Íslendingur í Rússlandi: Hending réði því að hafa ekki verið á lestarstöðinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 21:10 Mikil sorg ríkir í Rússlandi. vísir/afp Hending réði því að Ásgeir Halldórsson, sem búsettur er í Sankti Pétursborg, var ekki um borð í lest í neðanjarðarlestarstöðinni í borginni í dag, þar sem sprengjuárás var gerð. Hann segist fullviss um að yfirvöld hafi vitað að árás væri yfirvofandi. „Þeir hafa átt von á þessu, held ég alveg örugglega. Það er alltaf leitað í öllum töskum og ég held meira að segja að þeir hafi stoppað tvo og aftengt tvær sprengjur,“ segir Ásgeir, sem hafði viðkomu á pósthúsi á leið sinni á lestarstöðina í dag. Hann segir að ef hann hefði ekki komið þar við hefði hann verið inni á lestarstöðinni þegar árásin var gerð. „Ég held það. Hefði allavega verið í stiganum eða eitthvað. Ég fer í metro-inn tvisvar, þrisvar á dag á þessari stöð,“ segir hann.Handtökuskipun gefin út á hendur tveimur Minnst tíu létust í árásinni og tugir særðust. Hún var gerð á Sennaya Ploshchad lestarstöðinni sem er skammt frá Vetrarhöllinni, en sprengjan var skilin eftir í lestinni í skjalatösku. Tveggja manna er leitað í tengslum við árásina en þeir eru sagðir hafa sést á öryggismyndavélum skilja eftir tösku í lestinni. Í fyrstu var talið að sprengjurnar hafi verið tvær en síðar staðfestu yfirvöld að um eina sprengju, sem var full af sprengjubrotum, hafi verið að ræða. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk og hefur viðbúnaður við opinbera staði í St. Pétursborg og Moskvu verið efldur. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni en Rússar en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa hótað árásum í landinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti var í heimsókn í heimaborg sinni St. Pétursborg þegar sprengjan sprakk. Hann var strax upplýstur um stöðu mála og fluttur úr borginni. Tengdar fréttir Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Hending réði því að Ásgeir Halldórsson, sem búsettur er í Sankti Pétursborg, var ekki um borð í lest í neðanjarðarlestarstöðinni í borginni í dag, þar sem sprengjuárás var gerð. Hann segist fullviss um að yfirvöld hafi vitað að árás væri yfirvofandi. „Þeir hafa átt von á þessu, held ég alveg örugglega. Það er alltaf leitað í öllum töskum og ég held meira að segja að þeir hafi stoppað tvo og aftengt tvær sprengjur,“ segir Ásgeir, sem hafði viðkomu á pósthúsi á leið sinni á lestarstöðina í dag. Hann segir að ef hann hefði ekki komið þar við hefði hann verið inni á lestarstöðinni þegar árásin var gerð. „Ég held það. Hefði allavega verið í stiganum eða eitthvað. Ég fer í metro-inn tvisvar, þrisvar á dag á þessari stöð,“ segir hann.Handtökuskipun gefin út á hendur tveimur Minnst tíu létust í árásinni og tugir særðust. Hún var gerð á Sennaya Ploshchad lestarstöðinni sem er skammt frá Vetrarhöllinni, en sprengjan var skilin eftir í lestinni í skjalatösku. Tveggja manna er leitað í tengslum við árásina en þeir eru sagðir hafa sést á öryggismyndavélum skilja eftir tösku í lestinni. Í fyrstu var talið að sprengjurnar hafi verið tvær en síðar staðfestu yfirvöld að um eina sprengju, sem var full af sprengjubrotum, hafi verið að ræða. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk og hefur viðbúnaður við opinbera staði í St. Pétursborg og Moskvu verið efldur. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni en Rússar en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa hótað árásum í landinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti var í heimsókn í heimaborg sinni St. Pétursborg þegar sprengjan sprakk. Hann var strax upplýstur um stöðu mála og fluttur úr borginni.
Tengdar fréttir Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40