Mjúkur fantur frá Atlanta Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. febrúar 2017 10:00 Young Thug klæddist þessum líka fína kjól framan á mixteipinu No, My Name Is Jeffery. Rapparinn Young Thug, sem mun spila í Laugardalshöllinni í sumar, er nokkuð merkilegur drengur og oft bent á hann sem holdgerving þeirrar stefnu sem rapptónlist nútímans hefur verið að taka síðustu árin. Young Thug, sem heitir réttu nafni Jeffery Lamar Williams og er fæddur árið 1991, hóf feril sinn eins og svo margir rapparar frá höfuðborg Georgíu-fylkis – með því að gefa út mixteip upp á eigin spýtur og fá í kjölfarið spilun á útvarpsstöðvum borgarinnar sem einbeita sér að rapptónlist. Í framhaldinu hitti Young Thug Gucci Mane sem fékk hann til starfa hjá plötufyrirtæki sínu 1017 Records. Gucci Mane hefur verið duglegur við að fá til sín unga tónlistarmenn og koma þeim upp á stjörnuhimininn – en áður hefur hann haft Migos, Waka Flocka Flame og Mike Will undir verndarvæng sínum. Í framhaldinu gefur Young Thug út mixteipið 1017 Thug sem vakti nokkra athygli hjá flestum þeim sem fylgjast með þessari tónlist af einhverri alvöru. Á mixteipinu var augljóst að um nokkuð sérstakan tónlistarmann var að ræða sem var ekki mikið að hugsa um hvað telst hefðbundið í nokkrum skilningi þrátt fyrir að uppgangur hans í tónlistarsenu Atlanta-borgar hafi verið nokkuð klassískur. Eins og Gucci Mane virðist Kanye West aldrei vera langt undan þegar rapparar byrja að fá á sig geisla sviðsljóssins en í tilfelli Young Thug var það nokkuð óbeint – lagið Danny Glover með Young Thug varð gríðarlega heitt þegar það kom út árið 2013 og þá sérstaklega þegar myndband nokkurt fór á flug á netinu þar sem Kanye West sást, augljóslega mjög drukkinn, á næturklúbb „fíla“ Danny Glover gríðarlega mikið. Stundum þarf ekki meira til. Lagið vakti ekki síður athygli fyrir sérstaka skræka rödd Young Thug, lagið skartaði líka afar sérstökum myndlíkingum þar sem Young Thug líkir meðal annars hæð peningastaflans síns við „tvo dverga,“ og nánast ankannaleg tilfinning hans fyrir hrynjandi sem mátti heyra í öðru versi lagsins sem ásamt undarlegri og síbreytilegri rödd hans hefur spilað stóra rullu í velgengni hans allt til dagsins í dag.Risaleki og útvarpsvænn lífsstíll Þessi einkenni rapparans sem glitti í í Danny Glover áttu eftir að brjótast fram í næstu verkefnum hans. Hann skrifaði árið 2014 undir samning hjá plötufyrirtækinu 300 Entertainment sem er í eigu hins nánast goðsagnakennda Lyor Cohen, mannsins sem uppgötvaði til að mynda hljómsveitirnar A Tribe Called Quest og De La Soul og í framhaldinu gefur Young Thug út gífurlegt magn tónlistar. Þó var ekki öll þessi tónlist gefin út í þökk hans, en nokkur hundruð laga sem Young Thug var að vinna að láku úr stúdíóinu. Lekanum svaraði hann með því að gefa út Slime Season seríuna af mixteipum – en þau urðu þrjú og á þeim gaf hann mikið af þessari leka-tónlist frítt eftir að lögin höfðu verið mixuð og masteruð. Lagið Lifestyle með Young Thug og rapparanum Rich Homie Quan fékk gríðarlega spilun sumarið 2014 og var klárlega lag sumarsins. Þar með sannaðist að Young Thug var ekki bara tónlistarmaður sem virkaði á mixteipum heldur hafði hann líka möguleika í meginstraumi tónlistariðnaðarins. Á síðasta ári gaf Young Thug svo út plötuna No, my name is Jeffery, en hún vakti strax mikla athygli og þá sérstaklega fyrir plötuumslagið sjálft en þar var ljósmynd af honum klæddum upp í íburðarmikinn kjól. Einnig vakti myndbandið við lagið Wyclef Jean athygli, en það snýst allt um hversu óáreiðanlegur og erfiður Young Thug er í umgengni og er frekar fyndið.Stórt ár í vændum Nú er að ganga í garð nokkuð spennandi ár fyrir feril Young Thug – hann hefur sagst ætla að gefa út sína fyrstu eiginlegu breiðskífu - Hy!£UN35 (já, þetta er væntanlegur titill hennar) og er að fara á tónleikaferðalag um Evrópu með Drake. Lyor Cohen er nú hættur hjá 300 Entertainment en hann færði sig yfir til YouTube Music – svo það verður mjög forvitnilegt að sjá hvaða stefnu ferill Young Thug tekur. Tónlist Tengdar fréttir Árslisti útvarpsþáttarins Kronik 2016 Í útvarpsþættinum Kronik er fjallað um allt það sem ber hæst í heimi hiphop-tónlistar bæði hér heima og erlendis. Þeir Róbert Aron og Benedikt Freyr, stjórnendur þáttarins, hafa nú sent frá sér lista yfir allt það besta frá síðasta ári. 30. janúar 2017 09:18 Rappveisla í Laugardalshöllinni í sumar - Young Thug kemur til landins Rapparinn Young Thug er væntanlegur til landsins í júlí. Rapparinn er á hátindi ferils síns um þessar mundir en það er ekki algengt að Íslendingar fái að njóta nærveru rappara á þessum stað. Miðasala hefst 10. febrúar en tilkynnt verður um upphitunaratriði síðar. 2. febrúar 2017 09:15 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Rapparinn Young Thug, sem mun spila í Laugardalshöllinni í sumar, er nokkuð merkilegur drengur og oft bent á hann sem holdgerving þeirrar stefnu sem rapptónlist nútímans hefur verið að taka síðustu árin. Young Thug, sem heitir réttu nafni Jeffery Lamar Williams og er fæddur árið 1991, hóf feril sinn eins og svo margir rapparar frá höfuðborg Georgíu-fylkis – með því að gefa út mixteip upp á eigin spýtur og fá í kjölfarið spilun á útvarpsstöðvum borgarinnar sem einbeita sér að rapptónlist. Í framhaldinu hitti Young Thug Gucci Mane sem fékk hann til starfa hjá plötufyrirtæki sínu 1017 Records. Gucci Mane hefur verið duglegur við að fá til sín unga tónlistarmenn og koma þeim upp á stjörnuhimininn – en áður hefur hann haft Migos, Waka Flocka Flame og Mike Will undir verndarvæng sínum. Í framhaldinu gefur Young Thug út mixteipið 1017 Thug sem vakti nokkra athygli hjá flestum þeim sem fylgjast með þessari tónlist af einhverri alvöru. Á mixteipinu var augljóst að um nokkuð sérstakan tónlistarmann var að ræða sem var ekki mikið að hugsa um hvað telst hefðbundið í nokkrum skilningi þrátt fyrir að uppgangur hans í tónlistarsenu Atlanta-borgar hafi verið nokkuð klassískur. Eins og Gucci Mane virðist Kanye West aldrei vera langt undan þegar rapparar byrja að fá á sig geisla sviðsljóssins en í tilfelli Young Thug var það nokkuð óbeint – lagið Danny Glover með Young Thug varð gríðarlega heitt þegar það kom út árið 2013 og þá sérstaklega þegar myndband nokkurt fór á flug á netinu þar sem Kanye West sást, augljóslega mjög drukkinn, á næturklúbb „fíla“ Danny Glover gríðarlega mikið. Stundum þarf ekki meira til. Lagið vakti ekki síður athygli fyrir sérstaka skræka rödd Young Thug, lagið skartaði líka afar sérstökum myndlíkingum þar sem Young Thug líkir meðal annars hæð peningastaflans síns við „tvo dverga,“ og nánast ankannaleg tilfinning hans fyrir hrynjandi sem mátti heyra í öðru versi lagsins sem ásamt undarlegri og síbreytilegri rödd hans hefur spilað stóra rullu í velgengni hans allt til dagsins í dag.Risaleki og útvarpsvænn lífsstíll Þessi einkenni rapparans sem glitti í í Danny Glover áttu eftir að brjótast fram í næstu verkefnum hans. Hann skrifaði árið 2014 undir samning hjá plötufyrirtækinu 300 Entertainment sem er í eigu hins nánast goðsagnakennda Lyor Cohen, mannsins sem uppgötvaði til að mynda hljómsveitirnar A Tribe Called Quest og De La Soul og í framhaldinu gefur Young Thug út gífurlegt magn tónlistar. Þó var ekki öll þessi tónlist gefin út í þökk hans, en nokkur hundruð laga sem Young Thug var að vinna að láku úr stúdíóinu. Lekanum svaraði hann með því að gefa út Slime Season seríuna af mixteipum – en þau urðu þrjú og á þeim gaf hann mikið af þessari leka-tónlist frítt eftir að lögin höfðu verið mixuð og masteruð. Lagið Lifestyle með Young Thug og rapparanum Rich Homie Quan fékk gríðarlega spilun sumarið 2014 og var klárlega lag sumarsins. Þar með sannaðist að Young Thug var ekki bara tónlistarmaður sem virkaði á mixteipum heldur hafði hann líka möguleika í meginstraumi tónlistariðnaðarins. Á síðasta ári gaf Young Thug svo út plötuna No, my name is Jeffery, en hún vakti strax mikla athygli og þá sérstaklega fyrir plötuumslagið sjálft en þar var ljósmynd af honum klæddum upp í íburðarmikinn kjól. Einnig vakti myndbandið við lagið Wyclef Jean athygli, en það snýst allt um hversu óáreiðanlegur og erfiður Young Thug er í umgengni og er frekar fyndið.Stórt ár í vændum Nú er að ganga í garð nokkuð spennandi ár fyrir feril Young Thug – hann hefur sagst ætla að gefa út sína fyrstu eiginlegu breiðskífu - Hy!£UN35 (já, þetta er væntanlegur titill hennar) og er að fara á tónleikaferðalag um Evrópu með Drake. Lyor Cohen er nú hættur hjá 300 Entertainment en hann færði sig yfir til YouTube Music – svo það verður mjög forvitnilegt að sjá hvaða stefnu ferill Young Thug tekur.
Tónlist Tengdar fréttir Árslisti útvarpsþáttarins Kronik 2016 Í útvarpsþættinum Kronik er fjallað um allt það sem ber hæst í heimi hiphop-tónlistar bæði hér heima og erlendis. Þeir Róbert Aron og Benedikt Freyr, stjórnendur þáttarins, hafa nú sent frá sér lista yfir allt það besta frá síðasta ári. 30. janúar 2017 09:18 Rappveisla í Laugardalshöllinni í sumar - Young Thug kemur til landins Rapparinn Young Thug er væntanlegur til landsins í júlí. Rapparinn er á hátindi ferils síns um þessar mundir en það er ekki algengt að Íslendingar fái að njóta nærveru rappara á þessum stað. Miðasala hefst 10. febrúar en tilkynnt verður um upphitunaratriði síðar. 2. febrúar 2017 09:15 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Árslisti útvarpsþáttarins Kronik 2016 Í útvarpsþættinum Kronik er fjallað um allt það sem ber hæst í heimi hiphop-tónlistar bæði hér heima og erlendis. Þeir Róbert Aron og Benedikt Freyr, stjórnendur þáttarins, hafa nú sent frá sér lista yfir allt það besta frá síðasta ári. 30. janúar 2017 09:18
Rappveisla í Laugardalshöllinni í sumar - Young Thug kemur til landins Rapparinn Young Thug er væntanlegur til landsins í júlí. Rapparinn er á hátindi ferils síns um þessar mundir en það er ekki algengt að Íslendingar fái að njóta nærveru rappara á þessum stað. Miðasala hefst 10. febrúar en tilkynnt verður um upphitunaratriði síðar. 2. febrúar 2017 09:15