„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 10:15 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði að svara fyrir það sjálfir hvort á milli þeirra sé heiftarlegur ágreiningur. Menn geti hins vegar ekki látið ágreining koma í veg fyrir samvinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum en mikið hefur verið rætt um það hvort að Framsókn og Miðflokkurinn, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, geti unnið saman í ríkisstjórn. Lilja vill ekki svara því hvort að heiftarlegur ágreiningur sé á milli Sigmundar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og segir að þeir verði að svara fyrir það sjálfir. Hins vegar geti menn ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum. Rætt var við Lilju og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er sú að menn geta ekki látið persónulegan ágreining eða neitt slíkt koma í veg fyrir það að það sé hægt að vinna að góðum málum. Við útilokum ekki neinn og Framsóknarflokkurinn gerir það ekki en auðvitað hefur umræðan um þetta verið nokkuð athyglisverð,“ sagði Lilja um stöðuna milli Framsóknar og Miðflokksins.Segir bæði Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn hafa unnið sigur í kosningunum Hún sagði báða flokkana hafa unnið sigur í kosningunum. „Mér finnst að menn ættu einhvern veginn frekar að njóta þess. Ég vildi einmitt koma inn á það, eins og grein þinflokksformannsins [innsk. blm. Miðflokksins] í gær þar sem segir að sigur Framsóknarflokksins megi skýra með því að hann hafi skreytt sig með varaformanni Framsóknarflokksins. Þið getið ímyndað ykkur það ef menn myndu skýra sigur Miðflokksins með því að þeir hefðu skreytt sig með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hafið þið einhvern tímann heyrt neitt slíkt?“ spurði Lilja og bætti við að jafnréttismálin skipti miklu máli. Hún benti á að fimm konur og þrír karlar væru í þingflokki Framsóknarflokksins en aðeins ein kona í þingflokkinn Miðflokksins. Lilja sagðist frekar vilja ræða um jafnréttismálin en persónulegu málin. Vill breiða stjórn með fimm eða sex flokkum Bjarkey sagði að niðurstaða kosninganna kalli á breytingar í pólitíkinni og breiða samvinnu. „Ég held að það sé niðurstaðan. Hún segir okkur líka það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur þessi kjölfesta sem hann var alltaf. Þetta er næstversta útkoma þeirra í sögunni, það segir okkur líka eitthvað. Ég tek undir með Lilju við auðvitað stöndum okkur vel og höfum iðulega gert í kynjaskiptingu. [...] Ég myndi vilja sjá regnbogastjórn, svona breiða stjórn sem næði, eins og verið er að tala um núna fimm sex flokka stjórn, það er ákall um það og þar sem konur yrðu leiðandi afl. Að þar yrðu til dæmis fleiri konur en karlar, mér finnst ekki þörf á því að það sé jöfn kynjaskipting. Það hefur ævinlega verið meira og minna á hinn veginn þannig að ég held að það sé allt í lagi,“ sagði Bjarkey en hlusta má á spjallið við þær Lilju og Bjarkeyju í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37 Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00 Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum en mikið hefur verið rætt um það hvort að Framsókn og Miðflokkurinn, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, geti unnið saman í ríkisstjórn. Lilja vill ekki svara því hvort að heiftarlegur ágreiningur sé á milli Sigmundar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og segir að þeir verði að svara fyrir það sjálfir. Hins vegar geti menn ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum. Rætt var við Lilju og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er sú að menn geta ekki látið persónulegan ágreining eða neitt slíkt koma í veg fyrir það að það sé hægt að vinna að góðum málum. Við útilokum ekki neinn og Framsóknarflokkurinn gerir það ekki en auðvitað hefur umræðan um þetta verið nokkuð athyglisverð,“ sagði Lilja um stöðuna milli Framsóknar og Miðflokksins.Segir bæði Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn hafa unnið sigur í kosningunum Hún sagði báða flokkana hafa unnið sigur í kosningunum. „Mér finnst að menn ættu einhvern veginn frekar að njóta þess. Ég vildi einmitt koma inn á það, eins og grein þinflokksformannsins [innsk. blm. Miðflokksins] í gær þar sem segir að sigur Framsóknarflokksins megi skýra með því að hann hafi skreytt sig með varaformanni Framsóknarflokksins. Þið getið ímyndað ykkur það ef menn myndu skýra sigur Miðflokksins með því að þeir hefðu skreytt sig með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hafið þið einhvern tímann heyrt neitt slíkt?“ spurði Lilja og bætti við að jafnréttismálin skipti miklu máli. Hún benti á að fimm konur og þrír karlar væru í þingflokki Framsóknarflokksins en aðeins ein kona í þingflokkinn Miðflokksins. Lilja sagðist frekar vilja ræða um jafnréttismálin en persónulegu málin. Vill breiða stjórn með fimm eða sex flokkum Bjarkey sagði að niðurstaða kosninganna kalli á breytingar í pólitíkinni og breiða samvinnu. „Ég held að það sé niðurstaðan. Hún segir okkur líka það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur þessi kjölfesta sem hann var alltaf. Þetta er næstversta útkoma þeirra í sögunni, það segir okkur líka eitthvað. Ég tek undir með Lilju við auðvitað stöndum okkur vel og höfum iðulega gert í kynjaskiptingu. [...] Ég myndi vilja sjá regnbogastjórn, svona breiða stjórn sem næði, eins og verið er að tala um núna fimm sex flokka stjórn, það er ákall um það og þar sem konur yrðu leiðandi afl. Að þar yrðu til dæmis fleiri konur en karlar, mér finnst ekki þörf á því að það sé jöfn kynjaskipting. Það hefur ævinlega verið meira og minna á hinn veginn þannig að ég held að það sé allt í lagi,“ sagði Bjarkey en hlusta má á spjallið við þær Lilju og Bjarkeyju í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37 Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00 Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37
Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00
Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“