Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2017 19:53 Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Vísir/NASA Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu. Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu.
Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira