„Samkeppni í verslun á leið til landsins í fyrsta sinn í 1100 ár“ Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 09:57 Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, segir íslenskt viðskiptalíf í uppnámi. „Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. Þráinn segir þessar breytingar eiga eftir að leiða til þess að „samkeppni í verslun sé nú huxanlega á leið til landsins í fyrsta sinn í ellefu hundruð ár sögu Íslandsbyggðar og sennilega mesta vá sem Íslandsbyggð hefur staðið frammi fyrir að meðtöldum bæði Svarta dauða og móðuharðindum“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fjallaði í gær um þær miklu breytingar sem útlit er fyrir að verði í fataverslun hér á landi með komu H&M og aukinnar netverslunar. Þá hefur blaðið einnig greint frá því að íslenskir heildsalar semji nú við erlenda birgja um lægri innkaupsverð vegna komu Costco. „Samkeppni í stað fákeppni, samráðs og einokunar getur kippt fótunum undan íslensku viðskiptalífi og valdið meira tjóni en tíu „vinstri stjórnir“ með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. Hingað til hafa Íslingar verið að mestu lausir við samkeppni í viðskiptum, rétt eins og þjóðin hefur að segja má sloppið við plágur eins og hundaæði og félagshyggju. 7, 9, 13!,“ segir Þráinn í pistli sínum. „Til þessa hefur tekist að koma í veg fyrir þá samkeppni og alskonar leiðindasamanburð við aðrar þjóðir sem mundi fylgja því ef Ísland gengi í Evrópusambandið, en það verður ekki við öllu séð og í augnablikinu virðist sem „frjáls samkeppni“ þessi erlendi vágestur sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Vonir standa þó til þess að okkar framsýna ríkisstjórn geti stöðvað þessa öfugþróun eða að minnsta kosti frestað henni um nokkrar kynslóðir,“ segir Þráinn og heldur áfram: „Það er þó huggun harmi gegn að sú samkeppni sem í vændum er nær ekki yfir mörg svið viðskiptalífsins, til dæmis heldur fákeppni áfram á bankamarkaði og samráð stórfyrirtækja mun haldast að mestu leyti óbreytt amk. á næstunni.“ Tengdar fréttir Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47 Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Nú er viðskiptalíf á Íslandi í uppnámi enda margt að gerast. Stórverslanir eins og H&M og Costco eru komnar vel á veg með að opna útibú hér á landi. Þar fyrir utan hafa margir Íslingar tekið upp þann ósið að kaupa fatnað og annan óþarfa á Netinu,“ segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, í hæðnum pistli á heimasíðu sinni sem ber fyrirsögnina Ógnin er yfirvofandi – vágestur á leið til landsins. Þráinn segir þessar breytingar eiga eftir að leiða til þess að „samkeppni í verslun sé nú huxanlega á leið til landsins í fyrsta sinn í ellefu hundruð ár sögu Íslandsbyggðar og sennilega mesta vá sem Íslandsbyggð hefur staðið frammi fyrir að meðtöldum bæði Svarta dauða og móðuharðindum“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fjallaði í gær um þær miklu breytingar sem útlit er fyrir að verði í fataverslun hér á landi með komu H&M og aukinnar netverslunar. Þá hefur blaðið einnig greint frá því að íslenskir heildsalar semji nú við erlenda birgja um lægri innkaupsverð vegna komu Costco. „Samkeppni í stað fákeppni, samráðs og einokunar getur kippt fótunum undan íslensku viðskiptalífi og valdið meira tjóni en tíu „vinstri stjórnir“ með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. Hingað til hafa Íslingar verið að mestu lausir við samkeppni í viðskiptum, rétt eins og þjóðin hefur að segja má sloppið við plágur eins og hundaæði og félagshyggju. 7, 9, 13!,“ segir Þráinn í pistli sínum. „Til þessa hefur tekist að koma í veg fyrir þá samkeppni og alskonar leiðindasamanburð við aðrar þjóðir sem mundi fylgja því ef Ísland gengi í Evrópusambandið, en það verður ekki við öllu séð og í augnablikinu virðist sem „frjáls samkeppni“ þessi erlendi vágestur sé að ryðja sér til rúms hér á landi. Vonir standa þó til þess að okkar framsýna ríkisstjórn geti stöðvað þessa öfugþróun eða að minnsta kosti frestað henni um nokkrar kynslóðir,“ segir Þráinn og heldur áfram: „Það er þó huggun harmi gegn að sú samkeppni sem í vændum er nær ekki yfir mörg svið viðskiptalífsins, til dæmis heldur fákeppni áfram á bankamarkaði og samráð stórfyrirtækja mun haldast að mestu leyti óbreytt amk. á næstunni.“
Tengdar fréttir Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47 Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Íslendingar keppast við að skrá sig í Costco Varaforstjóri Costco hefur ekki séð önnur eins viðbrögð. 24. febrúar 2017 13:47
Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Miklar breytingar eru í vændum í íslenskri fataverslun. Salan hefur dregist saman og H&M verður opnað á árinu. Hagar loka fjórum verslunum á þessu ári og læstu þremur í fyrra. Eigendur Next á Íslandi vilja færri fermetra í Kringlunni. 8. mars 2017 07:00
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00