Edda Björgvins greinir líkamstjáningu formannanna: „Þetta er alls ekki dónalega meint“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. september 2017 21:45 Benedikt, Inga, Bjarni, Óttarr, Sigurður Helgi, Logi og Katrín eru klár í slaginn. Vísir/Eyþór „Lifandi skelfing væri gaman ef við fengjum fólk með sál og siðferðiskennd næst í stjórnmál,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. Við fengum Eddu til þess að greina aðeins líkamsstöðu formannanna átta sem prýddu forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins. Hún segir augljóst að allir formennirnir hafi fengið einhver tilmæli um uppstillingar á myndum en þó þurfi sumir þeirra að bæta sig. „Þau eru allavega öll glaðbeitt í andliti en misbrosmild þó.“ „Óttarr er þarna alveg öryggið uppmálað. Þetta er nefnilega ein valdamesta stelling sem þú getur komið þér upp. Stellingin hans segir að hann sé öruggasti maður í heimi.“Óttarr ProppéVísir/Eyþór„Sigurður Ingi er í smá lokaðri stellingu. Þetta minnir örlítið á litla drenginn á Ósi sem var búinn að kúka í sig og brosti afskaplega afsakandi. Þannig er eiginlega svipurinn á honum, þetta er alls ekki dónalega meint.“Sigurður Ingi JóhannssonVísir/Eyþór„Helgi Hrafn er með þessa páfa- eða biskupastellingu með höndunum. Það næsta sem maður bíður eftir er að hann setji höndina upp og krossi yfir lýðinn. Svipurinn er líka biskupa- eða páfalegur, no mi ni fili padre eitthvað þannig.“Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Eyþór„Katrín er mjög maddömuleg með sínar krosslögðu hendur og hún er með mjög afvopnandi, geislandi bros eins og alltaf. Þetta bros lýsir karakternum hennar mjög vel, hún er bara svo háttvís og kurteis manneskja og kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd. En hún er svo skemmtilega maddömmuleg svolítið eins og hún sé með kökukeflið við höndina og eigi eftir að teigja sig í það, mjög afslöppuð staða.“Katrín JakobsdóttirVísir/Eyþór„Logi er dálítið eins og ljósmyndari hafi stillt honum upp, sagt „Viltu virka afslappaður? Þá skaltu hafa aðra höndina lausa og hina eins og hún sé á leið ofan í vasann og hafa fætur í afslappaðri stellingu.“ Það er eins og honum hafi hreinlega verið raðað upp, plönuð stelling.“Logi EinarssonVísir/Eyþór„Inga, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um hana. Mér dettur strax í hug Soffía frænka, ja fussum svei ja fussum svei. Það er bara eitthvað við þessa konu sem minnir mig á hana og þessi mynd bregst heldur ekkert, ég fæ alltaf Kardimommubæjinn upp í hugan svolítið.“Inga SælandVísir/Eyþór„Benedikt er eins og honum hafi verið sagt að vera krútt. Ég er að velta fyrir mér, hvaða skilaboð viltu senda þjóðinni, krútt getur maður ímyndað sér að hann hafi sagt.“Benedikt JóhannessonVísir/Eyþór„Bjarni er með hendur í vösum. Í tjáningu lærir maður að það gerir maður ekki. Menn setja ekki báðar hendur í vasa ef þeir vilja að fólk trúi sér. Hendur í vösum senda frá sér skilaboðin, ég nenni ekki að tala við ykkur. Svipurinn hans gefur þó til kynna meiri opnun en líkamsstaðan.“Bjarni BenediktssonVísir/Eyþór En hver stóð sig best í þessari myndatöku? „Glæsileg staða Óttarrs og klæðaburður og svo Katrín því hún er sú eina sem manni finnst vera þarna eins og 100 prósent manneskja af holdi og blóði.“Hver þarf að bæta sig aðeins? „Ég myndi segja Sigurði Inga að losa bindið aðeins pínulítið og hneppa frá jakkanum. Þetta eru gömlu Framsóknarskilaboðin og svona er hann birtingarmynd þess, með svona hert í hálsinn og of þröngur jakki. Ég er alls ekkert að gagnrýna fötin, þetta eru bara þau skilaboð sem ég er að lesa út úr þessu.“Einhver ráð fyrir alla frambjóðendur fyrir myndatökurnar framundan?„Það eina sem ég myndi forðast er svona gervivaldsmannsalvörusvipur og þau virðast bara öll vera búin að ná því, það hefur einhver sagt þeim til þar.“ Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Lifandi skelfing væri gaman ef við fengjum fólk með sál og siðferðiskennd næst í stjórnmál,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. Við fengum Eddu til þess að greina aðeins líkamsstöðu formannanna átta sem prýddu forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins. Hún segir augljóst að allir formennirnir hafi fengið einhver tilmæli um uppstillingar á myndum en þó þurfi sumir þeirra að bæta sig. „Þau eru allavega öll glaðbeitt í andliti en misbrosmild þó.“ „Óttarr er þarna alveg öryggið uppmálað. Þetta er nefnilega ein valdamesta stelling sem þú getur komið þér upp. Stellingin hans segir að hann sé öruggasti maður í heimi.“Óttarr ProppéVísir/Eyþór„Sigurður Ingi er í smá lokaðri stellingu. Þetta minnir örlítið á litla drenginn á Ósi sem var búinn að kúka í sig og brosti afskaplega afsakandi. Þannig er eiginlega svipurinn á honum, þetta er alls ekki dónalega meint.“Sigurður Ingi JóhannssonVísir/Eyþór„Helgi Hrafn er með þessa páfa- eða biskupastellingu með höndunum. Það næsta sem maður bíður eftir er að hann setji höndina upp og krossi yfir lýðinn. Svipurinn er líka biskupa- eða páfalegur, no mi ni fili padre eitthvað þannig.“Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Eyþór„Katrín er mjög maddömuleg með sínar krosslögðu hendur og hún er með mjög afvopnandi, geislandi bros eins og alltaf. Þetta bros lýsir karakternum hennar mjög vel, hún er bara svo háttvís og kurteis manneskja og kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd. En hún er svo skemmtilega maddömmuleg svolítið eins og hún sé með kökukeflið við höndina og eigi eftir að teigja sig í það, mjög afslöppuð staða.“Katrín JakobsdóttirVísir/Eyþór„Logi er dálítið eins og ljósmyndari hafi stillt honum upp, sagt „Viltu virka afslappaður? Þá skaltu hafa aðra höndina lausa og hina eins og hún sé á leið ofan í vasann og hafa fætur í afslappaðri stellingu.“ Það er eins og honum hafi hreinlega verið raðað upp, plönuð stelling.“Logi EinarssonVísir/Eyþór„Inga, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um hana. Mér dettur strax í hug Soffía frænka, ja fussum svei ja fussum svei. Það er bara eitthvað við þessa konu sem minnir mig á hana og þessi mynd bregst heldur ekkert, ég fæ alltaf Kardimommubæjinn upp í hugan svolítið.“Inga SælandVísir/Eyþór„Benedikt er eins og honum hafi verið sagt að vera krútt. Ég er að velta fyrir mér, hvaða skilaboð viltu senda þjóðinni, krútt getur maður ímyndað sér að hann hafi sagt.“Benedikt JóhannessonVísir/Eyþór„Bjarni er með hendur í vösum. Í tjáningu lærir maður að það gerir maður ekki. Menn setja ekki báðar hendur í vasa ef þeir vilja að fólk trúi sér. Hendur í vösum senda frá sér skilaboðin, ég nenni ekki að tala við ykkur. Svipurinn hans gefur þó til kynna meiri opnun en líkamsstaðan.“Bjarni BenediktssonVísir/Eyþór En hver stóð sig best í þessari myndatöku? „Glæsileg staða Óttarrs og klæðaburður og svo Katrín því hún er sú eina sem manni finnst vera þarna eins og 100 prósent manneskja af holdi og blóði.“Hver þarf að bæta sig aðeins? „Ég myndi segja Sigurði Inga að losa bindið aðeins pínulítið og hneppa frá jakkanum. Þetta eru gömlu Framsóknarskilaboðin og svona er hann birtingarmynd þess, með svona hert í hálsinn og of þröngur jakki. Ég er alls ekkert að gagnrýna fötin, þetta eru bara þau skilaboð sem ég er að lesa út úr þessu.“Einhver ráð fyrir alla frambjóðendur fyrir myndatökurnar framundan?„Það eina sem ég myndi forðast er svona gervivaldsmannsalvörusvipur og þau virðast bara öll vera búin að ná því, það hefur einhver sagt þeim til þar.“
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira