Halleluwah með lag í nýrri Samsung-auglýsingu Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2017 14:30 Skemmtileg auglýsing. Lagið Dior með hljómsveitinni Halleluwah heyrist í nýrri herferð Samsung í Kanda fyrir Galaxy S8 og S8+. Herferðin var sett í loftið byrjun júní og hefur nú þegar verið horft ríflega 200 þúsund sinnum á hana á Youtube. Herferðin er hluti af alþjóðlegri herferð Samsung „Unbox Your Moment“ sem keyrð er um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu útgáfu, nýju útgáfufélagi á Íslandi sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu. Alda hafði milligöngu með söluna á laginu en Halleluwah er á mála hjá Öldu. Dúettinn Halleluwah er skipaður þeim Sölva Blöndal og Rakel Mjöll en þau eru landsmönnum bæði að góðu kunn. Sölvi gerði garðinn frægan á árum áður með hljómsveit sinni Quarashi og Rakel býr nú og starfar við tónlistarsköpun í Englandi, með hljómsveit sinni Dream Wife. Endurútgáfa lagsins Dior hefur litið dagsins ljós á þröngskífu sem finna má á Spotify, en auk endurhljóðblöndunar lagsins er þar að finna nokkrar endurhljóðblandanir eftir valinkunna tónlistarmenn úr íslenska tónlistarlífinu. Terrordisco, Vibrant (Viddi úr Trabant) og Leisure (Leifur úr Low Roar) fara mjúkum höndum um Dior og glæða lagið nýju lífið í endurhljóðblöndunum sínum. Tækni Tengdar fréttir Nýtt tímabil að hefjast í íslenskri tónlistarútgáfu Hvað mun breytast við það að Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds hafi verið að festa kaup á tónlistarhluta Senu? 28. júlí 2016 16:54 Halleluwah með glænýtt lag Dior heitir nýjasta lag rafsveitarinnar, sem má heyra hér á Vísi. 29. janúar 2015 20:00 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lagið Dior með hljómsveitinni Halleluwah heyrist í nýrri herferð Samsung í Kanda fyrir Galaxy S8 og S8+. Herferðin var sett í loftið byrjun júní og hefur nú þegar verið horft ríflega 200 þúsund sinnum á hana á Youtube. Herferðin er hluti af alþjóðlegri herferð Samsung „Unbox Your Moment“ sem keyrð er um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu útgáfu, nýju útgáfufélagi á Íslandi sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu. Alda hafði milligöngu með söluna á laginu en Halleluwah er á mála hjá Öldu. Dúettinn Halleluwah er skipaður þeim Sölva Blöndal og Rakel Mjöll en þau eru landsmönnum bæði að góðu kunn. Sölvi gerði garðinn frægan á árum áður með hljómsveit sinni Quarashi og Rakel býr nú og starfar við tónlistarsköpun í Englandi, með hljómsveit sinni Dream Wife. Endurútgáfa lagsins Dior hefur litið dagsins ljós á þröngskífu sem finna má á Spotify, en auk endurhljóðblöndunar lagsins er þar að finna nokkrar endurhljóðblandanir eftir valinkunna tónlistarmenn úr íslenska tónlistarlífinu. Terrordisco, Vibrant (Viddi úr Trabant) og Leisure (Leifur úr Low Roar) fara mjúkum höndum um Dior og glæða lagið nýju lífið í endurhljóðblöndunum sínum.
Tækni Tengdar fréttir Nýtt tímabil að hefjast í íslenskri tónlistarútgáfu Hvað mun breytast við það að Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds hafi verið að festa kaup á tónlistarhluta Senu? 28. júlí 2016 16:54 Halleluwah með glænýtt lag Dior heitir nýjasta lag rafsveitarinnar, sem má heyra hér á Vísi. 29. janúar 2015 20:00 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Nýtt tímabil að hefjast í íslenskri tónlistarútgáfu Hvað mun breytast við það að Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds hafi verið að festa kaup á tónlistarhluta Senu? 28. júlí 2016 16:54
Halleluwah með glænýtt lag Dior heitir nýjasta lag rafsveitarinnar, sem má heyra hér á Vísi. 29. janúar 2015 20:00