Lögreglan heldur rannsókn á kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 17:49 Fram kemur í skýrslu lögreglu að konan hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Þá sagðist hún vera hrædd við manninn. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur rannsókn á grófu kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu, þrátt fyrir að konan hafi ekki kært árásina. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum og að það verði líklega sent til embættis héraðssaksóknara á næstu vikum. RÚV greindi fyrst frá. Kristján segir það ekki algengt að lögregla haldi slíkum málum til streitu þegar kæra liggi ekki fyrir en það fari eftir alvarleika brotsins. „Þetta er bara eins og í öðrum ofbeldismálum. Þegar það hefur átt sér stað ofbeldi þá hefur kærandinn ekki allt um það að segja hvernig málið fer fram í kerfinu,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Málið vakti töluverða athygli í lok síðasta árs en þann 27. desember staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maðurinn, sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í desembermánuði, þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm.Sjá einnig: Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Þá sagðist hún vera hrædd við manninn. Konan mætti hins vegar á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn réttargæslumaður konunnar, afturkallaði konan heimild til lögreglu að kalla eftir læknisvottorði frá Landspítalanum og heimild til spítalans að aflétta trúnaði yfir gögnunum. Hinn grunaði hlaut fimm ára dóm árið 2012 og þriggja mánaða dóm tveimur árum síðar. Honum var veitt reynslulausn í ágúst síðastliðnum. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Tengdar fréttir Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. 28. desember 2016 20:00 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur rannsókn á grófu kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu, þrátt fyrir að konan hafi ekki kært árásina. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum og að það verði líklega sent til embættis héraðssaksóknara á næstu vikum. RÚV greindi fyrst frá. Kristján segir það ekki algengt að lögregla haldi slíkum málum til streitu þegar kæra liggi ekki fyrir en það fari eftir alvarleika brotsins. „Þetta er bara eins og í öðrum ofbeldismálum. Þegar það hefur átt sér stað ofbeldi þá hefur kærandinn ekki allt um það að segja hvernig málið fer fram í kerfinu,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Málið vakti töluverða athygli í lok síðasta árs en þann 27. desember staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að maðurinn, sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í desembermánuði, þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm.Sjá einnig: Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Þá sagðist hún vera hrædd við manninn. Konan mætti hins vegar á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn réttargæslumaður konunnar, afturkallaði konan heimild til lögreglu að kalla eftir læknisvottorði frá Landspítalanum og heimild til spítalans að aflétta trúnaði yfir gögnunum. Hinn grunaði hlaut fimm ára dóm árið 2012 og þriggja mánaða dóm tveimur árum síðar. Honum var veitt reynslulausn í ágúst síðastliðnum. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi.
Tengdar fréttir Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. 28. desember 2016 20:00 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. 28. desember 2016 20:00
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30