Rannsaka lekann til WikiLeaks Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Samsung-sjónvörpum hefur verið breytt þannig að hægt sé að nota þau til að hlera samtöl. Nordicphotos/Getty Bandaríska leyniþjónustan CIA vissi af öryggisgöllum í fjölda snjalltækja en gerði framleiðendum ekki viðvart heldur nýtti sér þá til að njósna um eigendur tækjanna. Tæknin er nú ekki aðeins í höndum leyniþjónustunnar. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Vault 7, nýjasta gagnaleka WikiLeaks. Samtökin halda því fram að þau hafi fengið gögnin send frá verktaka sem starfaði eitt sinn fyrir leyniþjónustuna. CIA hefur neitað að tjá sig um málið á meðan kannað er hvort gögnin innihaldi réttar upplýsingar. Utanaðkomandi sérfræðingar segja hins vegar ýmislegt benda til þess að svo sé. Opinber rannsókn á birtingu gagnanna er þó hafin. Greindi CNN frá því í gær eftir heimildum sínum innan úr leyniþjónustum Bandaríkjanna. Standa bæði alríkislögreglan FBI og CIA sömuleiðis að rannsókninni. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru tæki sem CIA hefur notað til að stela gögnum úr iPhone-snjallsímum og önnur sem eru notuð til að taka yfir tölvur frá Microsoft. Enn önnur voru notuð til að breyta Samsung-snjallsjónvörpum í hlerunartæki og þá virðist leyniþjónustan hafa þróað búnað ætlaðan til að taka yfir tölvur bifreiða. Tæknirisar heimsins brugðust við lekanum með því að senda frá sér yfirlýsingar um efnið. Í yfirlýsingu Apple sagði að fyrirtækið hefði nú þegar lokað fyrir fjölda galla sem nefndir eru í lekanum. Þá ítrekaði fyrirtækið að notendur væru ávallt með nýjustu útgáfu stýrikerfanna í tækjum sínum. „Að verja einkalíf notenda er helsta forgangsmál okkar. Við vitum af göllunum og erum að vinna í að lagfæra þá eins hratt og unnt er,“ sagði í yfirlýsingu Samsung. Microsoft tók í sama streng. Google hefur hingað til neitað að svara fyrir galla í Android-stýrikerfinu. „Hver sá sem heldur að mál Chelsea Manning og Edwards Snowden hafi verið einsdæmi hefur rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner, fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna Bandaríkjanna. Fjögur ár eru liðin síðan WikiLeaks sendi frá sér gögn Edwards Snowden. Sá leki hafði mikil áhrif á samstarf Bandaríkjastjórnar og Kísildalsins. Líklegt þykir að lekinn nú geti haft svipuð áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan CIA vissi af öryggisgöllum í fjölda snjalltækja en gerði framleiðendum ekki viðvart heldur nýtti sér þá til að njósna um eigendur tækjanna. Tæknin er nú ekki aðeins í höndum leyniþjónustunnar. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Vault 7, nýjasta gagnaleka WikiLeaks. Samtökin halda því fram að þau hafi fengið gögnin send frá verktaka sem starfaði eitt sinn fyrir leyniþjónustuna. CIA hefur neitað að tjá sig um málið á meðan kannað er hvort gögnin innihaldi réttar upplýsingar. Utanaðkomandi sérfræðingar segja hins vegar ýmislegt benda til þess að svo sé. Opinber rannsókn á birtingu gagnanna er þó hafin. Greindi CNN frá því í gær eftir heimildum sínum innan úr leyniþjónustum Bandaríkjanna. Standa bæði alríkislögreglan FBI og CIA sömuleiðis að rannsókninni. Meðal þess sem finna má í gögnunum eru tæki sem CIA hefur notað til að stela gögnum úr iPhone-snjallsímum og önnur sem eru notuð til að taka yfir tölvur frá Microsoft. Enn önnur voru notuð til að breyta Samsung-snjallsjónvörpum í hlerunartæki og þá virðist leyniþjónustan hafa þróað búnað ætlaðan til að taka yfir tölvur bifreiða. Tæknirisar heimsins brugðust við lekanum með því að senda frá sér yfirlýsingar um efnið. Í yfirlýsingu Apple sagði að fyrirtækið hefði nú þegar lokað fyrir fjölda galla sem nefndir eru í lekanum. Þá ítrekaði fyrirtækið að notendur væru ávallt með nýjustu útgáfu stýrikerfanna í tækjum sínum. „Að verja einkalíf notenda er helsta forgangsmál okkar. Við vitum af göllunum og erum að vinna í að lagfæra þá eins hratt og unnt er,“ sagði í yfirlýsingu Samsung. Microsoft tók í sama streng. Google hefur hingað til neitað að svara fyrir galla í Android-stýrikerfinu. „Hver sá sem heldur að mál Chelsea Manning og Edwards Snowden hafi verið einsdæmi hefur rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner, fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna Bandaríkjanna. Fjögur ár eru liðin síðan WikiLeaks sendi frá sér gögn Edwards Snowden. Sá leki hafði mikil áhrif á samstarf Bandaríkjastjórnar og Kísildalsins. Líklegt þykir að lekinn nú geti haft svipuð áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira