Tónlist

Halleluwah með lag í nýrri Samsung-auglýsingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg auglýsing.
Skemmtileg auglýsing.
Lagið Dior með hljómsveitinni Halleluwah heyrist í nýrri herferð Samsung í Kanda fyrir Galaxy S8 og S8+. Herferðin var sett í loftið byrjun júní og hefur nú þegar verið horft ríflega 200 þúsund sinnum á hana á Youtube. Herferðin er hluti af alþjóðlegri herferð Samsung „Unbox Your Moment“ sem keyrð er um allan heim.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu útgáfu, nýju útgáfufélagi á Íslandi sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu. Alda hafði milligöngu með söluna á laginu en Halleluwah er á mála hjá Öldu.

Dúettinn Halleluwah er skipaður þeim Sölva Blöndal og Rakel Mjöll en þau eru landsmönnum bæði að góðu kunn. Sölvi gerði garðinn frægan á árum áður með hljómsveit sinni Quarashi og Rakel býr nú og starfar við tónlistarsköpun í Englandi, með hljómsveit sinni Dream Wife.

Endurútgáfa lagsins Dior hefur litið dagsins ljós á þröngskífu sem finna má á Spotify, en auk endurhljóðblöndunar lagsins er þar að finna nokkrar endurhljóðblandanir eftir valinkunna tónlistarmenn úr íslenska tónlistarlífinu. Terrordisco, Vibrant (Viddi úr Trabant) og Leisure (Leifur úr Low Roar) fara mjúkum höndum um Dior og glæða lagið nýju lífið í endurhljóðblöndunum sínum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.