Koma að utan til að skoða stæði fyrir vindmyllur á Mosfellsheiði 11. maí 2017 07:00 Ketill Sigurjónsson Ketill Sigurjónsson lögfræðingur hefur að nýju óskað eftir viðræðum við Mosfellsbæ um „áform vegna vindmyllugarðs með það að markmiði að semja um aðgang til rannsókna og eftir atvikum uppsetningu vindmyllugarðs innan sveitarfélagsins“. Þetta kemur fram í bréfi frá Katli sem bæjarráð Mosfellsbæjar tók fyrir í síðustu viku. Ketill er í forsvari fyrir aðila sem hann hefur ekki viljað að opinberaðir verði að sinni. „Að ósk bréfritara voru nokkur orð afmáð úr skjalinu,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Mosfellsbæ sem vísaði að því leyti til í þá grein upplýsingalaga sem takmarkar aðgang að gögnum vegna einkahagsmuna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 16. desember 2016 leitaði Ketill einnig til Grímsnes- og Grafningshrepps, Ölfuss og forsætisráðuneytisins þar sem hugsanlegt vinnsluvæði á Mosfellsheiði snertir einnig þessa aðila. „Senn líður að því að XXXXXX, samstarfsaðilar mínir komi til landsins til þess meðal annars að skoða aðstæður, með það að markmiði að unnt verði að hefja rannsóknir á ákjósanlegum stað/stöðum næstkomandi sumar. Þarna er um að ræða þrautreynda aðila úr XXXXorkugeiranum með mikla og góða þekkingu á öllu því sem við kemur nýtingu á vindorku og undirbúningi vindorkuverkefna,“ segir í bréfi Ketils sem óskaði eftir trúnaði um þá viðskiptahagsmuni sem fjallað sé um í erindinu að því leyti sem lög geri ráð fyrir. X-in tákna hér þau orð sem strikað var yfir að hans ósk áður en bréfið var afhent. Ketill kveðst í bréfinu vilja forvitnast um viðbrögð forsvarsmanna Mosfellsbæjar um þá ósk að ganga til viðræðna við hann og samstarfsaðila hans. Einnig vill hann vita hvort þeir hafi mótað sér viðhorf gagnvart sams konar erindi hans frá því 15. nóvember í fyrra. „Eins og gefur að skilja eru viðbrögð forsvarsmanna sveitarfélagsins afar mikilvægur þáttur í því hvaða svæði verður/verða sett í forgang vegna verkefnisins,“ segir í bréfi Ketils sem kveður samstarfsaðila sína væntanlega til landsins nú í fyrrihluta maímánaðar. Bæjarráð Mosfellsbæjar sendi erindið til áframhaldandi skoðunar í skipulagsnefnd og fól bæjarstjóranum jafnframt að „hafa samband“ við Ketil. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins. 16. desember 2016 07:00 Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Skeiða- og Gnúpverjahreppur krefst þess að fasteignamat á vindmyllum Landsvirkjunar verði hækkað. Sveitarfélaginu finnst 32 milljónir króna fyrir 150 metra mannvirki allt of lág upphæð. Miklar tekjur í húfi fyrir lítil sveitarfélög. 18. janúar 2017 10:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ketill Sigurjónsson lögfræðingur hefur að nýju óskað eftir viðræðum við Mosfellsbæ um „áform vegna vindmyllugarðs með það að markmiði að semja um aðgang til rannsókna og eftir atvikum uppsetningu vindmyllugarðs innan sveitarfélagsins“. Þetta kemur fram í bréfi frá Katli sem bæjarráð Mosfellsbæjar tók fyrir í síðustu viku. Ketill er í forsvari fyrir aðila sem hann hefur ekki viljað að opinberaðir verði að sinni. „Að ósk bréfritara voru nokkur orð afmáð úr skjalinu,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Mosfellsbæ sem vísaði að því leyti til í þá grein upplýsingalaga sem takmarkar aðgang að gögnum vegna einkahagsmuna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 16. desember 2016 leitaði Ketill einnig til Grímsnes- og Grafningshrepps, Ölfuss og forsætisráðuneytisins þar sem hugsanlegt vinnsluvæði á Mosfellsheiði snertir einnig þessa aðila. „Senn líður að því að XXXXXX, samstarfsaðilar mínir komi til landsins til þess meðal annars að skoða aðstæður, með það að markmiði að unnt verði að hefja rannsóknir á ákjósanlegum stað/stöðum næstkomandi sumar. Þarna er um að ræða þrautreynda aðila úr XXXXorkugeiranum með mikla og góða þekkingu á öllu því sem við kemur nýtingu á vindorku og undirbúningi vindorkuverkefna,“ segir í bréfi Ketils sem óskaði eftir trúnaði um þá viðskiptahagsmuni sem fjallað sé um í erindinu að því leyti sem lög geri ráð fyrir. X-in tákna hér þau orð sem strikað var yfir að hans ósk áður en bréfið var afhent. Ketill kveðst í bréfinu vilja forvitnast um viðbrögð forsvarsmanna Mosfellsbæjar um þá ósk að ganga til viðræðna við hann og samstarfsaðila hans. Einnig vill hann vita hvort þeir hafi mótað sér viðhorf gagnvart sams konar erindi hans frá því 15. nóvember í fyrra. „Eins og gefur að skilja eru viðbrögð forsvarsmanna sveitarfélagsins afar mikilvægur þáttur í því hvaða svæði verður/verða sett í forgang vegna verkefnisins,“ segir í bréfi Ketils sem kveður samstarfsaðila sína væntanlega til landsins nú í fyrrihluta maímánaðar. Bæjarráð Mosfellsbæjar sendi erindið til áframhaldandi skoðunar í skipulagsnefnd og fól bæjarstjóranum jafnframt að „hafa samband“ við Ketil.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins. 16. desember 2016 07:00 Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Skeiða- og Gnúpverjahreppur krefst þess að fasteignamat á vindmyllum Landsvirkjunar verði hækkað. Sveitarfélaginu finnst 32 milljónir króna fyrir 150 metra mannvirki allt of lág upphæð. Miklar tekjur í húfi fyrir lítil sveitarfélög. 18. janúar 2017 10:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins. 16. desember 2016 07:00
Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Skeiða- og Gnúpverjahreppur krefst þess að fasteignamat á vindmyllum Landsvirkjunar verði hækkað. Sveitarfélaginu finnst 32 milljónir króna fyrir 150 metra mannvirki allt of lág upphæð. Miklar tekjur í húfi fyrir lítil sveitarfélög. 18. janúar 2017 10:00