Unnu bæði Cleveland og San Antonio með leikstjórnanda á tíu daga samningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2017 18:30 Yogi Ferrell. Vísir/AP Lið Dallas Mavericks hefur minnt aðeins á sig í NBA-deildinni í körfubolta með sigrum á tveimur af sterkustu liðum deildarinnar. Dallas Mavericks vann 105-101 sigur á San Antonio Spurs á og fylgdi því síðan eftir með því að vinna 104–97 sigur á NBA-meisturum Cleveland Cavaliers. Í þessum tveimur leikjum hefur liðið treyst á leikmann sem kom óvænt til liðsins í meiðslavandræðum leikstjórnenda liðsins. Yogi Ferrell er 23 ára nýliði sem var ekki valinn í nýliðavalinu en gerði samning við Brooklyn Nets eftir að hafa spilað með liðinu í Sumardeildinni. Hann náði að spila tíu leiki áður en hann var látinn fara 8. desember síðastliðinn. Árið 2016 endaði því ekki vel en árið 2017 gæti hinsvegar breytt miklu fyrir hann. Yogi Ferrell skrifaði undir tíu daga samning við Dallas Mavericks 28. janúar og var ætlað að leysa af þá Deron Williams og J.J. Barea sem glíma báðir við meiðsli. Dallas var búið að tapa 30 af 46 leikjum sínum þegar Yogi Ferrell skrifaði undir og ekki margir sem bjuggust við miklu af liðinu í leikjum á móti San Antonio Spurs (2. besta sigurhlutfallið í Vesturdeildinni) og Cleveland Cavaliers (Besta sigurhlutfallið í Austurdeildinni). Yogi Ferrell kom inn í byrjunarliðið í leiknum á móti San Antonio Spurs þar sem hann var með 9 stig, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta í fjögurra stiga sigri. Hann gerði síðan enn betur á móti Cleveland Cavaliers þar sem hann var með 19 stig, 5 fráköst, 4 stolna bolta og 3 stoðsendingar í sjö stiga sigri. „Ég er að lifa drauminn minn,“ sagði Yogi Ferrell eftir leikinn en hann skilaði betri tölum en Stjörnuleikmaðurinn Kyrie Irving í þessum leik. Yogi Ferrell hlýtur að fá nýjan samning þegar fyrrnefndur tíu daga samningur rennur út enda virðist hann falla mjög vel inn í leik liðsins og sóma sér vel við hlið yngri bróðir Stephen Curry, Seth Curry. Seth Curry var með 40 stig samanlagt í þessum tveimur leikjum. Saman voru byrjunarliðsbakverðir Dallas-liðsins, Seth Curry og Yogi Ferrell, því með 68 stig og 19 stoðsendingar í þessum tveimur flottu sigrum á tveimur af bestu liðum NBA-deildarinnar.Yogi FerrellVísir/AP NBA Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Lið Dallas Mavericks hefur minnt aðeins á sig í NBA-deildinni í körfubolta með sigrum á tveimur af sterkustu liðum deildarinnar. Dallas Mavericks vann 105-101 sigur á San Antonio Spurs á og fylgdi því síðan eftir með því að vinna 104–97 sigur á NBA-meisturum Cleveland Cavaliers. Í þessum tveimur leikjum hefur liðið treyst á leikmann sem kom óvænt til liðsins í meiðslavandræðum leikstjórnenda liðsins. Yogi Ferrell er 23 ára nýliði sem var ekki valinn í nýliðavalinu en gerði samning við Brooklyn Nets eftir að hafa spilað með liðinu í Sumardeildinni. Hann náði að spila tíu leiki áður en hann var látinn fara 8. desember síðastliðinn. Árið 2016 endaði því ekki vel en árið 2017 gæti hinsvegar breytt miklu fyrir hann. Yogi Ferrell skrifaði undir tíu daga samning við Dallas Mavericks 28. janúar og var ætlað að leysa af þá Deron Williams og J.J. Barea sem glíma báðir við meiðsli. Dallas var búið að tapa 30 af 46 leikjum sínum þegar Yogi Ferrell skrifaði undir og ekki margir sem bjuggust við miklu af liðinu í leikjum á móti San Antonio Spurs (2. besta sigurhlutfallið í Vesturdeildinni) og Cleveland Cavaliers (Besta sigurhlutfallið í Austurdeildinni). Yogi Ferrell kom inn í byrjunarliðið í leiknum á móti San Antonio Spurs þar sem hann var með 9 stig, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta í fjögurra stiga sigri. Hann gerði síðan enn betur á móti Cleveland Cavaliers þar sem hann var með 19 stig, 5 fráköst, 4 stolna bolta og 3 stoðsendingar í sjö stiga sigri. „Ég er að lifa drauminn minn,“ sagði Yogi Ferrell eftir leikinn en hann skilaði betri tölum en Stjörnuleikmaðurinn Kyrie Irving í þessum leik. Yogi Ferrell hlýtur að fá nýjan samning þegar fyrrnefndur tíu daga samningur rennur út enda virðist hann falla mjög vel inn í leik liðsins og sóma sér vel við hlið yngri bróðir Stephen Curry, Seth Curry. Seth Curry var með 40 stig samanlagt í þessum tveimur leikjum. Saman voru byrjunarliðsbakverðir Dallas-liðsins, Seth Curry og Yogi Ferrell, því með 68 stig og 19 stoðsendingar í þessum tveimur flottu sigrum á tveimur af bestu liðum NBA-deildarinnar.Yogi FerrellVísir/AP
NBA Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira