Skoðun

TR – væðum samfélagið allt!

Borgþór S. Kjærnested skrifar
Til ráðherra, þingmanna og annarra samningsaðila vinnumarkaðarins!

Stjórnmálamenn landsins hafa falið Tryggingastofnun að ýmist jafna, skerða eða bæta kjör fólks sem annað hvort er á ákveðnum aldri eða býr við tilteknar félagslegar aðstæður. Nú stefnir í að miklum árangri hafi verið náð. Lítið brot af íbúum samfélagsins þarf enn um sinn að vera undir eftirliti TR, meirihlutinn þarf ekkert á TR að halda! Sá hópur hefur þegar „nóg“ til hnífs og skeiðar og þarf ekki að vera með í félagslega kerfi annarra landsmanna.

Til að allir sitji við sama borð og njóti jafnréttis mætti taka upp TR-kerfið um allt samfélagið. Það mætti best gera þannig:

Launamaður með 400 000 kr. fastakaup eftir skatt. Viðkomandi vinnur 25 klst. yfirvinnu +200 000 kr. eftir skatt samtals 600 000 kr. Þá skerðast föstu launin um 150 000 kr. þar sem TR mundi sættast á 25 000 kr. nettó frítekjumark yfirvinnu. Eftir eru 450 000 kr. nettó.

Með samsvarandi hætti skertust föst laun vegna dagpeninga, aukagreiðslna, arðgreiðslna og annarra hlunninda.

Þannig mundi öll yfirvinna minnka verulega, of miklu vinnuálagi linna, dregið yrði úr streituröskun og almennt heilsufar landsmanna væntanlega batna.

Við hver áramót kæmi svo ýmist greiðsla frá TR vegna of mikilla skerðinga eða krafa um aukagreiðslu til TR vegna ofgreiðslna.

Þannig sætu allir við sama borð og þeir sem eldri eru, sem nú ganga með angist og kvíðaköst af ótta við „glaðninginn“ frá TR um hver jól og áramót.

Vonandi taka þingmenn á sig rögg og laga þetta sem fyrst.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Skoðun

Skoðun

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Andrea Sigurjónsdóttir,Eygló Friðriksdóttir,Guðrún Gunnarsdóttir,Jónína Einarsdóttir,Kristín Björnsdóttir,Lilja Margrét Möller,Linda Ósk Sigurðardóttir,Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar

Skoðun

Vá!

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Sjá meira


×