Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 10:15 Steph Curry fagnar í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira