Vestmannaeyingar harma fækkun á flugvellinum Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Vestmannaeyjar eru nokkuð háðar greiðum samgöngum við meginlandið. vísir/pjetur Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir augljóst að verið sé að skerða þjónustu við íbúa. „Við Eyjamenn gerum náttúrulega mjög alvarlegar athugasemdir við þær uppsagnir sem kynntar hafa verið og fela í sér að starfsmönnum ISAVIA við flugvöllin í Eyjum fækkar úr fimm í þrjá,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það er enda einsýnnt að með ákvörðuninni er ríkið enn og aftur að ráðast að innviðum Vestmannaeyja og í raun landsbyggðarinnar allrar.“ „Við á landsbyggðinni stöndum hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytur ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar okkur að nota nauðsynlega innviði. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ bætir Elliði við. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ástæður fækkunina vera Landeyjahöfn. Eftir að Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010 hafi fjölda farþega hrunið úr 55 þúsund niður í 26 þúsund. Á árinu 2016 hafi farþegar einungis verið 19 þúsund. „Landeyjahöfn hefur miið að segja um fækkun farþega í flugi til eyja. Með þessum aðgerðum erum við að færa starfsmannafjölda að öðrum flugvöllum með sama farþegafjölda,“ segir Guðni. „Hinsvegar er vilji okkar að fjölga farþegum um völlinn og erum í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um mögulegt samstarf þar. Elliði vonar að ákvörðuninni verði snúið við. „Ákvörðunin er mannanna verk og við ætlumst til að þingmenn kjördæmisins með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri ógn sem í henni er fólgin eigi síðar en strax.“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki heyrt af þessari þjónustuskerðingu og gat því ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Eyjamenn mótmæla ákvörðun ISAVIA harðlega að fækka starfsmönnum á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir augljóst að verið sé að skerða þjónustu við íbúa. „Við Eyjamenn gerum náttúrulega mjög alvarlegar athugasemdir við þær uppsagnir sem kynntar hafa verið og fela í sér að starfsmönnum ISAVIA við flugvöllin í Eyjum fækkar úr fimm í þrjá,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. „Það er enda einsýnnt að með ákvörðuninni er ríkið enn og aftur að ráðast að innviðum Vestmannaeyja og í raun landsbyggðarinnar allrar.“ „Við á landsbyggðinni stöndum hreinlega frammi fyrir því að með annarri hendinni flytur ríkið alla þjónustu, jafnvel heilbrigðisþjónustu, til Reykjavíkur og með hinni dregur það úr samgöngum sem torveldar okkur að nota nauðsynlega innviði. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ bætir Elliði við. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ástæður fækkunina vera Landeyjahöfn. Eftir að Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010 hafi fjölda farþega hrunið úr 55 þúsund niður í 26 þúsund. Á árinu 2016 hafi farþegar einungis verið 19 þúsund. „Landeyjahöfn hefur miið að segja um fækkun farþega í flugi til eyja. Með þessum aðgerðum erum við að færa starfsmannafjölda að öðrum flugvöllum með sama farþegafjölda,“ segir Guðni. „Hinsvegar er vilji okkar að fjölga farþegum um völlinn og erum í viðræðum við Vestmannaeyjabæ um mögulegt samstarf þar. Elliði vonar að ákvörðuninni verði snúið við. „Ákvörðunin er mannanna verk og við ætlumst til að þingmenn kjördæmisins með stuðningi annarra þingmanna vindi ofan af þeirri ógn sem í henni er fólgin eigi síðar en strax.“ Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki heyrt af þessari þjónustuskerðingu og gat því ekki tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent