Opið bréf til Dags B. Eggertssonar Marta Guðjónsdóttir skrifar 8. júní 2017 07:32 Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast. Í dag lýkur skólahaldi grunnskólanna og nemendur 8. bekkjar skrá sig til vinnu hjá sínum vinnuskólum, allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, nema í Reykjavík þar sem þú ert borgarstjóri. Þar er þessi kostur ekki í boði fyrir árganginn, fremur en endranær, frá árinu 2011. Á því herrans ári var þrengt verulega að Vinnuskóla Reykjavíkur í hagræðingarskyni, skólahald lagt af hjá nemendum 8. bekkjar og það stytt umtalsvert hjá nemendum níunda og tíunda bekkjar. Á þessum þrengingum hefur engin breyting orðið til batnaðar í sex ár. Það er bagalegt ábyrgðarleysi um mjög mikilvægt málefni. Vandaðir vinnuskólar eins og Reykjavíkurborg hefur haft yfir að ráða, hafa alla burði til að sinna mikilvægu forvarnarstarfi fyrir viðkvæman aldurshóp, veita ungmennum létta vinnu við garðyrkju og umhirðu, kenna þeim að bretta upp ermar og taka til höndum, tryggja þeim útiveru og hreyfingu og styrkja jafnframt umhverfislæsi þeirra: - vitund þeirra, skilning og þekkingu, á borginni, borgarlífinu, borgarlandinu, skipulagi þess, vistkerfi, trjátegundum og öðrum gróðri. Það er því nokkuð ljóst að uppbyggileg sumarvinna mun skila sér margfaldlega í auknum forvörnum, hefur uppeldislegt gildi og er þroskandi fyrir unga borgarbúa. Ábyrgir foreldrar í Reykjavík hafa því í vaxandi mæli áhyggjur að því að börn þeirra hafi að litlu að hverfa í sumarfríi sínu. En við þetta bætist svo grátt ofan á svart, sem í fljótu bragði virðist vera allt annar handleggur, en er þó bara hin hliðin á sömu myntinni: Sífellt fleiri borgarbúum finnst borgin sóðaleg og öll í óhirðu, ekki síst á fögrum sumardögum, þegar svo sjaldan er slegið og illa hirtir hennar grænu engjareitir að þeir líkjast helst óhirtum illgresismelum. Þessi staðreynd gefur þeirri kenningu óneitanlega undir fótinn, hvort Vinnuskóla borgarinnar veitti nokkuð af þeim liðstyrk sem felst í árgangi 8. bekkjar. Ég hef nú verið að tala fyrir þessari tillögu minni í borgarstjórn, um eflingu Vinnuskólans, á hverju vori um nokkurra ára skeið, án nokkurs árangurs. En það hvarflar að mér, Dagur, hvort þú gætir ekki slegið tvær flugur í einu höggi, ef þú rækir nú af þér slyðruorðið, fjölgaðir í Vinnuskólanum og færir að sinna heyönnum eins og gert er á sómasamlegum bæjum. Þá gæturðu kannski talið borgarbúum trú um það að þér þyki nokkuð um hvoru tveggja, unga fólkið í borginni og borgina sjálfa. Ég er viss um að þetta ætti ekki að tefja þig svo mjög frá því að þrengja götur og þétta byggð. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast. Í dag lýkur skólahaldi grunnskólanna og nemendur 8. bekkjar skrá sig til vinnu hjá sínum vinnuskólum, allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, nema í Reykjavík þar sem þú ert borgarstjóri. Þar er þessi kostur ekki í boði fyrir árganginn, fremur en endranær, frá árinu 2011. Á því herrans ári var þrengt verulega að Vinnuskóla Reykjavíkur í hagræðingarskyni, skólahald lagt af hjá nemendum 8. bekkjar og það stytt umtalsvert hjá nemendum níunda og tíunda bekkjar. Á þessum þrengingum hefur engin breyting orðið til batnaðar í sex ár. Það er bagalegt ábyrgðarleysi um mjög mikilvægt málefni. Vandaðir vinnuskólar eins og Reykjavíkurborg hefur haft yfir að ráða, hafa alla burði til að sinna mikilvægu forvarnarstarfi fyrir viðkvæman aldurshóp, veita ungmennum létta vinnu við garðyrkju og umhirðu, kenna þeim að bretta upp ermar og taka til höndum, tryggja þeim útiveru og hreyfingu og styrkja jafnframt umhverfislæsi þeirra: - vitund þeirra, skilning og þekkingu, á borginni, borgarlífinu, borgarlandinu, skipulagi þess, vistkerfi, trjátegundum og öðrum gróðri. Það er því nokkuð ljóst að uppbyggileg sumarvinna mun skila sér margfaldlega í auknum forvörnum, hefur uppeldislegt gildi og er þroskandi fyrir unga borgarbúa. Ábyrgir foreldrar í Reykjavík hafa því í vaxandi mæli áhyggjur að því að börn þeirra hafi að litlu að hverfa í sumarfríi sínu. En við þetta bætist svo grátt ofan á svart, sem í fljótu bragði virðist vera allt annar handleggur, en er þó bara hin hliðin á sömu myntinni: Sífellt fleiri borgarbúum finnst borgin sóðaleg og öll í óhirðu, ekki síst á fögrum sumardögum, þegar svo sjaldan er slegið og illa hirtir hennar grænu engjareitir að þeir líkjast helst óhirtum illgresismelum. Þessi staðreynd gefur þeirri kenningu óneitanlega undir fótinn, hvort Vinnuskóla borgarinnar veitti nokkuð af þeim liðstyrk sem felst í árgangi 8. bekkjar. Ég hef nú verið að tala fyrir þessari tillögu minni í borgarstjórn, um eflingu Vinnuskólans, á hverju vori um nokkurra ára skeið, án nokkurs árangurs. En það hvarflar að mér, Dagur, hvort þú gætir ekki slegið tvær flugur í einu höggi, ef þú rækir nú af þér slyðruorðið, fjölgaðir í Vinnuskólanum og færir að sinna heyönnum eins og gert er á sómasamlegum bæjum. Þá gæturðu kannski talið borgarbúum trú um það að þér þyki nokkuð um hvoru tveggja, unga fólkið í borginni og borgina sjálfa. Ég er viss um að þetta ætti ekki að tefja þig svo mjög frá því að þrengja götur og þétta byggð. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun