Fótbolti

Raggi Sig: Hef spilað á móti hrokafyllri og leiðinlegri mönnum en Mandzukic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ragnar er klár fyrir glímuna við Mandzukic og félaga.
Ragnar er klár fyrir glímuna við Mandzukic og félaga. vísir/getty
Það var létt yfir varnarmanninum Ragnari Sigurðssyni fyrir æfingu landsliðsins í dag þó svo hann viðurkenni að vera orðinn svolítið þreyttur á spurningum um skort á leikformi hjá sér.

„Ég get alveg viðurkennt að þetta er orðið svolítið pirrandi en ég skil það samt vel að fólk sé að spá í þessu. Ég hef engar áhyggjur af þessu persónulega,“ segir Ragnar sposkur.

„Ég veit náttúrulega ekki hvernig standi ég er í fyrir 90 mínútna leik. Ég myndi viðurkenna ef ég væri ekki klár en mér finnst ég vera 100 prósent klár.“

Um helgina er enn einn stórleikurinn gegn frábæru liði Króata og Raggi hefur mjög gaman af þessum leikjum.

„Þetta er mikil áskorun fyrir okkur enda hefur okkur ekki tekist að vinna þá. Við þolum ekki að tapa. Þetta verður hörkuleikur og við stefnum alltaf að því að vinna og höfum trú á því að við getum það,“ segir Ragnar en hann fær að glíma við Mario Mandzukic á nýjan leik.

„Það er ekkert spes við hann þannig séð. Þetta er bara flottur, frægur og góður leikmaður. Ég hef nú alveg spilað á móti betri mönnum en honum. Ég hef oft spilað á móti hrokafyllri og leiðinlegri leikmönnum en honum. Þetta er bara keppnismaður og flottur leikmaður. Ég hef ekkert út á hann að setja enda hefur hann ekki verið með nein leiðindi í minn garð. Ég ber ágætis virðingu fyrir honum.“

Eins og áður segir er Ragnar bjartsýnn á að strákarnir geti gert góða hluti á sunnudag.

„Við erum með lið sem getur unnið þá á góðum degi. Við höfum fundið í þessum leikjum að það er alveg séns á að skora og vinna þá. Þess vegna er pirrandi að hafa ekki náð því. Ef við vinnum þennan leik þá verður það klárlega einn af okkar stærstu sigrum.“


Tengdar fréttir

Enginn Rakitic gegn Íslandi

Strákarnir á miðjunni í íslenska landsliðinu munu sleppa við glímu gegn Ivan Rakitic, miðjumanni Barcelona, á Laugardalsvellinum um helgina.

Ég verð klár í Króataleikinn

Birkir Bjarnason hefur ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði en verður tilbúinn fyrir stórleikinn gegn Króatíu um helgina. Hann spilar á Englandi en var í Sviss á dögunum að fagna meistaratitli með Basel.

Kominn tími á að taka þá

Emil Hallfreðsson segir að sjálfstraustið sé gott í íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Króatíu. Miðjumaðurinn er ekki farinn að huga að heimferð eftir tæp tíu ár á Ítalíu og segir að hann verði alltaf með annan fótinn úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×