Örlög Íslands ráðast: Landsmenn ættu að halda með „litlu liðunum“ í umspilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Will Gregg, ein af stjörnum EM 2016 þrátt fyrir að hafa ekkert spilað, er ekki í leikmannahópi Norður-Íra sem stefna á að slá út Sviss í umspilinu. Vísir/AFP Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Úrslitin í umspilsleikjum um laus sæti á HM í fótbolta ráða því hvort Ísland verði í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla þann 1. desember. Átta Evrópuþjóðir berjast um fjögur laus sæti auk þess sem Nýja Sjáland og Perú berjast um sæti í lokakeppninni. Ljóst er að Ísland verður í 2. eða 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður. Styrkleikaflokkarnir eru fjórir og átta þjóðir í hverjum flokki, enda 32 lið í lokakeppninni. Staða landsliðanna á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í október, ræður því í hvaða flokk landsliðin raðast að frátöldum gestgjöfunum Rússum sem fá sæti í 1. styrkleikaflokki. Ísland situr í 21. sæti styrkleikalistans. Verði úrslitin í umspilinu næstu daga hagstæð gæti Ísland fengið sæti í 2. styrkleikaflokki. Kosturinn við hærri styrkleikaflokk er að dragast gegn „veikari“ liðum í riðli, m.v. stöðu þeirra á FIFA listanum. Aron Einar Gunnarsson og félagar fögnuðu sæti á HM eftir2-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í riðlakeppninni.Vísir/Ernir Ísland í baráttu um þrjú sæti 23 þjóðir hafa tryggt sæti sitt á HM en níu sæti eru laus. Að neðan má sjá umspilsleikina sem framundan eru en auk þessara fimm einvíga á eftir að ráðast hvaða fjórar Afríkuþjóðir tryggja síðustu sæti álfunnar. Afríkuþjóðirnar sem eiga möguleika eru þó mun neðar á FIFA listanum og hafa því ekki áhrif á röðun í styrkleikaflokkana. Leikirnir eru: Írland (26) vs Danmörk (19) Norður Írland (23) vs Sviss (11) Grikkland (47) vs Króatía (18) Svíþjóð (25) vs Ítalía (15) Nýja Sjáland (122) vs Perú (10) Af liðunum átta sem verða í 2. styrkleikaflokki hafa fimm tryggt sér sæti í styrkleikaflokknum. Spánn (8) England (12) Kólumbía (13) Mexíkó (16) Úrúgvæ (17) Tvö lið hafa tryggt sér sæti á HM og eigja von um sæti í 2. styrkleikaflokki. Ísland (21)Kostaríka (22)Ísland er sæti fyrir ofan Kostaríka svo okkar menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Kostaríkamönnum. Ísland má hins vegar ekki við því að þrjú lið fyrir ofan á FIFA listanum tryggi sér sæti á HM. Þá fellur Ísland niður í 3. styrkleikaflokk.Liðin í umspili sem geta komist í 2. styrkleikaflokk eru:Perú (10)Sviss (11)Ítalía (15)Króatía (18)Danmörk (19)Norður-Írland (23)Englendingar yrðu eflaust fegnir að sleppa við að mæta Íslandi í riðlakeppninni.Vísir/GettyFyrstu fimm liðin eru fyrir ofan Ísland á FIFA listanum. Tryggi þau sér sæti á HM færist Ísland neðar í goggunarröðinni.Af leikjunum fimm um helgina má „stóra liðið“, það sem er ofar en hitt á FIFA listanum, aðeins hafa betur í tveimur leikjum. „Litla liðið“ verður að hafa betur í þremur. Vinni t.d. Írar sigur á Dönum, Norður-Írar slá út Sviss og Grikkir klára Króatíu tryggja þrjú landslið sér sæti á HM sem eru fyrir neðan Ísland á FIFA listanum. Þá heldur Ísland stöðu sinni í 2. styrkleikaflokki.Verði Ísland í 2. styrkleikaflokki er ljóst að landsliðið mun ekki hafna með liðum í þeim styrkleikaflokki í riðli. Spánn, England, Kólumbía, Mexíkó og Úrúgvæ hafa tryggt sig í þann flokk eins og áður var komið að.Aðeins liggur fyrir þegar þetta er skrifað að Egyptaland og Íran verða í 3. styrkleikaflokki.Íslendingar ættu því, vilji þeir að að Ísland hafni í 2. styrkleikaflokki, að styðja Íra, Norður-Íra, Grikki, Svía og Nýja-Sjáland í verkefnum sínum næstu daga. Umspilið byrjar í kvöld en að neðan má sjá dagsetningar leikja. Leikir allra Evrópuþjóðanna eru í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2Fimmtudagur 9. nóvemberKróatía - Grikkland Norður-Írland - SvissFöstudagur 10. nóvemberSvíþjóð - ÍtalíaLaugardagur 11. nóvemberDanmörk - ÍrlandNýja-Sjáland - PerúSunnudagur 12. nóvemberSviss - Norður-ÍrlandGrikkland - KróatíaMánudagur 13. nóvemberÍtalía - SvíþjóðÞriðjudagur 14. nóvemberÍrland - DanmörkFimmtudagur 16. nóvemberPerú - Nýja-Sjáland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira