Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, er ekki ánægð með Óttarr Proppé. vísir/gva/ernir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er ósátt við stjórnvöld fyrir að veita ekki nægt fé til lyfjakaupa fyrir krabbameinssjúklinga. Segir hún Óttar Proppé svíkja loforð sem gefin voru fyrir kosningar. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að Ísland væri eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kæmi að upptöku nýrra krabbameinslyfja. Við þetta er Ragnheiður ósátt. „Það er mjög leitt að við getum ekki verið á pari við hin Norðurlöndin og boðið okkar skjólstæðingum upp á bestu mögulegu lyfin sem völ er á, sem er í raun stjórnarskrárvarinn réttur okkar,“ segir Ragnheiður. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í gær að málaflokkurinn hefði farið alvarlega fram úr áætlunum en skoðað væri hvort auka ætti innspýtingu í hann. Björt framtíð svaraði Krafti fyrir kosningar á þá leið að krabbameinssjúklingar ættu skilið að fá bestu mögulegu lyf við kvillum sínum. „Björt framtíð myndi ekki láta það gerast á sinni vakt að krabbameinssjúkt fólk fengi ekki bestu lyf sem völ væri á vegna kvótakerfis lyfjamála eða fjárhagsstöðu, eins og nú er,“ segir í svari Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar „Þetta loforð Bjartrar framtíðar er mjög skýrt og það á að standa við gefin loforð. Við hjá Krafti erum ósátt við að krabbameinssjúklingar séu settir svona aftarlega í röðina. Stjórnvöld hafa gortað af því á tyllidögum að vera velferðarsamfélag. Það er ekki svo í raun ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin,“ bætir Ragnheiður við. Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hafi farið utan og dvalið þar langdvölum meðan á meðferð stendur til að eiga þess kost að fá nýrri lyf við sjúkdómi sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. 14. febrúar 2017 06:00