Innlent

Úrkomusöm vika framundan

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gert er ráð fyrir að vikan verði úrkömusöm og stundum vindasöm.
Gert er ráð fyrir að vikan verði úrkömusöm og stundum vindasöm. Vísir/Ernir
Búast má við norðvestan hvassviðri eða stormi á landinu á morgun. Þá má búast við slyddu eða snjókomu á norðanverðulandinu og má búast við að akstursskilyrði geti orðið erfið.

Í hugleiðinugm veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hlýja loftið sem kom í gær yfir landið víki í dag þegar kuldaskil fara yfir landið.

„Áður en dagurinn er liðinn munu allir landshlutar hafa fengið úrkomu og það verður ýmist ringing, slydda eða snjókoma. Vindur nær sér ekki á strik í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Gert er ráð fyrir að vikan verði úrkömusöm og stundum vindasöm. Búast má ýmist við snjókomu eða rigningu, en þó verður rigning algengari sunnanlands því spáð er kaldara verði norðanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Gengur í norðvestan 15-23 m/s, en 23-28 síðdegis í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og hiti um og undir frostmarki. Skúrir eða slydduél sunnantil framan af degi með hita 1 til 6 stig, en þurrt seinnipartinn. Lægir vestanlands um kvöldið.

Á miðvikudag:

Austan 8-13 framan af degi og slydda, en hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Suðlægari síðdegis, væta víða um land og hiti 2 tl 7 stig.

Á fimmtudag:

Norðaustan 8-15 á norðanverðu landinu með slyddu eða snjókomu og frystir. Hægari vestlæg átt sunnantil, úrkomulítið og hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag:

Gengur í allhvassa eða hvassa austlæga átt. Rigning eða slydda sunnantil og hiti 1 til 6 stig. Snjókoma fyrir norðan með vægu frosti.

Á laugardag og sunnudag:

Norðlæg átt og lengst af snjókoma eða slydda norðantil. Austlægari sunnanlands með skúrum eða éljum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×