Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2017 06:00 Fjölmargir koma að skipulagningu mótsins enda í mörg horn að líta og var líf og fjör þegar Fréttablaðið leit við. Tryggt er að 36 skátar sem ekki hefðu annars efni á því geti komist með aðstoð Aurora-styrktarsjóðsins. vísir/eyþór „Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira