Vilja létta aftur á byssulöggjöfinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2017 20:00 Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Vísir/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þarf þó að skrifa undir frumvarpið áður en reglan fellur opinberlega úr gildi. Lögin voru samin eftir fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hinn 20 ára gamli Adam Lanza skaut móður sína til bana og fór í Sandy Hook skólann og skaut þar tuttugu unga nemendur og sex starfsmenn áður en hann skaut sig til bana.Lanza átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Associtation, og ýmis réttindasamtök fólks með geðræn vandamál voru mjög mótfallin lögunum og hafa hvatt þingmenn til að fella lögin úr gildi. Þingmaðurinn Charles Grassley leiddi átakið fyrir breytingunum, en hann segir þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að eiga vopn. Þá væru ýmissar tegundir geðrænna vandamála sem heyrðu undir lögin, sem ættu ekki að koma í veg fyrir að fólk gæti keypt byssur. Þingmaðurinn Chris Murphy frá Connecticut, þar sem Sandy Hook fjöldamorðið fór fram, segir AP að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir íbúum ríkisins að þingmenn séu að gera fólki sem glímir við alvarleg geðræn vandamál auðveldara, en ekki erfiðara, að koma höndunum yfir skotvopn. Donald Trump Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings, undir forystu Repúblikanaflokksins, hefur kosið að fella úr gildi lög Barack Obama sem komu í veg fyrir að fólk sem er á örorku vegna geðrænna vandamála og þarf annan aðila til að sjá um fjármál sín gætu keypt byssur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þarf þó að skrifa undir frumvarpið áður en reglan fellur opinberlega úr gildi. Lögin voru samin eftir fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hinn 20 ára gamli Adam Lanza skaut móður sína til bana og fór í Sandy Hook skólann og skaut þar tuttugu unga nemendur og sex starfsmenn áður en hann skaut sig til bana.Lanza átti við ýmis geðræn vandamál að stríða. Samkvæmt AP fréttaveitunni komu lög Obama í veg fyrir að um 75 þúsund manns gætu keypt sér skotvopn. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Associtation, og ýmis réttindasamtök fólks með geðræn vandamál voru mjög mótfallin lögunum og hafa hvatt þingmenn til að fella lögin úr gildi. Þingmaðurinn Charles Grassley leiddi átakið fyrir breytingunum, en hann segir þau hafa brotið gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks til að eiga vopn. Þá væru ýmissar tegundir geðrænna vandamála sem heyrðu undir lögin, sem ættu ekki að koma í veg fyrir að fólk gæti keypt byssur. Þingmaðurinn Chris Murphy frá Connecticut, þar sem Sandy Hook fjöldamorðið fór fram, segir AP að hann viti ekki hvernig hann eigi að útskýra fyrir íbúum ríkisins að þingmenn séu að gera fólki sem glímir við alvarleg geðræn vandamál auðveldara, en ekki erfiðara, að koma höndunum yfir skotvopn.
Donald Trump Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira