Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður fjallað ítarlega um hópsýkingu af völdum nóróveiru sem braust út í skátabúðum við Úlfljótsvatn í nótt. Fréttamenn og tökumenn Stöðvar 2 voru á staðnum þegar umfangsmiklir fólksflutningar hófust en alls voru 175 einstaklingar fluttir til Hveragerðis. Sextíu og þrír veiktust, en hópurinn er í sóttkví í grunnskóla bæjarins.

Við verðum í beinni frá Hveragerði og flytjum þaðan nýjustu fregnir af málinu.

Í fréttunum verður einnig fjallað um nálgunarbönn en um fjörutíu prósent slíkra beiðna hefur verið hafnað á árinu. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það rétt þolenda að fá að vera í friði.

Við ræðum síðan við jarðaberjabónda á Flúðum sem segir lítið sem ekkert hafa selst af íslenskum jarðarberjum í sumar. Berjabóndinn kennir Costco um og er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum sínum.

Að endingu tökum við stöðuna á gleðigöngu Hinsegin daga, sem farin verður á morgun, en lokaundirbúningur fyrir gönguna stendur nú sem hæst. Markmið þeirra sem taka þátt í göngunni í ár að sprengja glimmerskalann.

Þetta og meira til í fréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×