Ósáttir við aðgerðir á vanhirtum búfénaði Sveinn Arnarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Arnar Gústafsson, bóndi á Brimnesi. vísir/Sveinn Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira
Kjartan Gústafsson og Arnar Gústafsson, á Brimnesi við utanverðan Eyjafjörð, eru ósáttir við starf Matvælastofnunar en 45 nautgripum var ekið til slátrunar frá bænum í síðustu viku vegna vanhirðu. Nú er búfé á bænum í vörslu Matvælastofnunar og bústjóri kominn yfir búið. Bræðurnir segja stofnunina hafa farið allt of geyst. Fram kom í fréttatilkynningu MAST fyrir helgi að lagt hefði verið hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Um 170 gripir eru nú á Brimnesi undir eftirliti bústjóra sem samþykktur hefur verið af Matvælastofnunvísir/sveinnArnar Gústafsson býr á Brimnesi ásamt bróður sínum Kjartani. Hafa þeir um langa hríð unnið bústörf á bænum en Kjartan tók við af foreldrum sínum árið 1967. „Að okkar mati gekk MAST allt of langt. Héraðsdýralæknir sagði að það væri of þröngt um dýrin og þau fengju að valsa frjáls í fóðurganginum sem er ekki rétt. Það virðist vera að ekki sé hlustað á okkar útskýringar. Einnig var fundið að því að ekki væri nægjanlegt vatn en það er allt komið í stakasta lag núna,“ segir Arnar. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ bætir hann við.34 básar eru í fjósinu. Kýrnar eru flestar hverjar bundnar á bása en aðeins tíu þeirra voru mjólkaðar í gær þegar blaðamaður leit við.vísir/sveinnMatvælastofnun hefur haft Brimnes undir smásjá um nokkurt skeið. Í haust misstu bændurnir leyfi til að framleiða mjólk til manneldis vegna vanþrifa. Að mati MAST var hreinlæti ekki nægjanlegt til að hægt væri að senda mjólk frá bænum í mjólkurstöð. Hefur því mjólkin aðeins farið í kálfa á bænum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þessar aðgerðir þær einu sem hægt var að ráðast í. Settar hafi verið dagsektir á bændurna fyrir skömmu til að krefjast úrbóta í hinum ýmsu málum. Ungnautin eru inni í skemmu en geta farið á útisvæði með heyi og rennandi vatni í læk við skemmuna. Undirlagið er hey og mykja.vísir/sveinnTil að mynda hafi dýr ekki verið flokkuð eftir stærð, óþrifnaður hafi verið mikill, vatn af skornum skammti og kálfar gengju lausir í fóðurgangi þar sem þeir skitu í heyið. „Nú hafa bændurnir tiltekinn frest til að gera hreint fyrir sínum dyrum og koma skikki á búfjárhaldið. Við munum því eftir tiltölulega stuttan tíma ákveða hvort þeir fái leyfi til dýrahalds á nýjan leik eða ekki. Við eigum, í störfum okkar, að gæta að og standa vörð um velferð dýranna,“ segir hún. Margar kvíganna liggja bundnar við bása en ný reglugerð veitir þeim rýmri aðstöðu en áður þekktist.vísir/sveinnFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira