Lögreglumaður ákærður fyrir að ráðast á fanga: „Gerði hluti sem voru ekki alveg nauðsynlegir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. júní 2017 12:44 Sigurður Árni Reynisson, lögreglumaðurinn sem sætir ákæru. vísir/anton brink Eftir á að hyggja sé ég að ég gerði hluti sem voru ekki alveg nauðsynlegir, sagði Sigurður Árni Reynisson, lögreglumaður sem ákærður er fyrir að hafa veist að fanga í fangaklefa á Hverfisgötu í maí í fyrra, við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður játar sök í málinu að hluta. Atvikið átti sér stað þegar flytja átti fangann úr fangaklefa og þaðan í héraðsdóm þar sem krefjast átti gæsluvarðhalds yfir honum, en fanginn var grunaður um að hafa stungið annan mann kvöldinu áður. Fanginn var merktur sem hættulegur einstaklingur í lögreglukerfum en hann á að baki nokkurn sakaferil og hefur verið dæmdur fyrir árás á lögreglumann.Tímapressan mikil Sigurður sagðist hafa verið á bakvakt þegar hann fékk símtal frá samstarfsmanni um aðstoð vegna meintrar líkams- og hnífstunguárásar þennan dag. „Hann biður mig um að hjálpa sér sökum þess að hann er merktur sem mjög hættulegur maður,“ sagði Sigurður í vitnaleiðslum. „Í yfirheyrslunni gengur allt vel. Hann [fanginn] verður æstur nokkrum sinnum og slær nokkrum sinnum í borðið en að öðru leyti gengur allt vel,“ útskýrði hann. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum og að sökum tímaskorts hafi hann og félagi hans ákveðið að skipta verkum sín á milli; hann sjálfur hafi sótt fangann á meðan hinn lögreglumaðurinn sótti bílinn, en venjan er sú að tveir lögreglumenn sæki fanga í fangaklefa.Penninn gerði útslagið „Ég fer og næ í [fangann] og um leið og ég næ í hann segir hann: „þið ætlið að setja mig í gæsluvarðhald helvítin ykkar“. Ég fann það að ég var ekki rólegur með manninn í þessu ástandi.“ Hann sagði fangann hafa haldið áfram blótsyrðum en að þrátt fyrir það hafi hann gengið með honum að fangaborði til þess að afhenda manninum eigur hans, en þegar fanginn fékk ekki skó sína afhenta fleygði hann penna sem var á borðinu. „Hann er blaðrandi og bölvandi lögreglunni og öllum sem starfa í fangamóttökunni. Svo stigmagnast lætin í honum og ég finn að ég verð ekki rór og er viðbúinn. Síðan þarna við fangamóttökuna fleygir hann einhverjum penna og lætur illum látum. Ég reyni að ná stjórn ástandinu og að ná pennanum upp til þess að hann geti kvittað fyrir eigum sínum,“ útskýrði Sigurður. „Hann er bara kallandi: Þið eruð öll helvítis fífl og fávitar og eitthvað þvíumlíkt. Þá kem ég honum í járn.“ Sigurður viðurkenndi flest allt það sem honum er gefið að sök í ákæru og lýsti atvikum með þessum hætti: „Þegar ég tek í handlegginn á honum og ætlaði, minnir mig, að leiða hann burt þá rykkir hann í mig. Ég tek þá um hálsmálið á honum, set hann upp við vegginn og segi honum að haga sér eins og maður og sný hann niður í gólfið. Ég held honum þar að framanverðu og hristi hann. Við það fer höfuðið á honum í gólfið – sá ég eftir á. Stuttu seinna reisi ég hann aftur við og set hann upp við vegg og hann segist hafa vankast við það,“ sagði hann. Í framhaldinu hafi hann dregið fangann inn í lyftu og út í bíl. Sigurður neitaði því hins vegar að hafa skellt höfðinu vísvitandi í gólfið.Mistök að fara einn Einhverjir áverkar voru á fanganum en verjandi Sigurðar sagði erfitt að útiloka að þeir væru tilkomnir vegna slagsmálanna sem hann hafði verið í kvöldinu áður. Fanginn sagðist hins vegar fullviss um að lögreglumaðurinn bæri sök á þeim. Aðspurður sagði Sigurður ljóst að hann hefði farið offorsi í starfi sínu. „Þegar ég lít til baka þá voru það mistök að fara einn til hans,“ sagði hann, og bætti við að líklega hafi hann brugðist svo við vegna sakaferils fangans. Hann tók fram að honum þætti þetta afar miður, bæði gagnvart fanganum og embætti lögreglunnar. Starfið sé honum afar mikilvægt, en Sigurður hefur starfað sem lögreglumaður í áratug – síðast í miðlægri rannsóknardeild lögreglu.Stunginn og skorinn Fanginn bar einnig vitni í málinu en hann sagðist lítið um atvikið að segja. Aðspurður hvort til greina kæmi að áverkar á líkama hans gætu verið tilkomnir vegna slagsmálanna kvöldinu áður sagði hann það útilokað. Líkt og fyrr segir var hann grunaður um að hafa stungið annan mann, og var því í haldi lögreglu, en maðurinn neitaði alfarið sök og sagði að um hafi verið að ræða sjálfsvörn. Hann hafi sjálfur verið stunginn en að hnífurinn hafi verið bitlaus og því hafi hann aðeins hlotið rispur. Verjandi Sigurðar setti hins vegar spurningarmerki við frásögn hans og las upp úr skýrslu sem tekin var af honum þetta kvöldið, þar sem fanginn sagðist hafa verið skorinn og stunginn í brjóstkassa og bak. Þá hafi annar maður lamið sig með barefli. Fanginn svaraði því til að þetta hafi verið „minniháttar“ slagsmál. Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Mistök að grípa ekki strax inn í og fara fram á óháða úttekt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. 30. mars 2017 14:29 Grímur gleymdi meintri árás lögreglumannsins Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn á máli lögreglumannsins þegar hann starfaði hjá héraðssaksóknara. Hann starfaði sem yfirlögregluþjónn þar til í október en þá færði hann sig yfir til lögreglunnar og varð yfirmaður ákærða. 31. mars 2017 13:30 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Lögreglumaðurinn játar sök að hluta Lögreglumaðurinn, sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsárás gegn fanga, játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. apríl 2017 10:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eftir á að hyggja sé ég að ég gerði hluti sem voru ekki alveg nauðsynlegir, sagði Sigurður Árni Reynisson, lögreglumaður sem ákærður er fyrir að hafa veist að fanga í fangaklefa á Hverfisgötu í maí í fyrra, við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sigurður játar sök í málinu að hluta. Atvikið átti sér stað þegar flytja átti fangann úr fangaklefa og þaðan í héraðsdóm þar sem krefjast átti gæsluvarðhalds yfir honum, en fanginn var grunaður um að hafa stungið annan mann kvöldinu áður. Fanginn var merktur sem hættulegur einstaklingur í lögreglukerfum en hann á að baki nokkurn sakaferil og hefur verið dæmdur fyrir árás á lögreglumann.Tímapressan mikil Sigurður sagðist hafa verið á bakvakt þegar hann fékk símtal frá samstarfsmanni um aðstoð vegna meintrar líkams- og hnífstunguárásar þennan dag. „Hann biður mig um að hjálpa sér sökum þess að hann er merktur sem mjög hættulegur maður,“ sagði Sigurður í vitnaleiðslum. „Í yfirheyrslunni gengur allt vel. Hann [fanginn] verður æstur nokkrum sinnum og slær nokkrum sinnum í borðið en að öðru leyti gengur allt vel,“ útskýrði hann. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum og að sökum tímaskorts hafi hann og félagi hans ákveðið að skipta verkum sín á milli; hann sjálfur hafi sótt fangann á meðan hinn lögreglumaðurinn sótti bílinn, en venjan er sú að tveir lögreglumenn sæki fanga í fangaklefa.Penninn gerði útslagið „Ég fer og næ í [fangann] og um leið og ég næ í hann segir hann: „þið ætlið að setja mig í gæsluvarðhald helvítin ykkar“. Ég fann það að ég var ekki rólegur með manninn í þessu ástandi.“ Hann sagði fangann hafa haldið áfram blótsyrðum en að þrátt fyrir það hafi hann gengið með honum að fangaborði til þess að afhenda manninum eigur hans, en þegar fanginn fékk ekki skó sína afhenta fleygði hann penna sem var á borðinu. „Hann er blaðrandi og bölvandi lögreglunni og öllum sem starfa í fangamóttökunni. Svo stigmagnast lætin í honum og ég finn að ég verð ekki rór og er viðbúinn. Síðan þarna við fangamóttökuna fleygir hann einhverjum penna og lætur illum látum. Ég reyni að ná stjórn ástandinu og að ná pennanum upp til þess að hann geti kvittað fyrir eigum sínum,“ útskýrði Sigurður. „Hann er bara kallandi: Þið eruð öll helvítis fífl og fávitar og eitthvað þvíumlíkt. Þá kem ég honum í járn.“ Sigurður viðurkenndi flest allt það sem honum er gefið að sök í ákæru og lýsti atvikum með þessum hætti: „Þegar ég tek í handlegginn á honum og ætlaði, minnir mig, að leiða hann burt þá rykkir hann í mig. Ég tek þá um hálsmálið á honum, set hann upp við vegginn og segi honum að haga sér eins og maður og sný hann niður í gólfið. Ég held honum þar að framanverðu og hristi hann. Við það fer höfuðið á honum í gólfið – sá ég eftir á. Stuttu seinna reisi ég hann aftur við og set hann upp við vegg og hann segist hafa vankast við það,“ sagði hann. Í framhaldinu hafi hann dregið fangann inn í lyftu og út í bíl. Sigurður neitaði því hins vegar að hafa skellt höfðinu vísvitandi í gólfið.Mistök að fara einn Einhverjir áverkar voru á fanganum en verjandi Sigurðar sagði erfitt að útiloka að þeir væru tilkomnir vegna slagsmálanna sem hann hafði verið í kvöldinu áður. Fanginn sagðist hins vegar fullviss um að lögreglumaðurinn bæri sök á þeim. Aðspurður sagði Sigurður ljóst að hann hefði farið offorsi í starfi sínu. „Þegar ég lít til baka þá voru það mistök að fara einn til hans,“ sagði hann, og bætti við að líklega hafi hann brugðist svo við vegna sakaferils fangans. Hann tók fram að honum þætti þetta afar miður, bæði gagnvart fanganum og embætti lögreglunnar. Starfið sé honum afar mikilvægt, en Sigurður hefur starfað sem lögreglumaður í áratug – síðast í miðlægri rannsóknardeild lögreglu.Stunginn og skorinn Fanginn bar einnig vitni í málinu en hann sagðist lítið um atvikið að segja. Aðspurður hvort til greina kæmi að áverkar á líkama hans gætu verið tilkomnir vegna slagsmálanna kvöldinu áður sagði hann það útilokað. Líkt og fyrr segir var hann grunaður um að hafa stungið annan mann, og var því í haldi lögreglu, en maðurinn neitaði alfarið sök og sagði að um hafi verið að ræða sjálfsvörn. Hann hafi sjálfur verið stunginn en að hnífurinn hafi verið bitlaus og því hafi hann aðeins hlotið rispur. Verjandi Sigurðar setti hins vegar spurningarmerki við frásögn hans og las upp úr skýrslu sem tekin var af honum þetta kvöldið, þar sem fanginn sagðist hafa verið skorinn og stunginn í brjóstkassa og bak. Þá hafi annar maður lamið sig með barefli. Fanginn svaraði því til að þetta hafi verið „minniháttar“ slagsmál.
Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Mistök að grípa ekki strax inn í og fara fram á óháða úttekt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. 30. mars 2017 14:29 Grímur gleymdi meintri árás lögreglumannsins Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn á máli lögreglumannsins þegar hann starfaði hjá héraðssaksóknara. Hann starfaði sem yfirlögregluþjónn þar til í október en þá færði hann sig yfir til lögreglunnar og varð yfirmaður ákærða. 31. mars 2017 13:30 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Lögreglumaðurinn játar sök að hluta Lögreglumaðurinn, sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsárás gegn fanga, játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. apríl 2017 10:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18
Mistök að grípa ekki strax inn í og fara fram á óháða úttekt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. 30. mars 2017 14:29
Grímur gleymdi meintri árás lögreglumannsins Grímur Grímsson fór fyrir rannsókn á máli lögreglumannsins þegar hann starfaði hjá héraðssaksóknara. Hann starfaði sem yfirlögregluþjónn þar til í október en þá færði hann sig yfir til lögreglunnar og varð yfirmaður ákærða. 31. mars 2017 13:30
Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00
Lögreglumaðurinn játar sök að hluta Lögreglumaðurinn, sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsárás gegn fanga, játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. apríl 2017 10:00