Öðruvísi Íslendingar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 19. október 2024 21:32 Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Innflytjendamál Íslensk tunga Flóttafólk á Íslandi Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu og kommentakerfum í dag má finna ýmiskonar hatursorðræðu, múslimahatur, gyðingahatur, útlendingahatur og svo lengi má telja. Allt sem má telja sem „öðruvísi” en hinn „venjulegi” Íslendingur er dregið fram sem óæskilegt. En þetta er alls ekki nýtt af nálinni. Ég er fædd og uppalin í Laugardalnum, á íslenska foreldra, tala reiprennandi íslensku, er ljóshærð, borðaði lifur í brúnni sósu sem krakki og elska að horfa á leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Frekar venjulegur Íslendingur, ekki satt? Það sem gerir mig „öðruvísi” er að amma mín var danskur gyðingur. Hún bjó í Danmörku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en fjölskyldu hennar tókst að flýja til Svíþjóðar áður en nasistarnir náðu að senda gyðinga landsins í fangabúðir. Frændi ömmu minnar náðist hinsvegar og var sendur í Theresienstadt fangabúðirnar. Þetta voru sögurnar sem ég ólst upp við, hvað fjölskyldan var heppin að hafa komist í vernd til Svíþjóðar á meðan öðrum fjölskyldumeðlimum sem bjuggu í Austur-Evrópu var útrýmt af nasistum. Ég var alltaf hugfangin af þessum bakgrunni og þótti vænt um að amma mín hafi lifað þessa hörmunga af. Sem krakki sagði ég jafnöldrum mínum spennt frá þessu og sagðist stolt af því að vera af gyðingaættum. Það hinsvegar leiddi til þess að jafnaldrar mínir kölluðu mig jüdenswein og júða og teiknuðu hakakross á borðið mitt. Þessi gyðingaandúð hætti ekki í grunnskóla og hefur fylgt mér alla tíð síðan en þess má geta að ég var í grunnskóla á árunum 1998-2008. Hræðslan við „öðruvísi” fólk var svo gífurleg á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að talað var um að ef fleiri en 50 gyðingar kæmu til landsins myndi það eyðileggja hinn íslenska kynstofn (Vísir 11. desember 1938, bls. 2) , hvað svo sem það er. Þess má geta að á þessum tíma neitaði Hermann Jónasson forsætisráðherra að taka á móti sex gyðingabörnum frá Þýskalandi (Katrín Thoroddsen, „Mannúð bönnuð á Íslandi“, bls. 3.) og á sama tíma bannaði hann svörtum hermönnum frá Bandaríkjunum að vera með aðsetur á landinu (Mánudagsblaðið 10. maí 1965). Norðurlandaþjóðirnar stæra sig oft á því hversu vel Svíþjóð tók á móti dönsku gyðingunum, sú saga er oft sögð til að undirstrika góðvild mannkynsins á erfiðum tímum. Ég veit sjálf að amma mín hefði verið send í fangabúðir, líkt og frændi sinn, ef þau hefðu ekki komist til Svíþjóðar og hlotið þar vernd. Hví viljum við ekki taka á móti fólki sem er að flýja hættur í heimalandi sínu? Er það einungis vegna þess að þau eru „öðruvísi”? Í dag má sjá slíka orðræðu í kommentakerfum, þess efnis að Ísland ætti ekki að taka á móti fólki frá Venezuela, Rússlandi eða Palestínu. Strax þegar einstaklingur er orðinn öðruvísi vegna stöðu þeirra í samfélaginu, útlits, uppruna, kynhneigðar annað en hins hvíta íslendings fer öll skynsemi út um gluggann hjá fólkinu í kommentakerfum. Við ættum öll að muna að íslenska þjóðin er sjálf búin til af norsku flóttafólki sem flúði reiði Haralds Hárfagra Noregskonungs. Hinn svokallaði „íslenski kynstofn” er búinn til af flóttafólki. Íslendingar er þjóð útlendinga. Hættum að líta á fólk sem öðruvísi, útlendingar koma hingað í leit af tækifærum, líkt og forfeður okkar gerðu frá Noregi. Tökum fólki opnum örmum, njótum þess að þetta fólk auðgar okkar líf og menningu. Höfundur er helfararsagnfræðingur, frambjóðandi Pírata og öðruvísi Íslendingur.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar