Göngum þá skrefi framar Teitur Björn Einarsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Á undanförnum dögum hefur komið fram að töluverða fjármuni skortir í fjárlögum yfirstandandi árs til að hægt verði að ráðast í brýnar vegaumbætur víðs vegar um landið í samræmi við nýsamþykkta samgönguáætlun. Vart þarf að fjölyrða að samgöngukerfið er ein grundvallarforsenda öflugs atvinnulífs og búsetugæða. Niðurskurður á framkvæmda- og viðhaldsfé til vegamála á árunum eftir hrun samhliða nú stórauknum fjölda ferðamanna á vegum úti hefur haft þau áhrif að þrátt fyrir aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds á undanförnum árum er ástandið enn langt í frá boðlegt. Skiptir engu hvar borið er niður. Þjóðvegur 1 á sunnanverðum Austfjörðum getur trauðla kallast þjóðvegur hvað þá vegur númer eitt. Þá er ekki í boði að löngu tímabær uppbygging á vegleysum á Vestfjörðum frestist enn frekar. Sem dæmi eru tafir á framkvæmdum á Vestfjarðarvegi nr. 60 um Gufudalssveit ein samfelld hörmungarsaga sem spannar um hálfan annan áratug. Ýmsa aðra vegkafla á Snæfellsnesi og í Dölum, í Húnavatnssýslum, á Suðurlandi eða í Borgarfirði mætti lengi áfram telja. Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá skrefi framar. Þessi gamla speki þegar eitthvað þykir á skorta á vel við hér. Það verður ekki mikið lengur búið við óviðunandi ástand vegakerfisins og því blasir við að leita þarf lausna til að ná frekari árangri í að byggja upp vegi landsins. Sú uppbygging verður að ganga hraðar en ráðgert er. En hvar er hægt að stíga skrefi framar til að bæta það sem upp á vantar? Nærtækast er að ríkisstjórnin svari því hvort tilefni gefist til nýrra ákvarðana um fjármögnun vegaframkvæmda við endurmat á forsendum fjárlaga 2017 vegna framlagningar ríkisfjármálaáætlunar til næstu fimm ára nú í lok mars. Fordæmin fyrir þess háttar ákvörðunum eru til staðar. Benda má á í því sambandi að fjárlög 2017 voru sett undir afar óvenjulegum kringumstæðum og tímapressu á Alþingi fyrir áramót og því viðbúið að endurskoða þurfti ýmsa viðkvæma þætti þess á árinu. Þá er samgönguráðherra á réttri leið úr þröngri stöðu með því að setja umræðu um veggjöld að nýju af stað og samstarf með einkaaðilum um fjármögnun verkefna. Þannig væri hægt að flýta fyrir stórum og nauðsynlegum framkvæmdum til og frá höfuðborginni og búa jafnframt til fjárhagslegt svigrúm fyrir ríkið til að ráðast hraðar í aðrar framkvæmdir víðs vegar á landsbyggðinni. Tæma verður þá umræðu sem fyrst og taka jafnframt mið af ýmsum viðkvæmum álitaefnum sem þar skjóta upp kollinum. Aðalatriðið í þeirri umræðu er að hún sé sett í rétt samhengi; að leita leiða hvernig við getum byggt upp vegakerfi landsins hraðar en fram kemur í núverandi ríkisfjármálaáætlun.Tiltekt En verulegur árangur í uppbyggingu samgönguinnviða á næstu tveimur til fjórum árum getur náðst ef ráðist verður í umfangsmikla tiltekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs til að lækka skuldir og losa um fé. Of mikið af fjármunum ríkissjóðs er bundið fast í ýmsum verkefnum sem ekki geta öll talist jafn nauðsynleg samgönguinnviðum og einnig verkefnum sem aðrir væru betur til þess fallnir til að fjármagna en ríkið. Hátt í 500 milljarðar af fé ríkisins er bundið í eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum. Með vandaðri og skipulagðri sölu á stórum hluta þeirra eigna má losa um mikið fé til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og spara þannig tugi milljarða á ári hverju í vaxtagreiðslur. Þannig skapast alvöru svigrúm til að styrkja grunnþjónustuna og byggja upp innviði. Fleiri dæmi er hægt að nefna um rekstur sem losa mætti ríkið úr og verja afrakstrinum til að hraða uppbyggingu samgöngumannvirkja. Til dæmis verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem varla getur talist til grunnþjónustu af hálfu ríkisins og einnig gætu allt að sex milljarðar áunnist með því að selja eignir ÁTVR. Sumar þessara hugmynda þykja umdeildar og ólíklegt að hægt verði að losa um allar þessar eignir og draga úr umsvifum á skömmum tíma. En með einhverjum hætti verður að stíga skrefi framar, og það fljótt, ef raunverulegur vilji er hjá þingheimi og ríkisstjórn að ráðast af krafti í nauðsynlegar samgönguumbætur. Tillögur um að draga úr umsvifum ríkisins í minna mikilvægum verkefnum, greiða niður skuldir til að spara vaxtagreiðslur og fjárfesta þess í stað í samgönguinnviðum eru einfaldlega valkostir í stöðunni sem nauðsynlegt er að horfa til. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur komið fram að töluverða fjármuni skortir í fjárlögum yfirstandandi árs til að hægt verði að ráðast í brýnar vegaumbætur víðs vegar um landið í samræmi við nýsamþykkta samgönguáætlun. Vart þarf að fjölyrða að samgöngukerfið er ein grundvallarforsenda öflugs atvinnulífs og búsetugæða. Niðurskurður á framkvæmda- og viðhaldsfé til vegamála á árunum eftir hrun samhliða nú stórauknum fjölda ferðamanna á vegum úti hefur haft þau áhrif að þrátt fyrir aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds á undanförnum árum er ástandið enn langt í frá boðlegt. Skiptir engu hvar borið er niður. Þjóðvegur 1 á sunnanverðum Austfjörðum getur trauðla kallast þjóðvegur hvað þá vegur númer eitt. Þá er ekki í boði að löngu tímabær uppbygging á vegleysum á Vestfjörðum frestist enn frekar. Sem dæmi eru tafir á framkvæmdum á Vestfjarðarvegi nr. 60 um Gufudalssveit ein samfelld hörmungarsaga sem spannar um hálfan annan áratug. Ýmsa aðra vegkafla á Snæfellsnesi og í Dölum, í Húnavatnssýslum, á Suðurlandi eða í Borgarfirði mætti lengi áfram telja. Ef sverð þitt er stutt, gakktu þá skrefi framar. Þessi gamla speki þegar eitthvað þykir á skorta á vel við hér. Það verður ekki mikið lengur búið við óviðunandi ástand vegakerfisins og því blasir við að leita þarf lausna til að ná frekari árangri í að byggja upp vegi landsins. Sú uppbygging verður að ganga hraðar en ráðgert er. En hvar er hægt að stíga skrefi framar til að bæta það sem upp á vantar? Nærtækast er að ríkisstjórnin svari því hvort tilefni gefist til nýrra ákvarðana um fjármögnun vegaframkvæmda við endurmat á forsendum fjárlaga 2017 vegna framlagningar ríkisfjármálaáætlunar til næstu fimm ára nú í lok mars. Fordæmin fyrir þess háttar ákvörðunum eru til staðar. Benda má á í því sambandi að fjárlög 2017 voru sett undir afar óvenjulegum kringumstæðum og tímapressu á Alþingi fyrir áramót og því viðbúið að endurskoða þurfti ýmsa viðkvæma þætti þess á árinu. Þá er samgönguráðherra á réttri leið úr þröngri stöðu með því að setja umræðu um veggjöld að nýju af stað og samstarf með einkaaðilum um fjármögnun verkefna. Þannig væri hægt að flýta fyrir stórum og nauðsynlegum framkvæmdum til og frá höfuðborginni og búa jafnframt til fjárhagslegt svigrúm fyrir ríkið til að ráðast hraðar í aðrar framkvæmdir víðs vegar á landsbyggðinni. Tæma verður þá umræðu sem fyrst og taka jafnframt mið af ýmsum viðkvæmum álitaefnum sem þar skjóta upp kollinum. Aðalatriðið í þeirri umræðu er að hún sé sett í rétt samhengi; að leita leiða hvernig við getum byggt upp vegakerfi landsins hraðar en fram kemur í núverandi ríkisfjármálaáætlun.Tiltekt En verulegur árangur í uppbyggingu samgönguinnviða á næstu tveimur til fjórum árum getur náðst ef ráðist verður í umfangsmikla tiltekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs til að lækka skuldir og losa um fé. Of mikið af fjármunum ríkissjóðs er bundið fast í ýmsum verkefnum sem ekki geta öll talist jafn nauðsynleg samgönguinnviðum og einnig verkefnum sem aðrir væru betur til þess fallnir til að fjármagna en ríkið. Hátt í 500 milljarðar af fé ríkisins er bundið í eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum. Með vandaðri og skipulagðri sölu á stórum hluta þeirra eigna má losa um mikið fé til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og spara þannig tugi milljarða á ári hverju í vaxtagreiðslur. Þannig skapast alvöru svigrúm til að styrkja grunnþjónustuna og byggja upp innviði. Fleiri dæmi er hægt að nefna um rekstur sem losa mætti ríkið úr og verja afrakstrinum til að hraða uppbyggingu samgöngumannvirkja. Til dæmis verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem varla getur talist til grunnþjónustu af hálfu ríkisins og einnig gætu allt að sex milljarðar áunnist með því að selja eignir ÁTVR. Sumar þessara hugmynda þykja umdeildar og ólíklegt að hægt verði að losa um allar þessar eignir og draga úr umsvifum á skömmum tíma. En með einhverjum hætti verður að stíga skrefi framar, og það fljótt, ef raunverulegur vilji er hjá þingheimi og ríkisstjórn að ráðast af krafti í nauðsynlegar samgönguumbætur. Tillögur um að draga úr umsvifum ríkisins í minna mikilvægum verkefnum, greiða niður skuldir til að spara vaxtagreiðslur og fjárfesta þess í stað í samgönguinnviðum eru einfaldlega valkostir í stöðunni sem nauðsynlegt er að horfa til. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun