Guðni Th: Íslendingar ekki jafn hrokafullir og áður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2017 12:07 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, tók á móti hópi Sýrlendinga í gær. vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar hafi lært af reynslunni í kringum bankahrunið 2008 og séu ekki jafn hrokafullir og áður. „Við höfum lært að sýna af okkur varkárni og við erum ekki jafn hrokafull,“ segir Guðni Th. í ítarlegu viðtali við norska blaðið Aftenbladet aðspurður hvaða lærdóma Íslendingar hafi dregið af hruninu. „Við vorum að missa jarðtengingu árið 2008. Þá var ríkjandi tilhneiging til þess að líta á að Íslendingar væru á einhvern hátt betur til þess fallnir til þess að ná árangri í alþjóðaviðskiptum en aðrir. Það voru skrifaðar fræðigreinar um af hverju við værum betri og snjallari viðskiptamenn, ekki hvort, heldur af hverju,“ segir Guðni.Var viss um að Íslendingar myndu velja sér kvenforseta Forsetinn fer yfir víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars aðdraganda þess að hann ákvað að bjóða sig fram til forseta Íslands á síðasta ári. Hann segir að þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram hafi hann beðið þá sem hvöttu sig í framboð að hringja eftir tólf til sextán ár.„Ég var viss um að Íslendingar myndu velja kvenforseta,“ segir Guðni. „Íslensk stjórnvöld voru í tilvistarkreppu og landsmenn kröfðust breytinga og nýrra gilda eftir hrunið,“ segir Guðni. Allt breyttist þó þegar Panama-skjölin voru gerð opinber og ljóstrað var upp um eignarhald ráðamanna á félögum á aflandssvæðum. Mótmæli brutust út og Guðni var kallaður til af fjölmiðlum til þess að útskýra stöðu mála. „Ég var á leið heim eftir kennslu og sá að ég var með tíu ósvöruð símtöl, allt frá fjölmiðlum. Næstu tvö daga var ég nánast samfleytt í sjónvarpinu til þess að reyna að skýra hvað væri í gangi,“ segir Guðni.Hagvöxtur ekki mælikvarði á ríkidæmi samfélagsinsBlaðamaður Aftenbladed spyr Guðna einnig hvert sé álit hans á stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur látið til sín taka á fyrstu dögum sínum sem forseti með umdeildum tilskipunum. Guðni fer varlega í að svara og segir að það sé hlutverk utanríkisráðherra.Guðni ávarpar gesti hátíðarkvöldverðar í tilefni heimsóknar hans og konu sinnar Elizu Reid til Danmerkur fyrr í mánuðinum.vísir/epa„Ég fylgist þó auðvitað með hvað gerist í heiminum. Ég kaupi þó ekki hugmyndina um hliðstæðar staðreyndir (alternative facts). Ég fæ það bara ekki að ganga upp sem fræðimaður eða miðað við það uppeldi sem ég fékk. Ég hef áhyggjur af því stjórnmál sem kljúfa leiði til þess að heimurinn verði klofinn,“ segir Guðni. Guðni er einnig spurður hvort að rétt sé að fámennur hópur auðmanna stýri samfélaginu líkt og sumir Íslendingar kvarti yfir. Að mati Guðna er það ekki svo. „Ég myndi fara mjög varlega í að staðhæfa að fámennur hópur auðmanna stjórni Íslandi. Það er alls ekki mín upplifun. Að mínu mati er það þó ekki hagvöxtur sem er mælikvarði á hversu ríkt samfélagið er. Það er miklu frekar hvernig við komum fram við eldri borgara, börn og þá sem minna mega sín.“Lesa má allt viðtalið við Guðna hér en athygli er vakin á því að greiða þarf fyrir aðgang. Donald Trump Tengdar fréttir Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18 Höfðinglegar móttökur á Bessastöðum: „Ég vona að ykkur muni líða vel hér“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð sýrlenskar flóttafjölskyldur velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. 30. janúar 2017 19:07 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Fimm fjölskyldur sýrlenskra flóttamanna komu til Íslands í gær. Forseti, velferðarráðherra og borgarstjóri buðu fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum. Þar voru flóttamennirnir boðnir velkomnir en móttakan átti upphaflega að vera á 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar hafi lært af reynslunni í kringum bankahrunið 2008 og séu ekki jafn hrokafullir og áður. „Við höfum lært að sýna af okkur varkárni og við erum ekki jafn hrokafull,“ segir Guðni Th. í ítarlegu viðtali við norska blaðið Aftenbladet aðspurður hvaða lærdóma Íslendingar hafi dregið af hruninu. „Við vorum að missa jarðtengingu árið 2008. Þá var ríkjandi tilhneiging til þess að líta á að Íslendingar væru á einhvern hátt betur til þess fallnir til þess að ná árangri í alþjóðaviðskiptum en aðrir. Það voru skrifaðar fræðigreinar um af hverju við værum betri og snjallari viðskiptamenn, ekki hvort, heldur af hverju,“ segir Guðni.Var viss um að Íslendingar myndu velja sér kvenforseta Forsetinn fer yfir víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars aðdraganda þess að hann ákvað að bjóða sig fram til forseta Íslands á síðasta ári. Hann segir að þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram hafi hann beðið þá sem hvöttu sig í framboð að hringja eftir tólf til sextán ár.„Ég var viss um að Íslendingar myndu velja kvenforseta,“ segir Guðni. „Íslensk stjórnvöld voru í tilvistarkreppu og landsmenn kröfðust breytinga og nýrra gilda eftir hrunið,“ segir Guðni. Allt breyttist þó þegar Panama-skjölin voru gerð opinber og ljóstrað var upp um eignarhald ráðamanna á félögum á aflandssvæðum. Mótmæli brutust út og Guðni var kallaður til af fjölmiðlum til þess að útskýra stöðu mála. „Ég var á leið heim eftir kennslu og sá að ég var með tíu ósvöruð símtöl, allt frá fjölmiðlum. Næstu tvö daga var ég nánast samfleytt í sjónvarpinu til þess að reyna að skýra hvað væri í gangi,“ segir Guðni.Hagvöxtur ekki mælikvarði á ríkidæmi samfélagsinsBlaðamaður Aftenbladed spyr Guðna einnig hvert sé álit hans á stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur látið til sín taka á fyrstu dögum sínum sem forseti með umdeildum tilskipunum. Guðni fer varlega í að svara og segir að það sé hlutverk utanríkisráðherra.Guðni ávarpar gesti hátíðarkvöldverðar í tilefni heimsóknar hans og konu sinnar Elizu Reid til Danmerkur fyrr í mánuðinum.vísir/epa„Ég fylgist þó auðvitað með hvað gerist í heiminum. Ég kaupi þó ekki hugmyndina um hliðstæðar staðreyndir (alternative facts). Ég fæ það bara ekki að ganga upp sem fræðimaður eða miðað við það uppeldi sem ég fékk. Ég hef áhyggjur af því stjórnmál sem kljúfa leiði til þess að heimurinn verði klofinn,“ segir Guðni. Guðni er einnig spurður hvort að rétt sé að fámennur hópur auðmanna stýri samfélaginu líkt og sumir Íslendingar kvarti yfir. Að mati Guðna er það ekki svo. „Ég myndi fara mjög varlega í að staðhæfa að fámennur hópur auðmanna stjórni Íslandi. Það er alls ekki mín upplifun. Að mínu mati er það þó ekki hagvöxtur sem er mælikvarði á hversu ríkt samfélagið er. Það er miklu frekar hvernig við komum fram við eldri borgara, börn og þá sem minna mega sín.“Lesa má allt viðtalið við Guðna hér en athygli er vakin á því að greiða þarf fyrir aðgang.
Donald Trump Tengdar fréttir Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18 Höfðinglegar móttökur á Bessastöðum: „Ég vona að ykkur muni líða vel hér“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð sýrlenskar flóttafjölskyldur velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. 30. janúar 2017 19:07 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Fimm fjölskyldur sýrlenskra flóttamanna komu til Íslands í gær. Forseti, velferðarráðherra og borgarstjóri buðu fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum. Þar voru flóttamennirnir boðnir velkomnir en móttakan átti upphaflega að vera á 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Ítarlega fjallað um heimsókn Guðna á DR1: Friðrik Weisshappel á meðal álitsgjafa í myndveri Fyrsta opinbera heimsókn Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, stendur nú sem hæst. 25. janúar 2017 13:18
Höfðinglegar móttökur á Bessastöðum: „Ég vona að ykkur muni líða vel hér“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð sýrlenskar flóttafjölskyldur velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. 30. janúar 2017 19:07
Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13
Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Fimm fjölskyldur sýrlenskra flóttamanna komu til Íslands í gær. Forseti, velferðarráðherra og borgarstjóri buðu fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum. Þar voru flóttamennirnir boðnir velkomnir en móttakan átti upphaflega að vera á 31. janúar 2017 07:00