Koma að utan til að skoða stæði fyrir vindmyllur á Mosfellsheiði 11. maí 2017 07:00 Ketill Sigurjónsson Ketill Sigurjónsson lögfræðingur hefur að nýju óskað eftir viðræðum við Mosfellsbæ um „áform vegna vindmyllugarðs með það að markmiði að semja um aðgang til rannsókna og eftir atvikum uppsetningu vindmyllugarðs innan sveitarfélagsins“. Þetta kemur fram í bréfi frá Katli sem bæjarráð Mosfellsbæjar tók fyrir í síðustu viku. Ketill er í forsvari fyrir aðila sem hann hefur ekki viljað að opinberaðir verði að sinni. „Að ósk bréfritara voru nokkur orð afmáð úr skjalinu,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Mosfellsbæ sem vísaði að því leyti til í þá grein upplýsingalaga sem takmarkar aðgang að gögnum vegna einkahagsmuna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 16. desember 2016 leitaði Ketill einnig til Grímsnes- og Grafningshrepps, Ölfuss og forsætisráðuneytisins þar sem hugsanlegt vinnsluvæði á Mosfellsheiði snertir einnig þessa aðila. „Senn líður að því að XXXXXX, samstarfsaðilar mínir komi til landsins til þess meðal annars að skoða aðstæður, með það að markmiði að unnt verði að hefja rannsóknir á ákjósanlegum stað/stöðum næstkomandi sumar. Þarna er um að ræða þrautreynda aðila úr XXXXorkugeiranum með mikla og góða þekkingu á öllu því sem við kemur nýtingu á vindorku og undirbúningi vindorkuverkefna,“ segir í bréfi Ketils sem óskaði eftir trúnaði um þá viðskiptahagsmuni sem fjallað sé um í erindinu að því leyti sem lög geri ráð fyrir. X-in tákna hér þau orð sem strikað var yfir að hans ósk áður en bréfið var afhent. Ketill kveðst í bréfinu vilja forvitnast um viðbrögð forsvarsmanna Mosfellsbæjar um þá ósk að ganga til viðræðna við hann og samstarfsaðila hans. Einnig vill hann vita hvort þeir hafi mótað sér viðhorf gagnvart sams konar erindi hans frá því 15. nóvember í fyrra. „Eins og gefur að skilja eru viðbrögð forsvarsmanna sveitarfélagsins afar mikilvægur þáttur í því hvaða svæði verður/verða sett í forgang vegna verkefnisins,“ segir í bréfi Ketils sem kveður samstarfsaðila sína væntanlega til landsins nú í fyrrihluta maímánaðar. Bæjarráð Mosfellsbæjar sendi erindið til áframhaldandi skoðunar í skipulagsnefnd og fól bæjarstjóranum jafnframt að „hafa samband“ við Ketil. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins. 16. desember 2016 07:00 Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Skeiða- og Gnúpverjahreppur krefst þess að fasteignamat á vindmyllum Landsvirkjunar verði hækkað. Sveitarfélaginu finnst 32 milljónir króna fyrir 150 metra mannvirki allt of lág upphæð. Miklar tekjur í húfi fyrir lítil sveitarfélög. 18. janúar 2017 10:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Ketill Sigurjónsson lögfræðingur hefur að nýju óskað eftir viðræðum við Mosfellsbæ um „áform vegna vindmyllugarðs með það að markmiði að semja um aðgang til rannsókna og eftir atvikum uppsetningu vindmyllugarðs innan sveitarfélagsins“. Þetta kemur fram í bréfi frá Katli sem bæjarráð Mosfellsbæjar tók fyrir í síðustu viku. Ketill er í forsvari fyrir aðila sem hann hefur ekki viljað að opinberaðir verði að sinni. „Að ósk bréfritara voru nokkur orð afmáð úr skjalinu,“ segir í svari til Fréttablaðsins frá Mosfellsbæ sem vísaði að því leyti til í þá grein upplýsingalaga sem takmarkar aðgang að gögnum vegna einkahagsmuna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 16. desember 2016 leitaði Ketill einnig til Grímsnes- og Grafningshrepps, Ölfuss og forsætisráðuneytisins þar sem hugsanlegt vinnsluvæði á Mosfellsheiði snertir einnig þessa aðila. „Senn líður að því að XXXXXX, samstarfsaðilar mínir komi til landsins til þess meðal annars að skoða aðstæður, með það að markmiði að unnt verði að hefja rannsóknir á ákjósanlegum stað/stöðum næstkomandi sumar. Þarna er um að ræða þrautreynda aðila úr XXXXorkugeiranum með mikla og góða þekkingu á öllu því sem við kemur nýtingu á vindorku og undirbúningi vindorkuverkefna,“ segir í bréfi Ketils sem óskaði eftir trúnaði um þá viðskiptahagsmuni sem fjallað sé um í erindinu að því leyti sem lög geri ráð fyrir. X-in tákna hér þau orð sem strikað var yfir að hans ósk áður en bréfið var afhent. Ketill kveðst í bréfinu vilja forvitnast um viðbrögð forsvarsmanna Mosfellsbæjar um þá ósk að ganga til viðræðna við hann og samstarfsaðila hans. Einnig vill hann vita hvort þeir hafi mótað sér viðhorf gagnvart sams konar erindi hans frá því 15. nóvember í fyrra. „Eins og gefur að skilja eru viðbrögð forsvarsmanna sveitarfélagsins afar mikilvægur þáttur í því hvaða svæði verður/verða sett í forgang vegna verkefnisins,“ segir í bréfi Ketils sem kveður samstarfsaðila sína væntanlega til landsins nú í fyrrihluta maímánaðar. Bæjarráð Mosfellsbæjar sendi erindið til áframhaldandi skoðunar í skipulagsnefnd og fól bæjarstjóranum jafnframt að „hafa samband“ við Ketil.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins. 16. desember 2016 07:00 Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Skeiða- og Gnúpverjahreppur krefst þess að fasteignamat á vindmyllum Landsvirkjunar verði hækkað. Sveitarfélaginu finnst 32 milljónir króna fyrir 150 metra mannvirki allt of lág upphæð. Miklar tekjur í húfi fyrir lítil sveitarfélög. 18. janúar 2017 10:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins. 16. desember 2016 07:00
Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Skeiða- og Gnúpverjahreppur krefst þess að fasteignamat á vindmyllum Landsvirkjunar verði hækkað. Sveitarfélaginu finnst 32 milljónir króna fyrir 150 metra mannvirki allt of lág upphæð. Miklar tekjur í húfi fyrir lítil sveitarfélög. 18. janúar 2017 10:00