Innlent

Borgarbúar gætu séð skammlíf snjókorn á sunnudag

Birgir Olgeirsson skrifar
Ef það verða einhver snjókorn í borginni þá verða þau skammlíf, segir veðurfræðingur um veðurspána.
Ef það verða einhver snjókorn í borginni þá verða þau skammlíf, segir veðurfræðingur um veðurspána. Vísir/Ernir
Snjóþyrstir borgarbúar gætu þurft að bíða aðeins lengur eftir hvítri jörð á höfuborgarsvæðinu. Miðað við veðurspána fyrir helgina frystir í höfuðborginni á laugardag og verður talsvert frost fram eftir degi á sunnudag.

Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir bleyta verði næsta sólarhringinn í borginni. Á föstudag og laugardag verður líklega þurrt en seinnipartinn á sunnudag hvessir og gæti byrjað með snjókomu sem breytist síðan í rigningu.

„Ef það verða einhver snjókorn í borginni þá verða þau skammlíf,“ segir Haraldur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á morgun:

Minnkandi suðvestanátt og skúrir, en rofar til Austanlands. Hlýnandi, hiti víða 3 – 8 stig á morgun.

Á föstudag:

Norðan 5-10 m/s og él, en úrkomulítið S-lands. Hiti 0 til 5 stig við S-ströndina, annars vægt frost. Norðan 8-15 og slydda eða snjókoma á N-landi undir kvöld.

Á laugardag:

Norðan 8-13 og él, en léttskýjað á S- og V-landi. Frost 0 til 5 stig.

Á sunnudag:

Hæg breytileg átt um morguninn, úrkomulítið og talsvert frost. Gengur í suðaustan storm síðdegis og um kvöldið, með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.

Á mánudag:

Sunnanátt og skúrir eða él, en léttir víða til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.

Á þriðjudag og miðvikudag:

A-læg átt og él, en þurrt NA-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×