Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:55 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira