggi fyrir dómur frá árinu 1991 þar sem kærði hafi verið sakfelldur fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni þegar hún hafi verið fimm til sex ára. Sé um að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi.“ Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á. Þar sem faðirinn sætir gæsluvarðhaldi er rannsókn á málinu í forgangi hjá lögreglunni á Suðurlandi. Teljist bæði brotin líkleg til að leiða til sakfellingar, og ákæra verður gefin út, má gera ráð fyrir því að málin verði flutt saman fyrir dómstólum.Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður BarnaverndastofuSkortur á heimildum til eftirlits Mál föðurins vekur upp spurningar er varðar umgengni föður, sem dæmdur hefur verið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gagnvart barni sínu, við önnur börn sín. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir mál sem þessi þyngri en tárum taki. Hann segist ekki þekkja til þessa tiltekna máls en kominn sé tími til að auka heimildir er varðar eftirlit með kynferðisbrotamönnum sem líklegir eru til að brjóta aftur af sér. „Þeir sem brjóta af sér gagnvart börnum eru ekki einsleitur hópur. Brotin eru misjöfn, að eðli og alvarleika,“ segir Bragi. Þó sé ákveðinn hópur kynferðisbrotamanna sem hafi ákveðin einkenni er gefi til kynna að viðkomandi séu líklegir til að endurtaka brot sín. „Við höfum lagt til í áraraðir að koma upp eftirlitskerfi svo hægt sé að hafa auga með þessum mönnum,“ segir Bragi. Eftirlit með þeim og þjónusta, sem sumir þeirra þiggja með þökkum. „Í dag er það þannig að þegar slíkir menn hafa afplánað þá eru þeim hreinlega allar götur færar.“ Það komi kannski ekki að sök í langflestum tilfellum, kynferðisbrotamenn séu almennt séð ekkert líklegri til að endurtaka brot sín. Öðru máli gegni þó um hóp þeirra sem brjóta gegn börnum, hafi kynhvöt sem beinist að börnum.Hafa engar upplýsingar eftir afplánun Bragi segir að miðað við upplýsingarnar sem liggi fyrir í þessu máli og mjög ungan aldur þolenda, bendi allt til þess að viðkomandi einstaklingur sé hættulegur. Það sé auðvitað sagt með þeim fyrirvara að málið sé enn til rannsóknar og menn saklausir uns sekt er sönnuð. Frá árinu 2002 hafi Barnaverndarstofa fengið upplýsingar frá ríkissaksóknara varðandi dóma í kynferðisbrotamálum þegar þeir falla. En stofan geti voðalega lítið gert. Ekki séu heimildir til að framkvæma áhættumat, engar upplýsingar um hvenær brotamenn ljúki afplánun, hvar þeir hafi búsetu eða leið til að nálgast þá með neinum hætti. Barnaverndarstofa hefur að sögn Braga óskað eftir því á Alþingi, lagt fram frumvarp, er snúi að auknum heimildum til eftirlits. Þar komi Barnaverndarstofa að luktum dyrum. „Þar hefur sú stefna verið ríkjandi að við séum með réttarkerfi sem byggi á því að menn taki út sína refsingu og séu þannig kvitt. Talað hefur verið fjálglega um að ekki sé hægt að koma á kerfi þar sem menn losna aldrei undan refsingu samfélagsins, fái aldrei tækifæri á nýjan leik. Þetta hefur verið prinsipp, menn hafa ríghaldið í þessa afstöðu.“Geta ekki brugðist við fyrr en eftir framburð barnsins Bragi segir að sífellt fleiri ríki séu farin að víkja frá meginreglunni, þ.e. að gera þurfi undantekningu til að vernda börn, hafa þeirra hagsmuni í fyrirrúmi. Lögregla notist við undanþágur við rannsókn mála er snúi að börnum og með sama hætti ætti að vera hægt að víkja frá meginreglunni þegar refsingar eru annars vegar. „Ef við viljum ná betri árangri þurfum við að breyta lögunum, tryggja að við getum komið á almennilegu eftirlitskerfi með dæmdum kynferðisbrotamönnum. Ég legg áherslu á að ég vil ekki sjá einhvers konar amerískt kerfi með nafnbirtingu brotamanna,“ segir Bragi sem horfir frekar til nágrannaríkjanna. Að lögregla og barnavernd annist eftirlit með þessum hættulegasta hópi kynferðisbrotamanna. Þá segir hann barnaverndarkerfið almennt ekki geta brugðist við málum fyrr en fyrir liggi frásögn frá barninu, þolandanum í málinu. Í þessu tiltekna máli er verið að taka skýrslu af þolanda í Barnahúsi, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, og barnavernd getur ekki komið að málinu fyrr en að því loknu. Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað tveimur dætrum sínum, fékk tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir að hafa misnotað elstu dóttur sína, þá fimm til sex ára gamla, tíu til fimmtán sinnum árið 1988 og 1989. Maðurinn var þá nýskilinn en braut á dóttur sinni þegar hún dvaldi hjá honum, sem var reglulega. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir heimildir til eftirlits þegar komi að hættulegasta hópi kynferðisbrotamanna engar. Það prinsipp ríki á Alþingi að menn eigi að geta afplánað sinn dóm en ekki verið refsað til frambúðar. Bragi segir önnur ríki í auknum mæli gera undantekningu á þessari meginreglu, með eftirliti með hættulegum kynferðisbrotamönnum, til þess að vernda börnin.Dæturnar voru allar á mörkum leikskóla- og grunnskólaaldurs þegar brotin áttu sér stað.Vísir/GettyAllar dæturnar á svipuðum aldri við brot Í fyrra hóf lögregla rannsókn á meintu kynferðisbroti mannsins gagnvart næstelstu dóttur hans. Brotin eiga að hafa átt sér stað þegar hún var á bilinu fimm til sex ára. Rannsókn málsins lauk í sumar og barst embætti héraðssaksóknara í ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara er málið í meðferð hjá embættinu en ekki liggur fyrir ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu.Í gær var maðurinn úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart yngstu dótturinni. Félagsmálastjóri í sveitarfélagi á Suðurlandi tilkynnti manninn til lögreglu. Hann lægi undir grun um að hafa brotið á yngstu dótturinni, fyrir nokkrum árum, þegar hún var á aldrinum fimm til sex ára. Maðurinn hefur því hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn einni dótturinni og er grunaður um að hafa nauðgað tveimur til viðbótar. Allar voru á aldursbilinu fimm til sjö ára þegar brot og meint brot áttu sér stað.Faðirinn verður í gæsluvarðhaldi næstu þrjár vikurnar.Vísir/EyþórBraut 10 til 15 sinnum á yngstu dótturinni Elsta málið kom upp í lok árs árið 1989 þegar grunsemdir fóru að vakna um athæfi mannsins. Var hann kærður í júlí 1990 og féll dómur í desember 1991.Í umfjöllun DV um málið á sínum tíma kom fram að maðurinn játaði að hafa í tíu til fimmtán skipti brotið á dóttur sinni. Maðurinn var nýskilinn en hafði dóttur sína hjá sér reglulega. Sváfu þau í sama rúmi þar sem hann braut á henni. Ekki var þó um beint samræði að ræða og engir áverkar fundust á barninu. Maðurinn sagðist hafa orðið var við það, þegar hann var að vakna, að hann notaði dóttur sína í kynferðislegum tilgangi. Sannað var að honum hefði í tvö skipti orðið sáðfall við atlotin. „Ákærði hefur sagt að hann hafi snemma gert sér óljóst grein fyrir háttsemi sinni en ekki gert nægilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir það. Samkvæmt framburði ákærða og öðrum gögnum málsins telst sannað að ákærði hefur gerst sekur um háttsemi sem varðar refsingu,“ segir í dómnum. Dóttirin hafði ekki umgengist föður sinn misserin áður en dómur féll. Var hæfileg refsing í sakadómi Austur-Skaftafellssýslu metin tíu mánaða fangelsisvist.Spánverjinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/PjeturSjaldséð varðhald á grundvelli almannahagsmuna Athygli vekur að farið er fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli almannahagsmuna. Algengt er að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir grunuðum kynferðisbrotamönnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna á fyrstu stigum rannsókna. Til dæmis af ótta við að sönnunargögnum verði fargað eða reynt að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Hinn grunaði sat í gæsluvarðhaldi á síðasta ári á fyrstu stigum rannsóknar málsins sem nú er á borði héraðssaksóknara. Varðhaldið var á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Varðhald á grundvelli almannahagsmuna eru öllu óalgengari en koma þó upp, sérstaklega þegar um ítrekuð brot er að ræða. Þannig var Spánverji nokkur úrskurðaður í gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna fyrr á árinu grunaður um brot gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í sumar.Úr Barnahúsi þar sem dóttirin er skrifaður.vísir/valliSterkur rökstuddur grunur Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum yfir föðurnum kemur fram að sterkur rökstuddur grunur sé kominn fram að maðurinn hafi framið brot gagnvart systrunum. Framburður þeirra sé trúverðugur og ekkert athugavert við frásögn þeirra. Framburður föður í máli yngstu systurinnar styðji frásögn hennar. Þá sé ósamræmi í frásögn föður í máli eldri systurinnar en hann hafi meðal annars haft samband við eldri systurina og beðið hana að segja yngri systur sinni ekki frá. „Sé kærði því í tveimur aðskildum málum undir sterkum rökstuddum grun um að hafa nauðgað tveimur dætrum sínum ítrekað þegar þær hafi verið barnungar. Auk þess liggi fyrir dómur frá árinu 1991 þar sem kærði hafi verið sakfelldur fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni þegar hún hafi verið fimm til sex ára. Sé um að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi.“ Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á. Þar sem faðirinn sætir gæsluvarðhaldi er rannsókn á málinu í forgangi hjá lögreglunni á Suðurlandi. Teljist bæði brotin líkleg til að leiða til sakfellingar, og ákæra verður gefin út, má gera ráð fyrir því að málin verði flutt saman fyrir dómstólum.Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður BarnaverndastofuSkortur á heimildum til eftirlits Mál föðurins vekur upp spurningar er varðar umgengni föður, sem dæmdur hefur verið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gagnvart barni sínu, við önnur börn sín. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir mál sem þessi þyngri en tárum taki. Hann segist ekki þekkja til þessa tiltekna máls en kominn sé tími til að auka heimildir er varðar eftirlit með kynferðisbrotamönnum sem líklegir eru til að brjóta aftur af sér. „Þeir sem brjóta af sér gagnvart börnum eru ekki einsleitur hópur. Brotin eru misjöfn, að eðli og alvarleika,“ segir Bragi. Þó sé ákveðinn hópur kynferðisbrotamanna sem hafi ákveðin einkenni er gefi til kynna að viðkomandi séu líklegir til að endurtaka brot sín. „Við höfum lagt til í áraraðir að koma upp eftirlitskerfi svo hægt sé að hafa auga með þessum mönnum,“ segir Bragi. Eftirlit með þeim og þjónusta, sem sumir þeirra þiggja með þökkum. „Í dag er það þannig að þegar slíkir menn hafa afplánað þá eru þeim hreinlega allar götur færar.“ Það komi kannski ekki að sök í langflestum tilfellum, kynferðisbrotamenn séu almennt séð ekkert líklegri til að endurtaka brot sín. Öðru máli gegni þó um hóp þeirra sem brjóta gegn börnum, hafi kynhvöt sem beinist að börnum.Hafa engar upplýsingar eftir afplánun Bragi segir að miðað við upplýsingarnar sem liggi fyrir í þessu máli og mjög ungan aldur þolenda, bendi allt til þess að viðkomandi einstaklingur sé hættulegur. Það sé auðvitað sagt með þeim fyrirvara að málið sé enn til rannsóknar og menn saklausir uns sekt er sönnuð. Frá árinu 2002 hafi Barnaverndarstofa fengið upplýsingar frá ríkissaksóknara varðandi dóma í kynferðisbrotamálum þegar þeir falla. En stofan geti voðalega lítið gert. Ekki séu heimildir til að framkvæma áhættumat, engar upplýsingar um hvenær brotamenn ljúki afplánun, hvar þeir hafi búsetu eða leið til að nálgast þá með neinum hætti. Barnaverndarstofa hefur að sögn Braga óskað eftir því á Alþingi, lagt fram frumvarp, er snúi að auknum heimildum til eftirlits. Þar komi Barnaverndarstofa að luktum dyrum. „Þar hefur sú stefna verið ríkjandi að við séum með réttarkerfi sem byggi á því að menn taki út sína refsingu og séu þannig kvitt. Talað hefur verið fjálglega um að ekki sé hægt að koma á kerfi þar sem menn losna aldrei undan refsingu samfélagsins, fái aldrei tækifæri á nýjan leik. Þetta hefur verið prinsipp, menn hafa ríghaldið í þessa afstöðu.“Geta ekki brugðist við fyrr en eftir framburð barnsins Bragi segir að sífellt fleiri ríki séu farin að víkja frá meginreglunni, þ.e. að gera þurfi undantekningu til að vernda börn, hafa þeirra hagsmuni í fyrirrúmi. Lögregla notist við undanþágur við rannsókn mála er snúi að börnum og með sama hætti ætti að vera hægt að víkja frá meginreglunni þegar refsingar eru annars vegar. „Ef við viljum ná betri árangri þurfum við að breyta lögunum, tryggja að við getum komið á almennilegu eftirlitskerfi með dæmdum kynferðisbrotamönnum. Ég legg áherslu á að ég vil ekki sjá einhvers konar amerískt kerfi með nafnbirtingu brotamanna,“ segir Bragi sem horfir frekar til nágrannaríkjanna. Að lögregla og barnavernd annist eftirlit með þessum hættulegasta hópi kynferðisbrotamanna. Þá segir hann barnaverndarkerfið almennt ekki geta brugðist við málum fyrr en fyrir liggi frásögn frá barninu, þolandanum í málinu. Í þessu tiltekna máli er verið að taka skýrslu af þolanda í Barnahúsi, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, og barnavernd getur ekki komið að málinu fyrr en að því loknu.
Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent