Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Haraldur Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2017 16:57 Aðföng annast innkaup, birgðahald og dreifingu fyrir allar matvöruverslanir Haga. Vísir/Valli Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Haga lækkuðu í 506 milljóna króna viðskiptum en velta með hluti í Fjarskiptum nam 509 milljónum. Ekkert félag á Aðallista Kauphallar Íslands lækkaði meira en félögin tvö að stoðtækjaframleiðandanum Össuri undanskildum en þar var einungis um að ræða veltu upp á rétt tæpar fjórar milljónir. Samkvæmt viðmælendum Vísis á hlutabréfamarkaði hafði frétt Markaðarins um áhrif komu Costco á heildsöluverð innflutningsfyrirtækja að öllum líkindum talsverð áhrif á gengi bréfa Haga. Þeir eiga og reka innflutningsfyrirtækið Aðföng. Sérfræðingar Hagfræðideildar Landsbankans höfðu áður gefið út að Hagar geti misst um tvo milljarða króna af ársveltu sinni til Costco þegar fyrirtækið opnar hér í maí. Bréf VÍS lækkuðu einnig eða um 2,6 prósent. Þar á eftir kom Nýherji með lækkun upp á 1,9 prósent. Icelandair Group var aftur á móti hástökkvari dagsins en gengi bréfa flugfélagsins hækkaði um 1,3 prósent. Alls hækkuðu sjö félög á Aðallistanum í virði en níu sáu rauðar tölur. Bréf Sjóvár og TM stóðu í stað. Tengdar fréttir Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4% Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. 9. febrúar 2017 16:59 Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum. 9. febrúar 2017 13:24 Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. 18. janúar 2017 14:30 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Haga lækkuðu í 506 milljóna króna viðskiptum en velta með hluti í Fjarskiptum nam 509 milljónum. Ekkert félag á Aðallista Kauphallar Íslands lækkaði meira en félögin tvö að stoðtækjaframleiðandanum Össuri undanskildum en þar var einungis um að ræða veltu upp á rétt tæpar fjórar milljónir. Samkvæmt viðmælendum Vísis á hlutabréfamarkaði hafði frétt Markaðarins um áhrif komu Costco á heildsöluverð innflutningsfyrirtækja að öllum líkindum talsverð áhrif á gengi bréfa Haga. Þeir eiga og reka innflutningsfyrirtækið Aðföng. Sérfræðingar Hagfræðideildar Landsbankans höfðu áður gefið út að Hagar geti misst um tvo milljarða króna af ársveltu sinni til Costco þegar fyrirtækið opnar hér í maí. Bréf VÍS lækkuðu einnig eða um 2,6 prósent. Þar á eftir kom Nýherji með lækkun upp á 1,9 prósent. Icelandair Group var aftur á móti hástökkvari dagsins en gengi bréfa flugfélagsins hækkaði um 1,3 prósent. Alls hækkuðu sjö félög á Aðallistanum í virði en níu sáu rauðar tölur. Bréf Sjóvár og TM stóðu í stað.
Tengdar fréttir Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4% Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. 9. febrúar 2017 16:59 Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum. 9. febrúar 2017 13:24 Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. 18. janúar 2017 14:30 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4% Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. 9. febrúar 2017 16:59
Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum. 9. febrúar 2017 13:24
Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. 18. janúar 2017 14:30
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00