Bæði ógnanir og tækifæri í komu Costco inn á markaðinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 18:15 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00