Íslendingur í Rússlandi: Hending réði því að hafa ekki verið á lestarstöðinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 21:10 Mikil sorg ríkir í Rússlandi. vísir/afp Hending réði því að Ásgeir Halldórsson, sem búsettur er í Sankti Pétursborg, var ekki um borð í lest í neðanjarðarlestarstöðinni í borginni í dag, þar sem sprengjuárás var gerð. Hann segist fullviss um að yfirvöld hafi vitað að árás væri yfirvofandi. „Þeir hafa átt von á þessu, held ég alveg örugglega. Það er alltaf leitað í öllum töskum og ég held meira að segja að þeir hafi stoppað tvo og aftengt tvær sprengjur,“ segir Ásgeir, sem hafði viðkomu á pósthúsi á leið sinni á lestarstöðina í dag. Hann segir að ef hann hefði ekki komið þar við hefði hann verið inni á lestarstöðinni þegar árásin var gerð. „Ég held það. Hefði allavega verið í stiganum eða eitthvað. Ég fer í metro-inn tvisvar, þrisvar á dag á þessari stöð,“ segir hann.Handtökuskipun gefin út á hendur tveimur Minnst tíu létust í árásinni og tugir særðust. Hún var gerð á Sennaya Ploshchad lestarstöðinni sem er skammt frá Vetrarhöllinni, en sprengjan var skilin eftir í lestinni í skjalatösku. Tveggja manna er leitað í tengslum við árásina en þeir eru sagðir hafa sést á öryggismyndavélum skilja eftir tösku í lestinni. Í fyrstu var talið að sprengjurnar hafi verið tvær en síðar staðfestu yfirvöld að um eina sprengju, sem var full af sprengjubrotum, hafi verið að ræða. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk og hefur viðbúnaður við opinbera staði í St. Pétursborg og Moskvu verið efldur. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni en Rússar en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa hótað árásum í landinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti var í heimsókn í heimaborg sinni St. Pétursborg þegar sprengjan sprakk. Hann var strax upplýstur um stöðu mála og fluttur úr borginni. Tengdar fréttir Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira
Hending réði því að Ásgeir Halldórsson, sem búsettur er í Sankti Pétursborg, var ekki um borð í lest í neðanjarðarlestarstöðinni í borginni í dag, þar sem sprengjuárás var gerð. Hann segist fullviss um að yfirvöld hafi vitað að árás væri yfirvofandi. „Þeir hafa átt von á þessu, held ég alveg örugglega. Það er alltaf leitað í öllum töskum og ég held meira að segja að þeir hafi stoppað tvo og aftengt tvær sprengjur,“ segir Ásgeir, sem hafði viðkomu á pósthúsi á leið sinni á lestarstöðina í dag. Hann segir að ef hann hefði ekki komið þar við hefði hann verið inni á lestarstöðinni þegar árásin var gerð. „Ég held það. Hefði allavega verið í stiganum eða eitthvað. Ég fer í metro-inn tvisvar, þrisvar á dag á þessari stöð,“ segir hann.Handtökuskipun gefin út á hendur tveimur Minnst tíu létust í árásinni og tugir særðust. Hún var gerð á Sennaya Ploshchad lestarstöðinni sem er skammt frá Vetrarhöllinni, en sprengjan var skilin eftir í lestinni í skjalatösku. Tveggja manna er leitað í tengslum við árásina en þeir eru sagðir hafa sést á öryggismyndavélum skilja eftir tösku í lestinni. Í fyrstu var talið að sprengjurnar hafi verið tvær en síðar staðfestu yfirvöld að um eina sprengju, sem var full af sprengjubrotum, hafi verið að ræða. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk og hefur viðbúnaður við opinbera staði í St. Pétursborg og Moskvu verið efldur. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni en Rússar en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa hótað árásum í landinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti var í heimsókn í heimaborg sinni St. Pétursborg þegar sprengjan sprakk. Hann var strax upplýstur um stöðu mála og fluttur úr borginni.
Tengdar fréttir Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Sjá meira
Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40