Læknirinn, kýrin og kálfurinn Árni Stefán Árnason skrifar 31. október 2017 10:00 Það vekur ætíð undrun mína, sem dýraverndarsinna og dýralögfræðings, þegar þjónar heilbrigðisstéttarinnar, læknir í þessu tilviki, sem hlotið hefur viðurnefnið „Læknirinn í eldhúsinu“ gerir sér far um, á víðlesnum miðlum, að hvetja neytendur til neyslu afurða úr dýraríkinu. Margoft hefur verið sýnt fram á, með rökum, að slíkt henti lýðheilsu miður vel. Umræddur læknir, Ragnar Freyr, hefur getið sér frægðar fyrir að vera flinkur í eldhúsinu og virðist hafa fastmótaðar hugmyndir um misskilið ágæti neyslu afurða út dýraríkinu. T.d. hefur verið sýnt fram á gagnsleysi mjólkur fyrir mannslíkamann, sem læknirinn vinsæli rómar þó mjög. Hann hefur rangt fyrir sér. Þá hefur verið sýnt fram á skaðsemi rauðs kjöts og unninna kjötvara, sem ristilkrabbameinsvaldandi. Með þessu háttalagi sínu, hvetur læknirinn auk þess til illrar meðferðar dýra, en alkunna er að í mjólkurframleiðslu felst dulið dýraníð, eitt það versta, sem kunnugt er um. Í því felst annars vegar að kýr eru sæddar ár eftir ár í þeim tilgangi að ala kálfa í þeim tilgangi að líkami þeirra fari, að framleiða mjólk fyrir kálfinn þeirra. Að loknum burði er kálfurinn tekinn af móður sinni. Fullt er til af vitnisburði um að þau öskri, í bókstaflegri merkingu, eftir hvort öðru í langan tíma eftir aðskilnaðinn. Þetta er ill meðferð á dýrum og þetta styður læknirinn eða er fáfróður um. Mjólkurkýrin er látin þræla sér út við þetta ár eftir ár og lifir miklu skemur en við náttúrulegar aðstæður. Þegar nytin minkar lendir hún í sláturhúsinu. Því keti virðist læknirinn taka fagnandi, í eldhúsi sínu. Ég botna ekkert í því að lýðheilsupostuli skuli birtast á skjám landsmanna og boða ófögnuð, sem þennan og þiggja laun fyrir. Launalaus gefur hann sig ekki í þetta verkefni mjólkur og ketframleiðenda – það er á hreinu. Margur verður af aurum api! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það vekur ætíð undrun mína, sem dýraverndarsinna og dýralögfræðings, þegar þjónar heilbrigðisstéttarinnar, læknir í þessu tilviki, sem hlotið hefur viðurnefnið „Læknirinn í eldhúsinu“ gerir sér far um, á víðlesnum miðlum, að hvetja neytendur til neyslu afurða úr dýraríkinu. Margoft hefur verið sýnt fram á, með rökum, að slíkt henti lýðheilsu miður vel. Umræddur læknir, Ragnar Freyr, hefur getið sér frægðar fyrir að vera flinkur í eldhúsinu og virðist hafa fastmótaðar hugmyndir um misskilið ágæti neyslu afurða út dýraríkinu. T.d. hefur verið sýnt fram á gagnsleysi mjólkur fyrir mannslíkamann, sem læknirinn vinsæli rómar þó mjög. Hann hefur rangt fyrir sér. Þá hefur verið sýnt fram á skaðsemi rauðs kjöts og unninna kjötvara, sem ristilkrabbameinsvaldandi. Með þessu háttalagi sínu, hvetur læknirinn auk þess til illrar meðferðar dýra, en alkunna er að í mjólkurframleiðslu felst dulið dýraníð, eitt það versta, sem kunnugt er um. Í því felst annars vegar að kýr eru sæddar ár eftir ár í þeim tilgangi að ala kálfa í þeim tilgangi að líkami þeirra fari, að framleiða mjólk fyrir kálfinn þeirra. Að loknum burði er kálfurinn tekinn af móður sinni. Fullt er til af vitnisburði um að þau öskri, í bókstaflegri merkingu, eftir hvort öðru í langan tíma eftir aðskilnaðinn. Þetta er ill meðferð á dýrum og þetta styður læknirinn eða er fáfróður um. Mjólkurkýrin er látin þræla sér út við þetta ár eftir ár og lifir miklu skemur en við náttúrulegar aðstæður. Þegar nytin minkar lendir hún í sláturhúsinu. Því keti virðist læknirinn taka fagnandi, í eldhúsi sínu. Ég botna ekkert í því að lýðheilsupostuli skuli birtast á skjám landsmanna og boða ófögnuð, sem þennan og þiggja laun fyrir. Launalaus gefur hann sig ekki í þetta verkefni mjólkur og ketframleiðenda – það er á hreinu. Margur verður af aurum api! Höfundur er lögfræðingur.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun