Aldrei fleiri sótt í Konukot og Frú Ragnheiði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. mars 2017 16:30 Í ársskýrslu Rauða Krossins í Reykjavík sem kom út í dag í tilefni af aðalfundi félagsins kemur meðal annars fram að heimsóknir í Frú Ragnheiði, bíl sem sjálfboðaliðar manna á kvöldin til aðstoðar fólki með fíknivanda, séu nærri þrefalt fleiri í fyrra en árið áður. Þá hafa aldrei fleiri konur gist í Konukoti á einu ári, alls 101 kona í rúmlega þrjú þúsund gistinætur árið 2016. Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða Krossins í Reykjavík, telur að jaðarsettir einstaklingar treysti sér betur en áður til að sækja þau úrræði sem í boði eru. „Fólk veit betur af þessu og það treystir kannski betur þjónustunni sem við erum að veita,“ segir Þórir. „Það er traust sem byggist upp, kannski á löngum tíma, þegar menn verða þess áskynja að þarna er öruggur staður til þess að ræða við sjálfboðaliðana okkar.“101 kona leitaði til Konukots í fyrra.Fréttablaðið/VilhelmHann segir sjálfboðaliða hafa fengið mikla þjálfun með tímanum og að aðstoðin við jaðarsetta einstaklinga sé sífellt að eflast. „Ef við tökum Frú Ragnheiði til dæmis, þá bættum við við einum degi í viku þannig að hann er nú að aka um götur höfuðborgarsvæðisins sex daga í viku í staðinn fyrir fimm áður. Á þessu ári ætlum við upp í sjö daga í viku. Þá byrjuðum við að veita fólki sem leitar til okkar næringarríkan mat af því að margir koma til okkar illa nærðir.“ Þórir segir að Rauði Krossinn leggi áherslu á skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við jaðarsetta einstaklinga. „Fólk getur komið og það fær ekki fyrirlestur um að það ætti að breyta líferni sínu. Það fær aðstoð við að minnka skaðann af líferninu og allt þetta held ég að leiði til þess að fólk treystir okkur betur og er reiðubúið til að koma til okkar.“ Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Í ársskýrslu Rauða Krossins í Reykjavík sem kom út í dag í tilefni af aðalfundi félagsins kemur meðal annars fram að heimsóknir í Frú Ragnheiði, bíl sem sjálfboðaliðar manna á kvöldin til aðstoðar fólki með fíknivanda, séu nærri þrefalt fleiri í fyrra en árið áður. Þá hafa aldrei fleiri konur gist í Konukoti á einu ári, alls 101 kona í rúmlega þrjú þúsund gistinætur árið 2016. Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða Krossins í Reykjavík, telur að jaðarsettir einstaklingar treysti sér betur en áður til að sækja þau úrræði sem í boði eru. „Fólk veit betur af þessu og það treystir kannski betur þjónustunni sem við erum að veita,“ segir Þórir. „Það er traust sem byggist upp, kannski á löngum tíma, þegar menn verða þess áskynja að þarna er öruggur staður til þess að ræða við sjálfboðaliðana okkar.“101 kona leitaði til Konukots í fyrra.Fréttablaðið/VilhelmHann segir sjálfboðaliða hafa fengið mikla þjálfun með tímanum og að aðstoðin við jaðarsetta einstaklinga sé sífellt að eflast. „Ef við tökum Frú Ragnheiði til dæmis, þá bættum við við einum degi í viku þannig að hann er nú að aka um götur höfuðborgarsvæðisins sex daga í viku í staðinn fyrir fimm áður. Á þessu ári ætlum við upp í sjö daga í viku. Þá byrjuðum við að veita fólki sem leitar til okkar næringarríkan mat af því að margir koma til okkar illa nærðir.“ Þórir segir að Rauði Krossinn leggi áherslu á skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við jaðarsetta einstaklinga. „Fólk getur komið og það fær ekki fyrirlestur um að það ætti að breyta líferni sínu. Það fær aðstoð við að minnka skaðann af líferninu og allt þetta held ég að leiði til þess að fólk treystir okkur betur og er reiðubúið til að koma til okkar.“
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira