Skilti tekið niður vegna stórskemmtilegrar stafsetningarvillu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2017 14:29 Skiltið og villurnar stórskemmtilegu sem hafa fengið margan Íslendinginn til að brosa í það minnsta út í annað í dag. Estelle Divorne „Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“ Sundlaugar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Prentvillupúkinn býr alls staðar,“ segir Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri Laugardalslaugar, um upplýsingaskiltið sem fengið hefur fólk um allt land til að skella upp úr í fárviðrinu sem gengið hefur yfir landið.Um er að ræða upplýsingaskilti með mynd af mannslíkamanum, ábendingum hvar þarf að þvo sér með sápu og helstu reglum í búningsklefanum. Skiltið, sem tekið var niður í morgun, er fyrir enskumælandi sem ráku vafalítið margir upp stór augu þegar þeir rýndu í textann. „Wash with soup“ og „There is free soup in the shower room“ stendur á skiltinu og mátti því ætla að ókeypis súpa væri í boði í sturtuklefanum sem fólk ætti að baða sig í. „Á ekki að bjóða upp á bjórböð fyrir norðan hjá Kalda? Er þá ekki rétt að bjóða upp á súpu hér,“ segir Bjarni á léttum nótum.Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Kalda sagði frá Bjór Spa í Reykjavík Síðdegis í haust.Skýringuna sé að finna í prentvillupúkanum sem leynist víða, jafnvel á skrifstofu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Skiltið, sem tekið var niður í morgun eftir að ábendingar bárust um villuna, var á ganginum við búningsklefana og var uppi í einn eða tvo daga að sögn Bjarna. „Þessi prentvillupúki er betri en margir aðrir, því hann var fyndinn. Menn þurftu að hlæja í morgun því það var leiðinlegt veður,“ segir Bjarni sem ger engan kala til skiltagerðamanna. Ljóst sé að góðvinur margra, „Autocorrect“, hafi leikið þátt í mistökunum og textinn hafi ekki verið lesinn yfir. Sjálfur er hann með texta uppi á vegg á skrifstofu sinni sem á standi: „Mistök eru mannleg en til að setja allt endanlega í klessu þarf tölvu.“ Bjarni segir starfsmenn Laugardalslaugar taka þessu með brosi á vör. Starfsfólk ÍTR sé upp til hópa miklir húmoristar. Þá þakkar hann sundlaugargestunum fyrir ábendingar. „Gestirnir okkar, sem eru það best sem við eigum, eru eftirtektasamir. Þeir passa vel upp á okkur.“
Sundlaugar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira