Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2017 12:18 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá. Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Sigurður Ingi spurði ráðherrann út í það hvenær hann ætti von á að höftunum yrði aflétt. Setti Sigurður Ingi þetta í samhengi við mikla styrkingu krónunnar undanfarin misseri og sagði að ein tillaga til úrbóta í því efni væri einmitt afnám hafta. „Margir hafa orðað þannig að nú séu kjöraðstæður til þess. Því spyr ég hæstvirtan fjármála-og efnahagsráðherra hvenær má vænta þess að höft verði afnumin af almenning og fyrirtækjum í landinu, í samræmi við afnám hafta frá júní 2015. Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir við vogunarsjóðina sem tóku ekki þátt í útboðinu vorið 2016 en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika hvort að þeir séu að trufla ferlið. Það er nefnilega ekki ljóst í ljósi orða hæstvirts forsætisráðherra hér við fyrirspurn í síðustu viku hvort það sé einhugur í ríkisstjórninni um að fylgja eftir ferlinu um afnám hafta eða hvort nú eigi að verðlauna þá sem rætt var við á leynifundinum, þá vogunarsjóði sem erfiðastir og harðastir hafa verið við endurreisn íslensk efnahagslífs,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Fjármálaráðherra svaraði því til að hann styddi áform um fullkomið afnám hafta. Hann hefði lýst því yfir að hann vildi að það gerðist sem allra fyrst en að hann hefði jafnframt lýst því yfir að hann vildi ekki að það yrði gert við þær aðstæður að það myndi skapa óróa á markaði eða efnahagslegan óstöðugleika. „Hann vísar hér til fundar sem haldinn var að ég hygg í síðustu viku þar sem var óskað eftir fundi við stjórnvöld. Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi, en fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt að við vinnum að því sem allra hraðast að ná fullkomnu afnámi haftanna. Ég er sammála þingmanninum um að það gæti verið mikilvægur áfangi í því að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum því að við sjáum að flöktið á krónunni, þar sem hún hefur veikst og styrkst til skiptis á undanförnum vikum, er óviðunandi fyrir bæði innlent atvinnulíf og útflutningsgreinar. Ég hygg því að það væri öllum til farsældar ef það gæti gerst sem allra fyrst,“ sagði Benedikt. Sigurður Ingi var ekki sáttur við þetta svar ráðherrans og óskaði því eftir skýrara svari um nákvæmlega hvenær afnema eigi höft á almenning og fyrirtæki. „Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður að minnsta kosti í þessum mánuði. Ég fagna því að hæstvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það,“ svaraði Benedikt þá.
Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira