Golden State Warriors 3-0 yfir og bara einum sigri frá fullkomnun | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 07:15 Kevin Durant og félagar fagna í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta. NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Golden State Warriors er komið í 3-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 118-113 sigur á Cleveland Cavaliers í nótt og getur því tryggt sér NBA-titilinn með sigri í næsta leik liðanna á föstudaginn. Kevin Durant var enn á ný örlagavaldur Cleveland en hann kom til Golden State Warriors til að vinna titilinn og það var hann sem gerði útslagið í lokaleikhlutann þegar Warriors-liðið át upp forskot Cavaliers-liðsins. Þetta var fimmtándi sigur Golden State Warriors í röð í úrslitakeppninni sem er ekki aðeins met í NBA heldur í öllum stærstu atvinnudeildum Bandaríkjanna. Durant skoraði 14 af 31 stigi sínu í lokaleikhlutanum sem Golden State vann 29-19. Stærsta karfan var án vafa þriggja stiga karfa hans yfir LeBron James þegar 45,3 sekúndur voru eftir af leiknum en Durant kom Golden State þá yfir í 114-113. „Hann tók yfir leikinn. Það sást vel að hann vissi að þetta væri hans tímapunktur. Hann hefur verið stórkostlegur leikmaður í þessari deild í langan tíma og hann las það hárrétt að nú væri kominn hans tími, hans stund og að þetta væri hans lið,“ sagði Steve Kerr um Kevin Durant eftir leikinn. Kevin Durant og Stephen Curry kláruðu síðan leikinn með því að setja niður tvö vítaskot hvor á meðan skot frá Kyrie Irving og LeBron James geiguðu. James endaði síðan á því að stíga útaf og tapa boltanum og lokaskot Kevin Love, sem klikkaði, hefði ekki breytt miklu. Cleveland-liðið var sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 113-107, eftir þriggja stiga körfu frá JR Smith en það reyndust vera síðustu stig liðsins í leiknum. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokamínútunum og Stephen Curry fjögur stig en allt Cleveland-liðið náði ekki að skora eitt einasta stig. „Þetta er ekki búið. Verkinu er ekki lokið og ég vil alls ekki slaka á. Þetta er klikkaður leikur það sem allt getur gerst,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn en hvað um þristinn mikilvæga yfir James. „Ég sá að James var á hælunum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Ég hef unnið í þessu skoti alla ævi. Það var viss frelsun að sjá þetta skot fara ofan í körfuna. Við þurfum samt að vinna einn í viðbót,“ sagði Durant. Kevin Durant var með 31 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Klay Thompson soraði 30 stig og Stephen Curry var með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Draymond Green bætti síðan við 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum. LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni með 39 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar og Kyrie Irving skoraði 38 stig. Þeir tóku saman 56 skot í leiknum og skoruðu 77 af 113 stigum liðsins. Kevin Love var síðan með 9 stig, 13 fráköst og 6 stolna bolta.
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira